Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 2
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gerði út það sumar, en þeir dagar gáfu mjer ekki tilefni til neinna kynna við hinn enska útgerðar- mann. Nokkrum sinnum sá jeg hann þá, cn það var heldur ekki meira. Ekki gat jeg þá fengið lof- orð um áframhald á vinnu þar, enda nóg framboð af fullþroska mönnum, en jeg aðeins unglingur. Varð jeg því að leita eftir vinnu á öðrum stað, og fjekk jcg hána og hafði sumarlangt, svo og vorið eft- ir, þ. e. voríð 1900, til maíloka, en þa var sú vinna þrotin og jeg vinnu laus. Besí ad fara að breiða. Þá var það fyrst í júní, að jeg reika snemma morguns suður á Möl. Var þá vinnufólk Wards ný- byrjað að breiða fisk, því veður var fágurt og þurkur góður. Jeg staldraði við hjá konu einni, sem breiddi af kappi. Eitthvað inti hún mig eftir því, hvort vinna sú væri búin, er jeg hafði haft, og kvað ieg svo vera. í þessum svifum bar Ward þar að, víkur sjer að konunni og spyr: — Vantar þenna mann vinnu? Konan segir svo vera. Best að fara að breiða, segir Ward og gengur á burt. Ekki ljet jeg segja mjer þetta tvisvar og gekk þegar til vinnunnar. Þegar Ward talaði íslensku, not- aði hann mikið orðið best, begar hann ætlaði sjálfur, eða vildi láta aðra framkvæma eitthvað, t. d. þetta: Best að sækja hestana, best að fara inn að borða, best að fara til Reykjavíkur, best að fara hcim að sofa, o. s. frv. Frá þeim degi var jeg á vegum Wards þetta sumar út, eða þar til hann sigldi til Englands um haust- ið. Nokkra fyrstu dagana var jeg við fiskvinnu, en von bráðar varð mitt aðalstarf ýmiskonar umsýslan við hesta hans. Ward átti þrjá reið- hcsta; einn var sótrauður með blesu, stór hestur og iríður, vakur vel og viljagóður, og reið hann hon- um sjálfur jafnan þegar hann fór til Rcykjavíkur, sem oft bar .við. Hinir hestarnir voru, brúnn, sem hann nefndi Tommý, viljaharður klárhestur, og Gráni, vakur, cn viljadaufari. Sá niaður, sem fyrst kom mjer að þeim starfa að hafa eftirlit rneð hestum V/ards, var Þórarinn Egils- son, sem þá var yfirmaður lijá hon- um. Við Þórarinn höLðum báðir gaman af hestum þá. og vissi hann frá mörgum undanlörnum sam- veruárum okkar á því sviði, að mjer myndi ekki sá starfi óljúfur. Fyrsti Ijettivagn á Islands. Ein af nýungum þeim, sem Ward kom með til Hafnarfjarðar, var sú, að hann fjekk frá Englandi ein- eykiáfólksvagn, sem hann strax ljet breyta í tvíeykisvagn, en rúm- aði aðeins tvo menn. Ekilssætið bar nokkru hærra, en það annað sæti, sem hann ljet útbúa, og var það á vinstri hönd þess, sem ók. Framan við sætin var svo vagnrúmið sjálft. með hliðarbríkum, og var þar ekki mikið rúm nema fyrir fætur þeirra, sem í vagninum sátu. Framan við þetta vagnrúm var svo vagnhlífin, og tók hún nokkurn gust af beim, sem í vagninum voru, og varði þá einnig slettum undan hestafótun- um. Þessi vagn var með háum hiól- um, grönnum en sterkum, og því mjög ljettur í drætti fyrir tvo dug- lega og viljuga hesta, enda kom það sjer vel, því Ward kunni betur við, að tíminn væri ekki mjög langur, sem færi 1 ferðalög, og drep jeg máske á það síðar, hve langan tíma hann tók að fara milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur í vagni sínum. Svo var það dag einn snemma, að vagninn er fullbúinn, jeg var látinn sækja tvo af hestum Wards, þá Tommý og Grána, og skyldi nú reynt, hvort hægt væri að tjónka við þá íyrir fólksvagni. Ward legg- ur sjálfur aktýgin, ný og skrautleg, á hestana. Að því búnu beitir hann þeim fyrir vagninn, stígur upp í, tekur vagnsvipuna úr slíðrinu, en taumana í báðar hendur, og gefur hestunum merki um að íara af stað. Þá rann upp það stóra augnablik fyrir þá, sem þarna voru nærstadd- ir, og fylgst b.öfðu með þessum undirbúningi, að þeir sæu vagninn renna af stað, því það eíaðist ^ng- inn um að hann færi af stað, en um hitt voru margir uggandi, hvernig því ferðalagi myndi lykta. Flestir, sem þarna voru, töldu þetta glap- ræði, að beita tveim öldum reið- hes'tum fyrir vagn, sem menn ættu að sitja í. Þeir óttuðust, að hest- arnir fældust, brytu vagninn og stórsiösuðu manninn eða jafnvel dræpu. Þeir fáu vagnhestar, sem fólk á þeim tíma hafði kynni af, voru ekki neinir gæðingar, heldur þungir og stirðir, og helst taldir óhæfir sem reiðhestar sakir vilja- leysis eða annara ókosta, og þó gátu þeir hestar fælst, slitið alt af sjer og brotið. Hvað mundu þá þessir hestar gera, margaldir gæðingar? Ilestarnir æfðir fyrir vagni. En hjer fór alt betur en fólk bjóst við. Hestarnir fældust ekki, en voru nokkuð kvikir og óvissir í rásinni fyrsta spölinn. Vegarspotti sá, sem Ward þjálíaði hesta sína á, var að nafninu til lagður vegur, og lá milli Egilsenstúns og Undirham- arstúns, og voru bæði girt háum grjótgörðum. Einhverntíma bafði steinaröð verið lögð í brúnir bessa vegar og eitthvað ofan í hann borið, en alt var þctta að mestu sokkið í jorð, og grjót stóð allvíða upp úr miðjum vegi, svo að góður vegur gat hann ekki kallast. Vegur bessi takmarkaðist að sunnan af Hamr- inurn, bröttum og stöllóttum, og lá slóðin yfir Hamarinn miklu vestar en vegurinn liggur nú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.