Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 12
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en hann veiktist hafði hann ver- ið mikill fyrir sjer um dagana, og hann átti bróður, sem var alveg eins. Þessi bróðir hans kom til mín og bað mig að segja sjer satt og rjett um það hvort hinn mundi hafa það af. Jeg sagði honum í trúnaði, að líklega mundi bróðir hans vera dáinn eftir sex vikur. En í stað þess að þegja um þetta fór hann nú rakleitt til bróður síns og sagði honum frá þessu, af því að hann taldi að hann ætti að fá að vita það. Sjúklingurinn komst í á- kafa geðshræringu er hann heyrði að hann ætti að deya, og jeg ætlaði að komast í vandræði með að sefa hann. En þegar að lokum leið sætti hann sig ekki aðeins við tilhugs- unina um að deya, heldur fanst honum það sem ævintýr á borð við ýmis önnur, sem hann hefði lent i um ævina. Og hann dó án nokk- urrar þjáningar á líkama eða sál. Dr. Slafford Warrcn, forstjóri Atomic Energy Medical Research og formaður fyrir Radiologic Safety Section við kjarnorkutilraunirnar hjá Bikini. Jeg held að Osler hafi haft rjett fyrir sjer. Menn og konur, sem flestir mundu ætla að fellu í stafi við váveiflega hluti, eru oft stilt og róleg á dauðastundinni. Dauðinn hlýtur að hafa ein- hverja fróun með sjer. Á þeim 20 árum sem jeg hefi fengist við alls- konar lækningar, hefi jcg sjaldan orðið var við ótta á dauðastund- inni. Sjúklingarnir taka þá rólcg- ir því sem að höndum ber, eins og það komi þeim ekki við. Ótti við dauðann er aðallega hjá ættingj- um þess, sem er að skilja við. Oft gerir merkileg sjálfsfórnar- livöt vart við sig hjá deyandi mönn- um. Margir arflciða mig að líkama sínum ti! bess að jeg gen rann- sólinir a honmn, er maetti verða til góðs fyrir mannkynið. Og sumir vilja fórna sjer á meðan þeir eru enn á lífi. „Jeg á nú ekki langt eftir“, eru þeir vanir að segja, „en ef til vill get jeg gert mannkyninu greiða. Þjer skuluð því gera á mjer áður en jeg dey allar þær rannsóknir, er gæti orð- ið öðrum til bjargar“. Dauðinn kemur eins og svefn. Sjúklingurinn hefir tekið í hönd mjer, þrýst hana ofurlítið eins og til kveðju, og lokað augunum. Það er alt og sumt. Hann bauð mjer góða nótt. J4ú skulum við athuga hvernig er um þá, sem deya af völdum kjarnasprengju. Jeg var í læknanefnd, sem send var til Hiroshima og Nagasaki mánuði eftir að kjarnasprengjun- um var varpað á þær borgir. Jeg hefi því oft verið spurður um það hvernig það muni vcra að deya aí geislaáhrifum. Jeg get fullyrt að slíkur dauði er þjáningarlaus. Annars má greina áhrif kjarna- sprengju á mannlegan líkama í þrjá flokka. Það er algerlega und- ir því komið hvar maðurinn er staddur þegar sprengingin verður, í hverjum flokknum hann lend- ir. í insta hring sprengingarinnar, þar sem hún er áköfust, deya menn svo snögglega, að þeir hafa ckki tíma til að óttast. í ysta hringnum er maður utan við geisla verkanir sprengingarinnar, cn hann gctur særst af fljúgandi flís- um og brotum, cða lcnt á milli elda, sem orsakast af sprenging- unni. Han getur því fengið hættu- leg brunasár, en þau stafa ekki af geislunum. Það hleypur oft ilt í þcssi sár, vegna þcss að ekki cr hirt um þau urnlir eins. Þau eru þvi eins og hver önnur briuiasár, sem trassað er að gera að. En svo er þriðji hringurmn milii þessara tveggja. Þar getur verið að menn bíði ekki bráðan bana, en fái í sig þær geislanir, sem að lokum leiða til bana. í Hiroshima og Nagasaki sáum vjer fjölda manna deya af þessu. Þeir fengu þjáningarlausan dauð- daga eítir vikur eða mánuði. Einu sjúkdómseinkenni þeirra voru þau að þeir tærðust upp og fengu stund um uppköst. Vjer komumst að því að undir lokin voru þeir orðnir ákaflega blóðlitlir. En þeir fullyrtu að þeir fyndi ekkert til, og það var satt, eftir því sem vjer gátum best sjeð. Þeir bjuggust ekki við dauða sínum og kviðu ekki held- ur fyrir honum. Og þeir dóu ó- sköp hægt og rólega. Þessi fórnarlömb hins ógurleg- asta eyðileggingartækis, sem mann kynið þekkir, kvöddu þennan heim eins og allir aðrir, blátt áfram með því að sofna. I'OKMÁLI YFIK SKiri LIFANDI drottinn, vor hefra Jesús Kristur og lausnari heimsins, hann geymi og gæti, styðji og styrki, verndi og var£)veiti höfuðsmann skips þessa og háseta, og alla þá. rem á því fara. Þar mcð gcfi hann oss öllum og skipi þcssu farsælu til fiskfcrða, byrs og brygna lands lendingu og góðra hafna. Gcymi hann með sinni miskunn menn og matföng, skip og skorður, rá og reiða, kjöl og kinnunga, þiljur og þóptur, borða og stafna gefi hann með heilu og höldnu og hylli drott- ins sigla og róa með frið og sam- þykki í guðs friði heila hásetana til að hafa sem besta samvist á sjó og- á landi, úti og inni, síð og sncmma. — Þannig var hjer áður mælt yfir nýu skipi. Nu þykir betur hæfa að * brjóta a því kampavxnsflösku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.