Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 8
260 ■TffT" ' LESBOK morgunblaðsins Ölafur Ölafsson: Horfst í augu við hungurvofuna í norflurhluta Kina cr nú hræðilcg; hungursucvð. afieiðing af uppskcru- brcsti «g borgarastyrjöld. IVIcnn eiga bágt mcð að gcra sjcr grein íyrir þeim hörmungum, þar sem miljónii manna svelta og engin ráð virðast til bjargar. Lcsbók hefur því fcngið eftirfarandi Irsingu á því, þcgar hungurvofan l'er yfir Kina, hjá Ólafi Ólafssyni kristniboða, cn hann kyntist þeim hörmungum af eigin raun, þegar liann var kristniboði þar cystra. .... ÞEGAR veður var bjart og skygni gott, sást fjallabláminn yfir nágrannahjeraðinu. Önnur tak- mörk virtust sljettunni ekki sett. Frá borgarvirkinu sást reykur stíga upp frá hundruðum smáþorpa. — Leit út fyrir, að þeim hefði verið stráð af handahófi um sljettuna Níutíu af hverju hundraði fylkis- búa eiga heirna í þorpum og lifa af akuryrkju. Nokkuð hefur verið plantað af trjám í þorpunum til efniviðar, ávaxtatrje ýmiskonar og mórberjatrje handa silkiorminum. Sjeð úr fjarska lita þorpin út eins og skóglundar, mjög til prýði á sljcttunni. Þeim er fátt annað gefið til fegurðarauka. — Að öðru leyti er fylkið að heita má skóglaust. Fimm sinnum á ári skiftir sljett- an lit. Tvisvar er hún gulbrún auðn eftir plóg og herfi. Tvisvar á ári græn af nýjum gróðri, snemma vors og síðla sumars. En h\rít á vetrum. „Þa þykir vel ára, komi snjóföl sjö sinnum á vetri,“ sögðu bændurnir. En snjór liggur aldrei lengi. Vetr- arhveitið þohr það verst, þegar þurrir vrndar blasa vikum saman yfir auða jörð. Sje urkoma hæfileg cr öllu borgið. Nóg er sólskinið hjer á sama breiddarstigi og Miðjarðar- hafið. Hjer heyrist aldrci sagt „blessuð sólin“. Svo eru ménnirnir vanþakklátir, eð lun mestu gæði eru einatt htils tnetm sjeu þau ríflega útilátin. Fegurst er sljettan undir það að uppskera hefst. Þá er hún svo heill- andi fögur að hafið eitt kemst í samjöfnuð. Þegar hvert strá er orð- ið mannhæðar hátt, og sje axið ekki því þyngra og beygi það mikið, eru vegir og gangstígir, með allri sinni miklu umfcrð, sokknir í ljósgula kornmóðu, sem gengur í bylgjum fyrir hverri vindhviðu og glampar á í sólskini eins og lýsigull. Þá er sigðin brýnd. Menn ganga að uppskeru, allir, sem vetlingi gcta valdið. Beiningamenn og fátæk- lingar tina axaslæðing á cítir korn- skurðarmönnunum, cnda leyft það samkvæmt ævafornri venju. — I Móselögum er ákvæði í sömu átt, svo hljóðandi: Og er þjer skerið upp jarðargróður yðar, þá skalt þú eigi skera akur þinn út í hvert horn, nje heldur skalt þú tína eftir- tíning uppskeru þinnar. Og eigi skalt þú gjörtína vingarð þinn, njc heldur tína upp niðurfallin ber í vmgarði þxnum. Þú skalt skilja það eftir handa fátæklingum og ut- lendingum. — III. Mós. 19. Kornbundin eru ílutt á vognum cða borin heim á þreskivelli. Þar er korninu siðan mokað í háa hauga með rekum og loks látið í poka eða byrður. Ein uppskera á ári nægir ekki til að afstýra skorti meðal almenn mgs. Eftir hveitiuppskeruna, 1 lck maímánaðar, eru akrarnir viðstöðu Úlafur Ólal'ssou. -laust plægðir og í þá sáð maís, hirsi og gáliang. Þá eru einnig baðmull og sætar kartöflur einn aðalhluti haustuppskerunnar. Ekkert af þessu má bresta. Mill- jónir manna eiga líf sitt undir því. Framleiðslan er raunverulega jafn einhæf og sums staðar hjer á landi við sjávarsíðuna. Ekkert má út af bera. Kjötfrainleiðsla er sáralítil. Mjólk óþekt, nema sem meðal. Fisk ur mjög af skornum skamti. Kínverjar hafa lært það af langri reynslu, að akuryrkjan er svo arð- vænleg, að þeir geta helst ekkí sjeð af neinu landi undxr gras. í því felst lausn þeirrar ráðgátu, hvernig þetta eina land getur brauðfætt fimta liluta mannkynsins. Væri Kínasljettunni breytt í graslendi, mundu fjórir fimtu hlutar íbúanna verða að flýja land og leita sjer lífsviðurværis annars staðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.