Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBL'AÐSINS 263 Reynt að selja búslóð fyrir mat. hjelt áfram. Hungrið hafði sljóvg- að tilfinningarnar. Hún varð líka að hugsa um drenginn sinn. Búast mátti við, að hann dytti um koll þá og þegar— og loks sjálf hún, vonlaus og hjálparvana. Litla stúlk- an varð eftir og háði sitt dauða- stríð yfirgefin af öllum. — Furðulega margar raunasögur hafa gerst í þessum eina bæ á skömmum tíma. Maður einn á þrí- tugs aldri hefur hafst við um tíma í afkima á götu úti. Hann er holda- laus og blásnauður orðinn eftir bar- -áttuna við hungurvofuna. Aleiga hans er telpa tveggja ára og fata- garmar, sem enn hanga á kroppn- um. Þegar alt var til þurðar geng- ið seldi hann konuna sína fyrir sextán krónur. — Annar maður nokkru eldri. Hann er kinnfiskasoginn. Augna- tóftirnar eru óhugnanlega stórar og djúpar. Hungrið hefur sorfið af honum alla vöðva. Hann heldur á veikum dreng á handleggnum, á að giska þriggja ára gömlum. Tveir synir hans hafa orðið viðskila við hann. Hann veit ekki, hvað um þá hefur orðið. Þeir eru ef til vill báðir fallnir í valinn. Dóttur sína og konu seldi hann sama manni. Konan fyrirfór sjer sama dag og kaupin fóru fram. — Tvo drengi tókum við að okk- ur í bili, bræður þriggja og átta TJtburður. klukkan níu árdegis, var maturinn tilbúinn, þykkur grautur úr grófu hveitimjöli. Fólk á öllum aldri, frá áttræðum gamalmennum til árs- gamalla barna, hefur beðið eftir því í 24 klukkustundir að fá tvær eða þrjár ausur af þessu hnossgæti í skálarnar. Enn stendur þetta mjer f sjónum, eins og hefði þaS . gær, en ekki fyrir mörgum árum. — Umferðin hófst snemma á göt- unum. Það svaf ekki yfir sig alt þetta fólk, sem svaf á gangstjett- unum og í krókum og kimum. Tóm- ur magi er órólegur hvílunautur. — Tveir drengir, sex og átta ára, hjeldu altaf saman. Ekki voru þeir skyldir. Aðstandendur höfðu horfið þeim og urðu þeir að bjargast á eigin spýtur. — Margt aðframkominna manna fluttum við inn í hofið, á „sjúkra- deildina“. Raunverulega var enginn þessara sex hundruð manna heil- brigður. Meðal þeirra var ungur maður. Við fundum hann í einhverj -um afkimanum veikan af sulti. Hann var fljótur að ná sjer. Það gladdi okkur svo mjög að við höf- um ekki gleymt honum. Þó reikaði hann eins og' drukkinn maður, er við kvöddum hann síðast. Gamlar konur voru margar í okk -ar mötuneyti líklega af því, að þeim var síst liðsint. Ein þeirra, ára gamla. Þeir voru búnir atf missa foreldra sína og þrjú systkini. — Einn morguninn lá ellefu ára gamalt barn fyrir utan dyrnar hjá okkur — liðið lík. Ómögulegt reynd -ist að vita hver ætti það. Al- gengt er að fólk helli vatni fyrir utan dyrnar hjá sjer að kvöldi, til þess að enginn geti lagst þar fyrir. Það var oftast eftir nóttina að dáið fólk fanst hjer og þar á götunum. Lögreglan seldi beiningamönnum líkin í hendur. Þeir fengu fataræfl- ana fyrir að sökkva þeim niður í skotgrafirnar, fyrir utan borgar- virkin, og moka yfir. ÞAÐ TÓK sinn tíma, að stjórnar- völd sýslunnar tækju rÖgg á sig. En eftir það var matgjöfum út- hlutað til nokkurra þúsunda manna einu sinni á dag. Kristniboðssam- bandið og fáeinir einstaklingar lögðu til nokkurt fje. Útbýttum við einni máltíð á dag til um það bil sex hundruð manna. Við fengum stórt hof til umráða og höfðum fjórtán aðstoðarmenn kristna, sem ekkert tóku fyrir ómak sitt annað en fæðið. Þegar jeg kom þangað á morgnana voru þeir búnir að sækja yfir fjörutíu ferðir af vatni, kljúfa eldivið og farnir að kynda undir pottunum. Þeir voru stórir og víðir eins og skyrsáir. Að þremur klukkustundum liðnum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.