Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 183 ur kenningum er venjulega ruglað saman eins ólíkar og þær þó eru. — Kenningin um sálnaflakk var þekkt um öll lönd hins gamla heims og þó bezt í Grikklandi og Egyptalandi. — í bók sinni Phædrus lýsir Plato hvernig sálin fæðist aftur og aftur til jarðarinnar ýmist sem maður eða dýr: — Zeus faðir og guð manna og dýra ekur vængjuðum vagni sínum um himin- inn og fylgist með öllum hlutum á himni og jörð. — Fylking guða og sálna fylgja honum og hver þeirra vinnur sitt ætlunarverk. — Eftir hringför sína um jörðina heldur fylkingin á bratta himinhvelfingarinnar til hinnar dýrð- legu veizlu, sem þeim er búin á himn- um. Hervagnar guðanna fljúga léttilega upp himinbogann. — Aðrir fylgja með erfiðismunum, því fákurinn, sem vagn- inn dregur er viðsjáll gripur, og ef sá, sem á taumunum heldur handleikur þá ekki með öruggri og styrkri hendi, rennur hann niður til jarðarinnar aft- ur, þar sem sálin tekur á sig klafa þrælkunarinnar. Sálir guðanna ná tindinum, stíga nið- ur úr vögnum sínum og ganga til full- sælu hins æðsta himins. Slíkt er líf guðanna. Þeir sem fylgja þeim bezt komast aðeins nógu langt til að skyggn- ast inn í eilífðina og sjá þar í sjón- hendingu leiftur hins æðsta sannleika. Síðan setjast þær að á hinum lægri himnum. Hinar sálirnar sem þrá hinn æðri heim en skortir þrótt til að fylgja vögnum guðanna, hrapa niður í djúpin, þar sem þær brjótast um og troða hver á annarri. Margar brjóta vængi sína og örmagnast. Þegar sálin er þannig orðin ófær um að sjá hina háu sýn eilífðarinnar reikar hún um í myrkri gleymsku og spiliingar. Sálin missir fjaðrir sínar og hrapar til jarðarinnar og þar fæðist hún mörgum sinnum í gerfi manns eða dýrs. Tíu þúsund ár hljóta að líða áður en sálin fær snúið aftur til ættlands síns. — Á skemmri tíma vaxa sálinni ekki vængir. — Svo kennir Plato í bók sinni Phædrus. Pythagoras var sama sinnis. Hann kenndi að sálin færi fyrst eftir and- látið til dánarheima en srleri siðan aft- ur til jarðarinnar og fæddist þar aftur sem maður eða dýr. Aðeins eftir að sálin er orðin algjörlega flekklaus hverfur hún aftur til hinnar eilífu upp- sprettu, sem hún er runnin frá. Forn-Egyptar álitu að sálin eftir viðskilnað sinn við líkamann færi úr einu gerfi í annað um þúsundir ára til þess að afla sér reynslu og þekk- ingar á öllum sviðum lífsins. Herodotus segir: „Egyptar halda fram þeirri kenn- ingu að sálin sé ódauðleg. Þegar lík- aminn deyr hverfur hún í annað gerfi, sem henni er búið“. En þessar hugmyndir um sálnaflakk (transmigration) er ekki hin indverska kenning um endurfæðingu (reinkarna- tion). Helztu heimspekingar Indlands halda fram, að kenningin um sálna- flakk hafi aldrei verið kennd í ind- verskri heimspeki. — Jafnvel þegar á stöku stað í Vedabókum er talað um ■ að menn endurfæðist sem hundar, kett- ir, slöngur, fílar eða ljón, beri ekki að skilja það í bókstaflegri merkingu, heldur séu þessi orð notuð sem lík- ingar til að lýsa mismunandi manneðli. Slundum virðist að vísu sem mannin- um miði aftur á bak eitthvert ákveðið tímabil og hann getur jafnvel orðið að siðlausum villimanni — en aldrei end- urfæðzf sem dýr. Kenningin um fortilveru sálarinnar og endurfæðingar hennar til jarðar- innar er sameiginleg aldri indverskrar heimspeki og trúarbrögðum, og þaðan hefur hún borizt um lönd og álfur. Alexander