Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 RIÍ..M-! Húseignir Þorsteins Egilson á Hamarskotsmöl. Fljótt á litið virtist þetta óálit- legt tamningarsvæði, en við náaari athugun var það að því leyti gott, að hestar voru þar í nokkurri sjálf ■ heldu, þótt þeir fældust, og gátu tæplega langt hlaupið. Þetta sá Ward og hefur áreiðanlega pess vegna valið þennan blett. Bráðlega slakaði Ward á taumhaldinu og ijet hestana fara að greikka sporið, og eftir nokkrar ferðir fram og aftur ljet hann þá fara í hálfum hlaup- um. Þegar æfingar þessar höfðu staðið yfir í" nálega eina klukku- stund, taldi Ward hestana svo ör- ugga, að óliætt væri að leggja út á nýar brautir, og ók samdægurs til Reykjavíkur. Oft hef jeg síðan með sjálfum mjer líkt Ward þessa stund, sem hann kendi hestum sínum að draga vagn, við hina fornu rómversku kappaksturssveina, þrátt fyrir ólík- ar aðstæður, þar sem þeir stóðu uppi í vagni sínurn, knýjandi áf ram eldfjöruga og oft oísalega hrædda hesta, hugsandi um það eitt að sigra. Enn sje jeg Ward þennan sumarmorgun fyrir 50 árum, þar sem hann stóð uppi í vagni sínum því hann notaði þá ekki ekilssætið, berhöfðaðan, frakkalausan, í fjór- hneptu vesti, aðeins efsti hnappur hneptur. Úrinu brugðið undir buxnastrenginn vinstra megin, en á strengnum, móti úrinu, hjekk stór gullhringur, svo stór sem stærsti lyklahringur, en á hann voru dreg- in fingurgull af ýmsum gerðum, signet og aðrir smáhlutir af dýrum efnum. Þessa stundina var Ward farið líkt og þeim rómversku, hann hugsaði um það eitt að sigra — sigra hesta sína, og honum tókst það fullkomlega. , Svo mikla undrun vakti þetta tiltæki Wards hjá fólki, sem í ná- lægð var, og það þótt við vinnu sína væri, að mörgum fell verk úr hendi, og þeir störðu undrandi og margir óttaslegnir á þessar aðfarir. Þótt þetta íólk bæri ekki mikið skyn á iðju Wards þessa stundina, gátu allir verið sammála um það, að hjer var enginn viðvaningur að verki, svo óskeikull var hann og öruggur í öllum handtökum, og hestarnir virtust hlýða honum skil- yrðislaust. Þeir vissu, að valdið var hjá manninum. / Farartálnii innanbæar. Þegar til Reykjavíkur var farið úr suðurfirðinum, lá leiðin um svipaðar slóðir og Strandgatan er nú. Sunnan lækjarins var Mölin, og var enginn lagður vegur yfir hana, og var því ýmist farið upp við sýslumannstúnið, ef sæmilega þurt var um, eða þá eftir Mölinni, alt sunnan frá bakaríi, og nyrst á Malarenda, en þar var brú á lækn- um, rjett sunnan við, þar sem nú er Lyfjabúð Hafnarfjarðar. Mölin var laus og þung hestum og tók þeim víða í hófskegg. Nú hringlaði í henni og brakaði undan hjólum þessa fyrsta fólksvagns,* sem yfir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.