Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS G51 felldu flökti milli áfangastaða lestanna og betluðu. Enginn skeytti neitt um þá. Þeir voru látnir sjálf- ráðir. Að vísu var útbýtt matvæl- um handa þeim á tveimur stöðum, en það voru 1500 kílómetrar á milli þessara stöðva. Kunningsskapur- inn við hvíta menn fór nú að bera ávöxt, því fleiri og fleiri kynblend- ingar fæddust. Svörtu mæðurnar uiuu skeningu losinar þegar pær áttu hvít börn. Þær heldu að þetta væri afleiðing þess að þær hefði neytt fæðis hvítra manna. Og þær ílyttu sér að sverta börnin með viöarkolum. Þær vita ekki hvern- ig á því stendur að þær verða barnshafandi. Þær halda til dæm- is að það stafi af því að þær hafi lent í sandstormi. Og þegar þær sáu sandstorm nálgast, þrifu þær fullar lúkur sínar af sandi og köstuðu á móti honum með ópum og óhljóðum til þess að verja sig. Þær voru alveg hissa á því hvernig hvíta konan komst hjá því að verða barnshafandi í sandbyljun- um, og heldu að það væri vegna þess hvað hún var göldrótt. Nú fengu villimenn spönsku veikipa og hrundu niður. Daisy Bates var á ferli dag og nótt til að hjúkra þeim. Svo kom annað verra. Eimlestarstjórar í álfunni gerðu verkfall. Og þarna, þar sem sex hraðlestir og ein hægfara lest höfðu farið um á hverri viku, átti nú að verða samgöngulaust við umheiminn. Allir hvítu mennirnir bjuggust til brottferðar til þess að dveljast í borgunum meðan verk- fallið stæði vfir. En Daisy Bates var kyrr. Hún keypti allt sem hún gat fengið af matvælum hjá þeim, sem fóru. Og svo varð allt hljótt, allir hvítir starfsmenn horfnir og engar eim- lestir sóust. í átta vikur lifði Daisy Bates á te og hafragraut og skifti jafnt á milli sín og sjúklinganna. Það var einna verst að vatnsdæl- unni hafði verið lokað. „Ég verð að viðurkenna, að þá var ég á barmi örvæntingarinnar“, segir hún. En svo lauk verkfallinu og 3. des- ember kom fyrsta lestin. Þá náði hún í eitt brauð og eitt pund af smjöri, „og aldrei hefi ég bragðað annað eins sælgæti“. Hún gaf þeim kviðfylli Hvernig voru nú kjör Daisy Bates þau 20 ár, sem hún hafðist við hjá Ooldes jarðfallinu? Hún bjó alltaf í tjaldi. Þar var ekki annað en lítið rúm, vatns- kanna og borð, sem hægt var að leggja saman. Skammt frá tjaldinu stóð bensíntunna, sem vilHmenn höfðu fundið og velt þangað um margra mílna veg. í þesfari tunnu geymdi hún bækur sínar, skrif- föng og handrit. Lítill kofi úr tág- um var matvælageymsla hennar og þar geymdi hún einnig aðrar fögg- ur sínar, sem villimenn héldu að væri töfragripir. Annar lítill kofi stóð uppi á hóli og á þaki hans sat hún oft á kvöldin og um nætur og horfði á stjörnudýrð himinsins sér til hugsvölunar. Umhverfis þessa „byggð“ var stauragirðing, og undir henni sátu villimennirnir oft tímunum saman til þess að bíða eftir henni. Aldrei gekk hún út úr tjaldi sínu öðru vísi en full- klædd og lét hina svörtu aldrei sjá sig öðru vísi öll þau ár, sem hún var á meðal þeirra. Aðkomumenn földust oft í skóg- arþykkni dögum saman, áður en þeir þorðu að ganga fyrir hana. Sumir af þessum mönnum höfðu verið allt að tvö ár á leiðinni þang- að, en þeir voru komnir vegna þess að þeir höfðu heyrt sagt frá henni. í hvert sinn er nýr hópur kom, tóku þeir sem fyrir voru á móti honum með ópum og vopnaglamri. En Daisy Bates gaf þeim brauð og te og föt, og hún reyndi að skýra fyrir þeim lög og háttu hvítra manna. Börnin hændust mjög að henni. Mörg þeirra voru munaðarlaus. Foreldrar þeirra höfðu orðið misk- unnarleysi evðimerkurinnar að fórn, þeir höfðu verið etnir svo.að aðrir skyldi lífi haldf. ÞessUbörn hefði máske farið sömu leið, ef hún hefði ekki tekið þau að sér. Hún komst að raun um pð þau voru m'ög svipuð öðrum börpum. Þau léku sér eins og önnur börn, og leikarnir voru hinir sömu, feluleik- ur, hringleikur og boltaleikur, en þá höfðu þau stóra ávaxtakjarna fyrir knetti. Flestir voru aðkomumenn mann- ætur, einkum þeir, sem kamu inn- an frá Mið-Ástralííi. Aðeins einn gamall maður, sem Myerdaín hét, hafði aldrei etið mannakjöt vegna þess að honum þótti það vont. Fyrsta boðorð Daisy við þá alla var það, að þeir mætti aldrei framar bragða mannakjöt. En þó var brugðið út af þeim boðum á bak við hana. Átta ára þurrkur Árið 1922 var vatnið í Ooldea að þ^otum komið. Á nokkrum árum höfðu verið boraðir þar 52 brunn- ar, og nú tók vatnið í þeim að verða saltblandið og þefillt. Hvít- um mönnum þótti það ekki not- hæft til drykkjar og fluttu að sér vatn með járnbrautinni langar leiðir. En hirtir innfæddu voru á sn'kjum við þornandi brunna. Um leið og þessi vatnsskortur varð, hófst eitthvert hræðilegasta þurrkatímabil í sögu Ástralíu. Og þessir þurrkar stóðu samflevtt í 8 ár. Allan þennan tíma varð Daisy Bates að sækja vatn um 12 kíló- metra leið og rogast með það í steikjandi hita. Hún var rúmlega sextug þegar þurrkarnir hófust og var nær sjötugu er þeim lauk. Fyrst bar hún vatnið í-tveimur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.