Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 16
r 644 ' LESBÖK MORGUNBLAÐSINS er saga hjá Saxa og urðu forlög hans þau, að hann var hengdur út af ástamálum. Þessi saga hefir ís- lcndingum verið kunn í fornöld. Snorri getur Hagbarðs aðeins, og í skáldskapar kenningum var tré eða gálgi kallað Hagbarðs hestur. Talið er að Kórmákur hafi komið að Gnúpsdal haustið 956 og er þetta því elzía heimild sem vér höfum um veggskreyting með myndum. Hún sýnir að þá hefir mönnum þótt saga Hagbarðs merkileg. enda þótt hún týndist síðar. Hún svnir einn- ig, að myndaútskurður á þiljum hefir eigi aðeins verið í híbýlum höfðingja, heldur einnig hjá smá- bændum, því að smábóndi hefir þá verið í Gnúpsdal. Sézt það á því, að dóttir Þorkels í Tungu. sem ekki hefir verið neinn höfðingi, var fóstruð þar. En þá var sá talinn virðingaminni er öðrum fóstraði barn. Eflaust hefir mvnd Hag- barðs verið skorin í þiljuna. enda þótt sumir haldi að þetta hafi ver- ið líkan Hagbarðs, og draga það af orðinu líkneski. En í sögunni af Tjörva í Landnámu má sjá að rispuð mynd, eða skorin með lín- um á flata fjöl, hefir verið kölluð likneski. Höfðingjar á söguöld hafa auið- \itað ekki staðið kotbændum að baki um skreyting hibýla sinna, og höfum vér um það tvær frásagnir. í Njáls sögu segir svo um Þor- kel hák á Ljósavatni, að hann vari í víking í Austurvegi. „En fyrir austan Balagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngalkni og varðist því lengi, en svo lauk með þeim, að hann drap finngalknið. Þaðan fór hami austnr í Aðalsýslu. Þar vá hann að flugdreka. Síðan fór hann aftur til Svíþjóðar og þaðan til Noregs og siðan út til íslands og lét hann gera þrekvirki þessi yfir lokhvílu sinni og á stóli fyrir hásæti sínu“. H*r er mvnd af manni oir konu. er bera hendur fyrir sig eins og þau vilji túlka eitthvað með þvi. Konan er með einkennilegan höfuðbúnað, sem mun vera óþekktur. Her sjást tvær láréttar línur fyrir oían myndina. Svörtu depl- arnir eru naglaför. Það er ekki sagt hverníg hann lét „gera“ þessi þrekvirki, en það hggur nokkurn veginn í augum uppi að hann hefir látið gera mvndir af þeim, og að þessar myndir hafa verið útskornar. Nákvæmasta frásögn af þcss konar húsaskrauti höfum vcr í Laxdælu. Þar segir frá því að árið 981 fór Ólafur pá utan til þess að sækja sér húsavið og fékk að höggva hann í skógi Hákonar Hlaðajarls, þar sem hann var beztur. Ólafur kom út sumarið eftir. „Það sumar lct Ólafur gera eldhús í Hjarðarholti, meira og betra en menn höfðu fyrr scð. Voru þar markaðar ágætar sögur á þilviðinum og svro á ræfrinu. Var það svo vel smíðað, að það þótti miklu skrautlegra, er eigi voru tjöldin uppi“. Að liðnum vetri helt Ólaíur h’-úðkaup Þuríðar dóttur sinnar og Geirmundar. „Það boð var allfjöl- mennt, því að þá v’ar algert eldhús- ið. Þar var að boði Úlfur Uggason og hafði orkt kvæði um Ólaf Höskuldsson og um sögur þær, er skrifaðar voru á eldhúsinu og færði hann þar að boðinu. Þetta kvæði er kallað Húsdrápa og er vel orkt“. -tf- Sagan segir að Ólafi hafi byrj- að vel heim frá Noregi og hefir hann þvú komið heim um v’orið eða snemma sumars 982. Hann kom skipi sínu í Laxárós og þar Ilér eru tvaer mannsmyndir m.iög sundiirleitar. Myndinni til hægri svipar til annarrar myndarinnar hér að ofan, en hin er í yfirnáttúrlegrj stærð, og eina mjaUiö, scm er sköUótt. tGæti það vcrið myud af likaui?)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.