mikli tileinkaði sér hana í austurför sinni og eftir það varð hún Persum vel kunn. Gyðingar kynntust henni vegna persneskra áhrifa og vist- ar sinnar í Babylon. Grikkjum barst hún eftir sömu leiðum. — Philo heim- spekingur frá Alexandríu, sem var samtíðarmaður Krists prédikaði fortil- veru og endurfæðingu meðal Gyðinga. Jóhannes skírari er sagður vera Elíjah endurborinn og í Talmud er sál Abels sögð hafa endurfæðzt sem Seth og síð- an Moses. — Kristur sjáifur talar einn- ig um fortilveru sína áður en hann var sendur til jarðarinnar sem sjálfsagðan hlut. — Það er því ekki að undra þó kristnir menn á fyrstu öldum kristn- innar tryðu einnig á þessa kenningu um endurfæðingu. — Origen og aðrir kirkjufeður trúðu henni einnig og út- breiðsla hennar varð svo ör meðal kristinna manna að Justinian lét semja sérstök lög á ráðstefnu sem haldin var í Konstantinopel (538 e. Kr.), þar sem svo var fyrirmælt að hver, sem að- hylltist eða boðaði þessa kenningu skyldi kallast trúvillingur og bannfær- ast. — Margir voru síðan pyntaðir og af lífi teknir af þessum orsökum. Eftir þessar aðferðir skildist hinum kristna heimi að kenningin um fortil- veru sálarinnar er villa ein. — Enn 1 dag aðhyllist þó meiri hluti mannkyns- ins þessa kenningu. — Jafnvel á vest- urlöndum á hún sína fulltrúa. Heim- spekingar eins og Kant, Schopenhauer, Lessing, Seitz, Giardano Bruno, Herder Schelling, Fichte og jafnvel David Hume veita henni stuðning. — Sömuleiðis vísindamenn eins og Huxley og Flammarion og skáld eins dg Emer- son, Walt Whitman, Tennyson og Goethe. ★ En eins og áður er sa^t, — þó ýmsir góðir menn á Vesturlöndum séu kenn- ingunni hlynntir — eru þó mjklu fleiri henni mótsnúnir. Og þeir hafa sín rök fram að færa. — Margir eru þeirrar skoðunar að tilvera mannsins hljóti einhvers staðar að hafa byrjað og spyrja: Hvar og hvenær var hin fyrsta fæðing? Síðan glíma þeir við gátuna gömlu um hvort fyrr hafi verið skapað — eggið eða hænan! Kom efnið fyrst og skapaðist andinn síðan vegna eiginleika þess? Eða varð andinn fyrst til og kom hann síðan til jarðarinnar? — En þessar spurningar eru rangar, vegna þess að spyrjandinn slær því fyrst föstu án þess að sanna það, að efnið eða andinn hafi orðið til — eða að til sé algjört (absalut) upp- haf nokkurs hlutar. Að áliti Indverjans getur hvorki efni né andi hafa byrjað að vera til — það er eilíft. Sál manna, sem hlýtur alltaf að vera í tengslum við einhverja tegund af efni eða orku, sem er eitt og hið sama fyrirbrigði, á sér heldur ekkert upphaf. Ef hún ætti sér upphaf væri hún ekki raunveruleg, því þá væri hún ekki eilíf. Það sem byrjar og endar kemur og fer, svo að- eins hið eilífa er raunverulegt í þeim skilningi. Við segjum að guð, hin mikla sál sálnanna, sé eilífur. Geislar þessarar sálar eru sálir manna. — Ef sálin er eilíf hljóta geislar hennar líka að vera eilífir, því sálin er sál vegna geisla sinna. Til eru aðrir menn, sem segja að kenningin um fortilveru hljóti að vera röng, því ef við hefðum lifað í fyrri tilverum mundum við muna eitthvert brot þeirra. Þessi gagnrýni virðist hafa nokkuð til síns máls, því hvað kemur okkur við fortilvera, sem er eilíflega gleymd og grafin? Ef við munum hana ekki, sannar það að samhengi ein- staklings vitundarinnar er rofið og að rjúfa það jafngildir dauða. — „Því fer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.