Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 21
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ( 649 austurvegs vitringarnir. inn segir: „Aleikum-es-salaam“, en það þýðir „friður sé með þér“. Gyðingar, Múhamedsmenn 'og kristnir Arabar í Nazaret segja: „Shalom“, en það þýðir „friður“. Þannig heilsast menn og kveðjast. Það er nokkurs konar endurómur af lofsöng englanna á Bethlehenis- völlum forðum: „Dýrð sé guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. HVERNIG PALESTÍNA SKIFTIST Eftir ófarir Tyrkja í fyrri heims- styrjöldinni, var arabisk stjórn sett á laggirnar í Damaskus og landið kallað Transjordania. En þetta stóð ekki lengi. Arabiska stjórnin fell og Frakkar fengu verndarrétt yfir Sýrlandi. ■ Bretum þótti þá hallast á sig fyr- ir botni Miðjarðarhafsins, og það varð til þess að Churchill var gerð- ur að nýlendumálaráðherra 1921. Aðalráðunautur hans varð hinn kunni Arabíu-Lawrence, sem mest og bezt hjálpaði Aröbum til þess að hrinda af sér oki Tyrkja. Síðan var haldinn fundur í 'Jerúsalem með Emir Abdullah ibn Hussein og Bretar viðurkenndu hann sem konung í Transjordaníu árið 1923 (Transjordanía þýðir landið hand- an við Jordan). Árið 1946 var nafninu breytt og nú var þetta nýa ríki nefnt „Konungsríkið Hashem- ite Jordan“ og kennt við Hashem, sem var langafi Múhameds. Tveimur árum seinna var ísra- elsríki stofnað með samþykki Sam- einuðu þjóðanna, og þar með var landinu skift. ísrael er um 2000 fermílur enskar að stærð. Áttu að fylgja því flestir hinir helgu staðir, en í styrjöldinni sem brauzt út vegna þessa, lagði Abdullah kon- ungur þá flesta undir sig aftur og innlimaði landið vestan Jórdanar 24. apríl 1950. Þegar vopnahléssamningarnir vorui gerðir milli ísraels og Araba- ríkjanna, var gert hlutlaust belti á milli þeirra. Og belti þetta liggur um Jerúsalem og skiftir borginni í tvennt. Gamla borgin kom í hlut Jordan en nýa borgin í hlut ísraels. Hinn kunni „grátmúr“ er í hluta Jordan. Þar stóðu Gyðingar áður hópum samau og grétu út af raun- um þjóðar sinnar og báðu guð að gefa sér landið aftur. Ég kom að grátmúrnum. Þar voru engir grát- andi Gyðingar. Þar voru aðeins hlæjandi arabisk börn að leika sér. ^ FORN IIANDRIT Áin Jórdan skiftir löndum nyrzt, en á löngum kafla á Jordan lönd að henni báðum megin og eins báðum megin við Dauðahafið nyrzt. Það var við norðurendann á Dauðahafinu að hirðingjar af Ta’- amira þjóðflokknum fundu hin tnerku handrit árið 1947. Var þar á meðal afrit af spádómabók Jes- eja, elzta handrit. sem fundizt hef- ur af henni. Handrit þessi fundust í helli, en margir aðrir hellar eru þar umhverfis. Franáí-banfiarískt félag, sem vinnur að fornleifarannsóknum í landinu helga, tó'Kúsér þá fyrir hendur að rannsaka þessa hella, og í marzmánuði s.l. vetur (1952) fannst þar enn merkara „handrit“. Það var í helli skammt frá þeim, þar sem hin handritin fundust, og var þar á kafi í óhreinindum. Er handrit þetta á hebrezku og ritað á dögum Krists. En það er ekki ritað á pergament eða biblos, held- ur á næfurþunnt skæni úr hrein- um kopar. Er það vafið upp og er líklega um átta fet á lengd, en eng- in ráð hafa enn fundizt til þess að rekja það sundur án þess að þynn- an fari í mola. Og nú liggur þessi merki strangi í safni í Jerúsalem, geymdur þar í öruggum kassa og látinn liggja á hreinni bómull. Um aldur þessa „handrits“ hafa menn dæmt eftir gerðinni á þeim stöfum, sem hægt er a£5 sjá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.