Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 7
w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 um noti allt sem það notað getur af farangri bátsins. Þess vegna er það óhapp þegar hann er lestaður sandi.... Vér staulumst niður snarbrattan rimlastiga — niður í vistarveru fólksins- Þar er svo skuggsýnt, að ekkert sést. En svo kveikir einhver á grútarlampa, sem hangir í loft- inu. Og nú sést hvað inni er: kolofn með rjúkandi potti, stórt rúm, sem nær yfir helminginn af gólfinu, barnarúm og borð úr óhefluðum fjölum. Veggirnir eru ryðgaðir eins og allur báturinn og sagginn drýp- ur niður og blandast saman við kolaryk á gólfinu. Innan um alls konar fatadruslur situr konan í rúminu og hefur svartan klút yfir sér, og smábörn eru þar hjá henni. Þau hjónin eiga ellefu börn, en sum eru í skóla. Konan varð fyrir því óhappi fyrir tveimur árum að fest- ast í vír og missa báða fætur. Síðan hefur hún orðið að sitja í rúminu. Hún kann hvorki að lesa né skrifa, en það gerir ekkert til, alltaf er hægt að leita til einhvers sem kann það. Minnstu krakkarnir fela sig á bak við móður sína, hin börnin fela föl andlit sín bak við hárlubb- ann. Öll eru þau berfætt. Lítill kútur er að leika sér að kolamol- um á gólfinu, og það gerir ekki svo mikið til, því að hann er alls- nakinn. Konan er föl og veikluleg og talai hátt: Já, svona er það, ég hef eignazt 16 börn, en það eru ekki nema 11 á lífi. Við reynum að láta þau fá nóg að borða — fisk- urinn er ódýr í Dunkerque. En það er allt verra með föt handa þeim.--------- Sú hugsun er fjarri henni að börnin fari af prammanum — ekki fyr en drengirnir eru orðnir svo stórir að þeir geta ráðið sig á ann- an pramma og stúlkurnar geta gifzt einhverjum á öðrum pramma. Börn prammabúa þurfa ekki að ganga í skóla nema lítinn tíma — rétt svo að þau læri að stauta og draga til stafs. En elztu börnin hérna höfðu aldrei verið í skóla, þá var stríð--------Ekkert þeirra hefur heyrt getið um önnur lönd, þau geta ekki hugsað sér að til sé menn, sem tali annað mál en frönsku. Hér niðri í óþrifnaðinum og óþefnum hafa sextán börn fæðzt og fimm dáið- Hin 11 eiga að alast hér upp undir handleiðslu úttaug- aðrar og örkumlaðrar móður. Þetta er ekki eins dæmi, þannig er lífið yfirleitt á gömlu prömmunum, nema hvað fjölskyldurnar eru mis- stórar. Þetta fólk er einangraðra frá allri siðmenningu heldur en þeir sem búa á úteyum á Norður- löndum. Eins og fyr er sagt eiga félög flesta gömlu prammana, en ríkið nokkra. Laun formannsins eru sem svarar 500 íslenzkum krónum á mánuði, og konan hans, sem er há- seti, fær sem svarar 70—75 krón- um á mánuði. Eigendur pramm- anna ráða því algjörlega hvert þeir eru sendir og hvaða farm þeir taka. Fólkið verður að dúsa um borð alltaf, því að það hefur alið þar allan aldur sinn og þekkir engan í landi. Um frí er ekki að tala. Það er sama tilbreytingarleysið dag eftir dag og ár eftir ár. Marietta er fimmtán ára. Hún er ráðskonan og verður að sjá um matinn. Andlit hennar er eins og helgimynd frá miðöldum — alvar- legt og sviphreint í öllum þessum óþverra. — Það er sunnudagur á morgun, hvað gerirðu þá? — Ég vinn verk mín, svarar hún blátt áfram. Fyrst verð ég að þvo öllum krökkunum og svo eru öll heimilisstörfin. Hún á víst oft erfitt að láta mat- inn nægja handa öllum. Og hvaða líf bíður hennar? Sama og móður hennar, ef framfarir í félagsmálum bjarga henni ekki. Þetta fólk á prömmunum er bundið og forlög þess ákveðin, þótt það lifi í höfuð- borg menningarríkis. Fáfræðin, einangrunin og skortur á kennslu leiðir það sama veg og forfeðurna. í síkjum utan við borgina liggja prammar, sem orðnir eru óhæfir til flutninga, annað hvort vegna þess að þeir hafa brotnað, eða þá að þeir eru orðnir grautfúnir- En enginn er svo lélegur að þar búi ekki fólk — það er gamalt pramma- fólk, sem getur ekki lengur staðið í flutningum. Hér er þeirra elli- heimili. Það er ekki vert að lýsa því hvernig þar er umhorfs. Að vísu sjást rósótt gluggatjöld úr sirsi á stöku stað, en það er ekki nóg. En þetta gamla fólk gæti alls ekki hugsað sér að vera annars staðar. Það vill vera í prömmun- um. Þar er það fætt og þar vill það deya. Er þ%ð ekki líka nógu róman- tískt? (Þýtt) ^ íW ^ v Hátt settur hershöfðingi var á eftir- litsferð um vígstöðvarnar í Kóreu. Veit hann þá ekki fyr til en þrjár kúlur hvína um höfuð honum, sending frá leyniskyttu á hæð nokkurri þar nálægt. Hershöfðinginn flýði í neðan- jarðarbyrgi og hitti þar undirforingja, skeggjaðan og illa til fara. — Hafið upp á þessari leyniskyttu, hrópaði hershöfðinginn. — Við vitum vel hvar hann er, sagði undirforinginn. — Hvers vegna'skjótið þið hann þá ekki? hrópaði hershöfðinginn. Undirforinginn velti tóbakstölu í munni sér og sagði svo: — Þessi leyniskytta hefir nú verið þarna í sex vikur og aldrei hitt nokk- urn mann. Við erum hræddir um að ef við skjótum hann þá muni þeir senda annan í staðinn, sem kann að skjóta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.