Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 4
266 LESBÓK MORGUNBL &ÐSINS hana fór, og var sá hávaði, sem við það varð, ærið tilefni þess, að hest- ar, sem drógu þarna vagn í fyrsta skifti vrðu hræddir, og jafnvel fældust, en hestar Wards fældust ekki. Þegar að bjrúnni kom, sem yfir lækimj' lá, kom í ljós, að hún var of mjó fyrir þetta farartæki, og var því aðéms ein leið opin, að fara yfir lækinn ofan við brúna, í smá skarð, siéhn var þar í hraunið. Þegar sýnt var að brúin rúmaði ekki vagn inn, keyrði Ward hesta sína ofan í lækirín, sem rann þar þröngt og niðurgrafinn, en bratt upp úr að norðan. Þegar svo hestarnir rvktu vagninum upp úr læknum, bilaði festing á lægra og óæðra sætinu, og fell það aftur af vagninum ofan í lækinn; og þar með drengur sá, sem á því sat og Ward hafði tekið með sjer til Reykjavíkur í þessa fyrstu ferð á vagni. Ekki sakaði þetta drenginn, hann bara vöknaði, hafði fataskifti í flýti, og var ferðinni svo haldið áfram. Eftir þessa fyrstu ferð Wards, til Reykjavíkur í vagni, en það var í fyrsta skipti, sem fólksvagn rann þá leið, og það gekk að öllu leyti vel og tafarlaust, var hið lægra sæti endursmíðað og betur frá gengið, ívo ekki skyldi oftar svo fara, serrt í læknum í fyrstu ferð- inni, — en með vagninn var ekkí oftár farið yfir lækinn, heldur hest- ar spentir frá norðan lækjarins, og vagninn skilinn þar eftir, þar til næst var farið,- og svo var það tvær eða þrjár fyrstu ferðirnar, en síðan Var valinn annar staður, sem þótti örtiggari vagninum milli ferða. — Enginn má skilja orð mín svo, að ekki hafi á þeim árum verið al- geríéga hættulaust að skilja eftir hvar sem var í Hafnarfirði, hvort heldur var þennan vagn eða aðra rmmi manná, ef það bara hindraði ekki Uirtfeíð- um þessa einu götu, sem þar var þá til. Þá þektist ekki sú skemdarstarfsemi, sem nú er víða orðin að ískyggilegu böli, sem oft veldur tjóni og jafnvel slysum. Þetta, að vagninn var ekki látinn vera nema fáa dsga suður við læk- inn, var vegna þess, að svo þröngt var þarna á löngum kafla, eða norð- an frá Linnet og suður að læk, að hvergi var hægt að hafa hann þar svo, að hann stæði ekki að ein- hverju leyti út á veginn, og óttaðist Ward aðallega, að hestar, sem menn fóru með um veginn, því þá fóru menn enn skreiðarferðir um Hafnarfjörð, fældust þetta undar- lega ferlíki. Mun nú bráðlega að því vikið hvar vagninum var valið stæði og hver þá gerðist óumbeðið eftirlitsmaður hans og verndari þá daga, sem hann var ekki í notkun. Ævintýrið — að aka til Reykjavíkur. Þá var það einn bjartan og heit- an morgun, að jeg kem með vagn- hesta Wards, sem mjer hafði verið sagt að sækja, og sat hann þá fram- an við húsið sitt og naut veður- blíðunnar og útsýnis yfir spegil- sljettan f jörðinn og umhverfi hans. Þetta útsýni hreif oft hug hans, það vissi jeg, þótt hmn bæri ekki mikið mál í það. Þegar jeg kom með hest- ana stendur Ward upp af sæti s:nu gengur að hestunum, sjer, að þeir eru sveittir og segir: — Þú ríður svo fjarskalega hart, og sagði hann þetta með miklum alvörusvip, en í augum hans sá jeg góðlátlega gletni, sem jeg var búinn að læra að þekkja. Jeg sagðist ekki hafa farið hart, en þetta væri bara af of miklum hita. Þá breyttist svipur Wards, hann styður annari hend- inni á öxl mjer og segir: — B$st að koma með til Reykjavíkur í dag. Fyrir mjer var þetta svo stórt augnablik, að jeg þurfti nokkra stund til þess að átta mig á, hvað hjer var að gerast. Þetta, að fá að fara til Reykiavíkur með mr. Ward, sitjandi við hlið hans í vagni, «em tveir gæðingar hlupu fyrir! Það munaði víst litlu, að jeg grjeti af gleði. Svona tók unglingur daga- mun fyrir fimtíu árum. Eftir þenna boðskap Wards hrað- aði jeg mjer heim, sagði móður minni þessi stórtíðindi, brá mjer í sparifötin, sem ekki voru tekin fram daglega og flýtti för minni þangað, sem Ward beið með vagn og hesta. Stigum við svo á vagninn og var ekið vestur götuna og upp úr firðinum. Þegar upp á háhraunið kom, gaf Ward eftir á taumunum, því auðvitað ók hann sjálfur, en jeg sat í lægra sætinu og var því rjett- ur og sljettur „undirsáti“. Jeg sá þegar á taumunum slak- aði, að brátt myndi ferðin aukast og varð sú raun á, því að á nokkr- um fyrstu föðmunum voru hest- arnir að heita mátti komnir á fulla ferð. Jeg varð höndum seinni að þrífa af mjer húfuna, því satt að segja ægði mjer þessi ógnar hraði Jeg var nokkuð vanur góðum hest- um og því vanur harðri reið, en upp í svona farartæki hafði jeg ekki komið fyr og varð nú bara hálf- hræddur, en þetta var líka í fyrsta og síðasta skipti sem jeg var það, því jeg sá, að stjórnin var alveg örugg. Ward ók oftast berhöfðaður og venjulega snöggklæddur, þegar gott var veður, sem oftast var þetta sumar. Altaf virtist liggja mikið á. í þessu sambandi get jeg þess hjer til að sýna, hve hart var farið, að fyrstu ferðirnar, sem jeg fór með Ward til Reykjavíkur, ætlaði hundur, sem jeg átti þá, snöggur og frár, að fylgja okkur, en inst á Flatahrauni sneri hann aftur og var þá orðinn svo langt á eftir, að jeg sá hann varla, enda kom naumast fyrir að við værum nema hálfa klukkustund á milli, ef ekkert kom sjerstakt fyrir, sem tafði, en það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.