Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 14
r 186 LESBÓK MORGUNBL'AÐSINS DYRARA EN UM ÞAÐ leyti er Kolumbus fann Ameríku, hefst saga þess frumefn- is, sem nú er talið dýrmætast í heimi og er mest um talað. Það var austur í Jóakimsdal, litlu þorpi norðaustur af Karlsbad í Bæheimi. Þar höfðu menn fundið málma í jörð, svo sem silfur, kopar, kobalt og nikkel. Úr silírinu sem þar var unnið, voru slegnir hinir nafn- kunnu Jóakimsdalir, silfurpening- ar, sem kunnir urðu um alla Ev- rópu. (Af þeim dró „ríkisdalur“ nafn og einnig ,,dollar“). Silfurnám stóð þarna með mikl- um blóma á árunum 1516—1570 og alltaf var grafið dýpra og dýpra eftir hinum góða málmi. En eftir því sem dýpra kom, eftir því varð bergið dekkra og varð að lokum kolsvart og var engu líkara en að fitubrák væri á því. Vissu menn ekki hvað þeir áttu við þetta að gera. Nokkuð af þessum biksvarta steini var þó notað til vegagerða, en yfirleitt var honum fleygt í hrúgur hjá námunum. Engum kom þá til hugar að dýrmæt efni væri fólgin í þessum fitugljáandi bik- steini. Á þessu varð engin breyting fyr en á seinni hluta 18. aldar. Þá átti heima í Berlín námafræðingur, sem Martin Klaproth hét. Hann hafði uppgötvað frumefnið titan- íum, og nú fór hann að fást við rannsókn á þessu svarta grjóti frá Jóakimsdal. Árið 1789 fann hann í því gulleitt efni, sem hann nefndi úranit, en það nafn breyttist seinna í úraníum. Átta árum áður (1781) hafði William Herschel fundið nýa jarðstjörnu fyrir utan Júpíter og nefnt hana Úranus, vegna þess að hann taldi að þetta væri yzta jarð- GULL OG GIMSTEINAR Mesta ríkislevndarmál allra þjóða. Úraníumnámanna er vandlega gætt. Milljónir manna um allan heim vinna nú að því að ná í kjarnorkuna. stjarnan í sólhverfinu. Klaproth hafði fundið að þetta nýa frum- efni, sem hann fann, var þyngra í sér en nokkurt annað frumefni, og þar með skipaði hann því á yzta bekk meðal frumefnanna og þess vegna valdi hann því nafnið úranít. Upp frá þessu fóru svo aðrir rann- sóknamenn að fást við þetta efni, og 1841 tókst franska vísindamann- inum Peligot fyrstum manna að einangra það og framleiða hreint úraníum, eitilharðan og hvítgljá- andi málm. En hvaða gagn gat þá orðið að þessu frumefni? Menn notuðu það fyrst og fr^mst til þess að blanda því í málningu, svo að hún þyldi mikinn hita og þessi málning var brennd inn í gler og leirsmíði. Þá var og reynt að nota efnið í stál, til þess að gera það hart. En þetta lagðist þó brátt niður aftur, vegna þess að námagröfturinn í Jóakims- dal hætti alveg. Svo gerðist hinn mikli atburður 1899, þegar þau Curie-hjónin fundu að í biksteininum frá Jóakimsdal var eigi aðeins úraníum, heldur einnig hið furðulega geislandi efni, sem nefnt er radíum. Um leið og radíum fannst, var læknavísindunum fengið í hendur nýtt vopn í baráttunm við krabba- mein og aðra sjúkdóma. Og þessir furðulegu eiginleikar efnisins urðu til þess að það komst í geipilega hátt verð- Eitt einasta gramm af radíum kostaði fyrstu árin hundruð þúsunda króna. Og það var í raun- inni ekki undarlegt, þegar þess er gætt hve lítið var af því í hrá- efninu, aðeins einn hluti á móti þremur milljónum. Árið 1902 hófst radíum fram- leiðsla í Jóakimsdal og blómgvað- ist þá staðurinn mjög, því að um mörg ár mátti telja að hann hefði einkaframleiðslu á radíum fyrir allan heiminn. Eftirspurn að þessu undraefni jókst stórkostlega, svo að menn höfðu ekki við að grafa bik- steininn úr jörðu. Var þá ráðizt á hina gömlu hauga, sem safnazt höfðu umhverfis námurnar, það flýtti fyrir. Þó varð framleiðslan ekki nema svo sem 2—2% gramm á ári. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst, höfðu alls verið framleidd 55 grömm af radíum í Jóakimsdal. Á þessum árum töluðu allir um radíum. Menn minntust varla á úraníum, sem er uppspretta þess. Menn leituðu af kappi að nýum radíumnámum. Og þær fundust skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina bæði í Colorado og Utah í Bandaríkjunum. Þar varð fram- leiðslan 22,4 grömm þegar árið 1914. Og fram að árinu 1922 kcmu þaðan M af öllu því radíum, sem framleitt var i heiminum. En þá kom nýr keppinautur til sögunnar. Langt inni í frumskóg- um Afríku, höfðu fyrir nokkru fundizt miklar koparnámur í Kat- angahéraði í belgiska Kongó. Og nú urðu menn varir við radíum þar og í miklu ríkara maela en nokkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.