Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 12
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur verið klippt sundur. án tillits til mvndanna og það er eílaust mikið eldra heldur en umgjörðin. Meðal þeirra gripa, sem ekki hef- ur verið komið fyrir, er altaris- forhengi í svipuðum stíl, og það hefur einnig verið skert. Ég álit að þessir hvítu útsaumuðu dúkar hafi upphaflega verið himnar. — Olavus Magnus, hinn frægi sænski rithöfundur, segir frá því að á 16. öld hafi konur á Norðuriöndum prýtt veggi og loft með ..hvíturn skínandi dúkum“. Þessir útsaum- uðu dúkar hafa upphaflega venð of langir til þess að vera altaris- dúkar, enda þótt þeir hafi verið notaðir til þess seinna. í Svíþjóð hef ég séð mjög svipaða dúka, sem nefndir voru ,,sparlök“, en á forn- sænsku þýðir það dúk til þess að tjalda yfir „sparrerne“ í „sparre- stuen“, sem var nákvmlega eins og gamla íslenzka baðstofan. — Árið 1696 er enn getið um slíka „himna“ meðal innbúa á prestsetrum í Svíþjóð, og þar sem á öðrum ís- lenzka dúknum er ártalið 1650, þá er ekki ósennilegt að hann hafi verið notaður á sama hátt og í Svíþjóð. Þá gæti ég enn nefnt nokkra út- saumaða dúka, sem fróðlegt er að bera saman við þessa þrjá, sem nú hafa verið nefndir, ekki sízt vegna þess að margir af þeim virðast eldri og eru saumaðir með mjög fögrum litum. Það er einmitt vegna þessara lita, að þeir eru merkileg- astir, og því er það ekki nema svipur hjá sjón að sýna þá á mynd, sem ekki er með litum. En þarna var einn hlutur, er ég sá í fyrsta skifti og kannaðist þó þegar við. Það var langur og miór dúkur úr fínu hörefni, útsaumaður með blaðfléttum og með mörgum lit- um. — Hann er saumaður með „kontur“-saumi. Mjög svipaðan dúk hef ég séð einu sinni áður, og það var í Maríukirkjunni í Ro- stock. Nú er aðeins eftir bútur af íslcnzka dúknum, en uþphaflaga hefur hann sjálfsagt verið margra metra langur. Dúkurinn í Rostock er síðan 1525. Samkvæmt munn- mælunum á íslenzki dúkurinn að hala verið í eigu Staðarhóls-Páls, en hann dó 1590. Tveir sams konar dúkar eru til í Svíþjóð, annar í Þjóðminjasafn- inu en hinn í Uddevalla-saíninu. En það er önnur saga, sem ég vona að gcta sagt betur seinna. Það, sem hér heíur verið sagt, er ekki nema lítið hrafl um nokkra af dýrgripum þeim, sem eru í íslenzka Þjóðminjasafninu. En um lang- flesta af dúkum þeim, sem nú eru til sýnis, og ekki sízt þá, sem eru í kirkjusafninu er bráðum verður opnað, þyrfti að rita langt og ýtar- legt mál. En ég gat ekki orða bund- izt er mér gafst nú tækifæri til þess að minnast á þá. Ég sé þá alveg fyrir mér, og það er ævintýri ljkast að konur skuli hafa skaþað slík listaverk við hin óhentugustu skilyrði. Og það er hreint ævinfýr að þau skuli enn vera til, svo að vér getum glaðst við að skoða þau og dást að þeim. FYRSTU LAUNIN ERNST PENZOLDT hefur sagt svo frá því hvernig hann fekk fyrstu laun sín: — Þegar ég var í barnaskóla, þá misþyrmdu stóru strákarnir þeim minni, en það var hægt að leysa sig undan misþyrmingu með því að greiða þrjú mörk. Ég sagði föður mínum frá þessu og spurði hann hvort væri betra að láta misþyrma sér, eða greiða þrjú mörk. Hann helt að betra væri að kaupa sér frið og gaf mér þrjú mörk. Svo þegar ég kom í skólann lét ‘ég misþyrma mér, en helt peningunum. s s \ \ \ s \ s \ \ \ \ \ s s s s s s s s s s s s V s s \ s s s Á \ \ \ s ) \ s s s s s V s s \ \ \ \ \ \ \ \ s s s s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s s Krakkar hafa oft þann óvana að krota á veggi. Hérna um dag- inn sá ég krotað á vegg: Jói er skotinn í Stínu. — Morguninn eftir sá ég að krotað hafði verið þar undir: Hver segir það? — Þi iðja morguninn stóð þar undir: Jói. ★ Lítill drengur kom hlaupandi inn í lyfjabúð. — Fljótt, fljótt, hrópaði hann, pabbi hangir á nagla upp á vegg. — Hvað viltu íá? Skæri eða hníf? i \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i i s V ) \ s s s \ \ \ < ) — Ég vil fá filmu í mynda- j vélina mína. • ★ j Systkinin voru tvö, drengur J ársgamall og fimm ára telpa. Hún s átti að gæt# bróður síns. Einu j sinni heyrir mamma óskapleg • hljóð og neyðaróp til telpunnar. i Hún rýkur inn í barnaherbergið S og sér þá að strákur hefur náð í ^ hár hennar og togar í. Mamma i losaði hendur hans og fór að s hugga telpuna. S — Þú verður að vera stillt, ' sagði hún.TTann litli bróðir þinn s er svo heimskur að hann veit > ekki hvað það er sárt að láta • hárreita sig. i Svo skildi hún þau ein eftir, en S litlu síðar öskrar litli bróðir eins 1 og hann hafi stórslasazt. Mamma i hendist inn í barnaherbergið 6g‘! S þá er systir að hárreita bróður $ sinn. : ^ — Hvað er þetta — hvað er að s sjá til þín? segir mamma. S — Nú veit hann hvað það er • sárt, svaraði systir hróðug. ^ s s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.