Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 259 hvað fólk heyrði illa til ferða okk- ar, og urðu oft að því nokkrar taf- ir, einkum þegar menn voru með hesta. Götur og vegir voru víða svo mjóir þá, að vagninn tók, á pörtum, næstum alla götuna. Ekki lá þetta, sem nú munái nefnt stirfni eða kæruleysi, í því, að fólk vildi á nokkurn hátt tefja för okkar. Að nokkru leyti lá það í því, að vagn- inn rann hávaðalaust, þar sem veg- ur var mjúkur, en að öðru leyti í því, að þó að fólk væri búið að koma auga á okkur æði spöl að baki sjer, þá varaðist það ekki, hve fljótt okkur bar yfir. Þessi hraði í ferða- lagi okkar var algjör nýung, eins og farartækið, sem við vorum í. Ward hafði því í hyggju að finna hjer til nokkurt ráð, sem úr bætti, og varð smáatvik, sem kom íyrir okkur á götu í Reykjavík, til þess að flýta fyrir þessum umbótutn. — Skal nú, í sem fæstum orðum sagt frá því broslega atviki. Kerlingin með vatnsfötufta. Dag einn þurfti Ward að fara fram að Nesi við Seltjörn, í fisk- kaupaerindum við Guðmund heit- inn, bónda þar. Þegar við komum á Vesturgötuna nálægt Hlíðarhús- um, sjáum við hvar standa tvær vatnskerlingar utan við veginn norðanmegin, en vatnskerlingar voru þær konur kallaðar, ungar sem gamlar, sem báru vatn í hús. Önnur hafði sett af sjer fullar íöt- ur í grind á miðja götuna, en hin var með sínar fötur tómar hjá sjer. Konur þessar hafa sjálfsagt rætt um daginn og veginn — eða veðrið, því loft var þungbúið og seig að væta. — Hestarnir fóru á hröðu brokki, þar eð enginn var sjáan- legur á götunni, svo langt sem sást. Þá var Vesturgatan svo mjó, ac ekki var hægt að komast fram hjá fötunum, árekstrarlaust, þar sem þær voru á götunni miðri. Ward dró ferð af hestunum ef vera kynni að föturnar yrðu fjarlægðar í tíma. en það sáust engin merki þess, að eigandi þeirra teldi þess neina pörf. Hjer var því um tvent að velja, annað það að halda kyrru fyrir þar til konurnar væru búnar að tala út, eða að freista þess að komast fram hjá svo að sem minst yrði tjón að. Ward tók síðari kostinn, fór svo utarlega sem hægt var, án þess að vagn og hestar hröpuðu út af veg- inum, en þetta dugði ekki til, innra hjól vagnsins skar sundur þá fötu, sem nær var vagninum og slysið var orðið. Ward varð strax var þess, sem skeð hafði og kyrði hestana, og stóð nú ekki á gömlu konunni. Á svipstundu er hún komin að vagninum og er nú öllu gustmeiri en hún sýndist vera utan vegarins, þrífur hina illa leiknu fötu, veifar henni svo, sem hún ætlaði að láta okkur njóta hennar til fulls, með því að senda hana til okkar upp í vagninn. En þá varð hún þess vör, að vatnsleki var eftir í lögg föt- unnar, tvíhendir hún hana og send- ir þennan vatnsseitil á okkur og hrópar um leið og hún mundar ræfilinn af fötunni: „Viljið þjer gjöra svo vel og borg’ ’ana.“ Þetta var tvítekið. Jú, segir Ward, með sinni alkunnu ró, seilist með hægri hendi niður í vagninn við fætur okkar, tekur þar upp nýja vatns- fötu, af sömu stærð og gerð, sem sú er ónýttist, og rjettir konunni þegjandi, slakar á taumunum og vagninn rennur af stað. Konan tekur þegjandi við föt- unni, horfir ýmist á hana eða okk- ur, og jeg, sem ekki hafði annað að gera en sjá og heyra það, sem fram fór, gleymi aldrei andliti kon- unnar, þar sem hún stóð í sömu sporum. Út úr því skein í senn undrun, ótti og lotning. — Meðan þessi viðskifti fóru fram milli Wards og konunnar, fjellu fyrstu regndroparnir. Ekki get jeg með vissu sagt, hvað konan hefur hugs- að, en ósjálfrátt datt mjer í hug, þegar jeg leit til baka, og við höfð- um farið smáspöl og jeg sá, að konan stóð enn í sömu sporum, að hún hafi hugsað eitthvað á þessa leið: Þetta hefur víst verið einhver Elía, á leið til himna í vagni sínum, og hefur haft þessa fötu með sjer svona til varúðar, ef rigningin næði honum. Og nú er farið að rigna, og jeg hef orðið til þess að svipta hann þessu björgunartæki. Guð gefi hon- um góða ferð. Hjer hefur skeð kraftaverk! En þetta með fötuna í vagninum var einfaldara en gamla konan mun hafa hugsað. Nokkrum dögum áð- ur en ævintýrið á Vesturgötunni gerðist, ljet Ward mig kaupa þessa fötu til að hafa í vagninum, svo að fljótlegt væri að vatna hestunum, t. d. í Kópavogslæknum, þegar mjög heitt væri í veðri. Þetta var handhægara en að spenna hestana frá og vatna þeim á þann hátt. Bjöllur settar á aktýgin. Fáum dögum seinna voru festar nokkrar silfurlitar kúlur á ak- tygin, og hringdi allskært í þeim, þegar hestarnir voru á ferð. Aldrei talaði Ward síðar um þetta atvik, en oftar en einu sinni kom fyrir, að hann eftir langa þögn, veifaði hend- inni og kallaði upp: „Viljið þjer gjöra svo vel að borg’ ana“, og segir þetta jafnoft og vatnskerlingin sagði þessi orð á sínum tíma. Þessar upphrópanir Wards, enduðu í góð- legum og græskulausum hlátri. Að þessi orð gömlu konunnar urðu Ward svona minnisstæð, hygg jeg að hafi stafað af því, að svo sjálf- sagt hafi hann talið að borga föt- una, að engar áminningar hafi þar um þurft. Um það hefðu heldur engir menn efast, sem þektu Ward, en gamla konan þekti hann ekki. Hún krafðist greiðslu án þess að láta sjer detta í hug, að sökin væri Frh. á bls. 265.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.