Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLADSINS 607 minnka. Hún hafði ekki einu sinni lyst á góða vatninu úr gosbrunnin- um. Og þegar vikan var liðin kom hún grátandi til álfsins og bað hann að lofa sér að fara heim. — Jæja, þá hefur mér tekizt að lækna þig af ljótum ávana, sagði álfurinn. Viltu ekki fá brjóstsykur í nestið? — Nei, sagði Stína, nú hlakka ég mest til þess að koma heim og fá mér rúgbrauð og hafragraut. Og nú bragðar hún aldrei sæl- gæti framar. ★ ★ V ★ ★ Reikningsþraut SVEINN ætlaði að kaupa nokkra kjúk- linga af Jóni og þegar hann spurði hvað þeir ætti að kosta, þá sagði Jón: — Af því að við erum vinir, þá skal þetta vera reifarakaup. Þú borgar mér jafn margar krónur fyrir hvern unga og ungarnir eru margir, sem þú kaupir. Það þótti Sveini allt of dýrt, hann vildi fá ungana einni krónu ódýrari. Seinast komu þeir sér saman um, að Sveinn skyldi fá hverja hænu einni krónu ódýrari, en hvern hana einni krónu dýrari en Jón vildi fyrst fá. Sveinn keypti helmingi fleiri hænur cn hana og græddi á þessu þrjár krón- ur. Hve marga kjúklinga keypti liann? SVAR VID BRIDGE-ÞRAUTINNI á bls. 654 AÐ réttu lagi eiga sagnir að vera þess- ar: S 2 luuf, N 2 tiglar, S 3 tiglar, (hærri iit af tveimur jafnlöngum) N 3 grönd sem er afsögn, 6 4 lauf, N 5 lauf. Og nú er það freistandi fyrir S að fara í slemmsögn cnda óhætt. (Þar scm þctta spil var spilað, hafði V ás og tvo kónga og tvöfaldaði þvi. Ilann kom út mcð hjartaás og S gcrði alslennn). llugsanlcgt er að S segi 3 Jauf í annað sinn, vc'gna þcss að sá litur cr sterkari. Þá skyldi N segja 4 lauf til að sýna styrk sinn. S segir þá 4 grönd og N svarar með 5 tiglum og segir með því að hann eigi einn kóng. Að fengnum þeim upplýsingum er S óhætt að segja slemmsögn. Dómkirkjuklukkurnar í Reykjavík hringja til helgra tíða (Ljósm. Öl. K. M.) APALIST WILBRAND prófessor í Gicsscn talaði mjög gjarnan um eyrnavöðvana við nemendur sina. Ástæðan til þessa var sú, að JúJíus sonur hans hafði þann liæfileika að geta diJlað cyrunum. Og prófessorinn var vanur þvi að komast þannig að orði: — Eyrnavöðvarnir á mönnunum eru orðnir gagnslausir og menn geta eltki hreyft eyrun. Aftur á móti geta apar dillað eyrunum. — Láttu okkur sjá, Júlíus. Og svo byrjaði Júlíus að dilla eyr- unum. ÓSKAÐ UPPLÝSINGA í KVENNABLAÐI stóð cftirfaraj úi hjúskapar auglýsing: „Hver vill bcra mig á höndum sér í hamingjusi vii hjónabandi?“ Eklti kom nerna citt svar oB i þvi stóð aðcins: „Hvað ertu þuug?“ LEIÐBEINING í ENSKRI símsskrá stendur; SímskCyíi frá öllum öðrum en stjórninni og cm- bættismönnum eiga að vera á almenni- legu roáli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.