Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 12
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í hofgarðinum. Ólafur Ólafsson kristniboði i kinverskum búningi (til hægri) sjer um matvælauthlutun. sem ekki gat gengið, sat altaf og mjakaði sjer áfram, en sægur af flugum sló hring um hana. Jeg hef fátt átakanlegra sjeð. — Fjölskyldur reyndu að halda hópinn í lengstu lög. Jeg minnist einnar sjerstaklega. Konan hjelt á brjóstbarni tveggja ára gömlu. — Maöurinn hennar haíði verið lengi veikur, en þó bar hann dreng á öðru ári. Þrjú eldri börnin þeirra þrifust vel á grautnum hjá okkur. 'Stærsti drengurinn og amma barn- anna höfðu dáið samdægurs nokkr- iun dögum áður en fjölskyldan kom til okkar. Afi barnanna, maður um sjötugt, hjelt altaf á burðarstöng um þvera öxl. Fatadruslur hengu á öðrum eiida stangárinnar, en pott- ur og nokkur ilát á liinuin. Lögregluþjónar standa við hlið hofgarðsins og varna þeiin inn- göngu, er ekki hafa aðgöngumerki okkar. Hóparnir fyrir utan eru auð- vitað alveg eins þurfandi, en hjálp- arviðleitni okkar er aí vanefnum gerð. Þegar matur er framreiddur sit- ur fclkið í löngum, tvöföldum röð- ^ wn og snýr bókum saman. Matur- inn er borinn í skjólum milli rað- anna. Úr þeim er svo ausið í skál- arnar. Hverjum skamti fylgdi einn graslaukur og þótti mikið lostæti. Er frá leið urðum við að opna sjerstaka sjúkradeild, með talsvert bættum kjörum. Þetta spurðist brátt. Hópaðist nú til okkar svo margt veikt og dauðvona fólk, að til vandræða horfði. Sýkingarhætta var svo mikil, að aðstoðarmennirn- ir veiktust hver á fætur öðrum, allir nema tveir. Það fell auðvitað í okkar hlut að sjá um greftrun allra, er þarna dóu. En þeir voru alls 89 á tveimur mánuðum. VIÐ urðum að hætta matgjöfum samtímis og bæjaryfirvöldin. Eti við vildum ekki láta íólkið fara frá okkur alveg tómhent. Heimkoman hlaut að verða því erfið. Al'rjeðum við því að útbýta peningum, sem við höfðum aílögu. En því íylgdi mikil áhætta. Við höfðum nokkur liundruð nýslegna siifurdollara. — Slík úthlutun gat jaínvel valdið uppþoti. Lokadaginn, a meðan á síðustu máltíðinni stóð, læstum við aðal- innganginum með slagbröndum, en opnuðum mjóar bakdyr. Lögreglu- þjónar heldu vörð fyrir utan þær, en aðstoðarmenn litu eftir að alt færi skipulega fram í hofgarðinum. Og nú var fólkið látið fara út, sex hundruð manns í röð. Fullorðnu fólki afhentum við tvo dollara, en börnum einn. Fór þetta fram með bestu reglu og vakti óvæntan fögn- uð. VERKI okkar var lokið og ekki annað eftir en að hypja sig heim. En á því urðu talsverðir erfiðleikar. Hefðum við vel mátt sjá það fyrir. Múgur og margmenni hafði þyrptst að úr öllum áttum. Það hafði borist á milli þess, eins og eldur í sinu, að kristniboðinn úthlutaði silfri og ljeti engan tómhentan frá sjer fara, ekki einu sinni börn. Lögregluþjónar ætluðu að hjálpa okkur til að komast út um bak- dyrnar, en við urðum að snúa við og vorum fegnir að sleppa aftur heilir á húfi inn í hofgarðinn. — Færra fólk var nú fyrir utan aðal- innganginn, enda ekki annars völ ímynd úrræöalejsis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.