Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 ir af því. Þeir hafa sjálfir ekki birt neinar opinberar skýrslur um ágæti lyfsins, en talið þennan frjettaburð óheppilegan, því að hann muni verða til þess að menn vænti sjer miklu meira af lvfinu heldur en rjett er. Það er að minsta kosti vitað, að meðalið hefur ekki áhrif á alla. Fyrir fram er heldur ekki hægt að segja neitt um verk- anir þess. Það hefur brugðist jafn oft og það hefur blessast. Það verð- ur því ekki hægt að dæma um það með fullri vissu fyr en eftir langan reynslutíma. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að í sumum tilfellum virðist það hafa yfirnáttúrleg áhrif. Með því hefur tekist að lækna mörg þau vanheilindi, sem aldrinum fylgja, og gerir menn unglegri og stæltari, minnisleysi læknast, menn verða hugkvæmir og hraustir, og — það sem merkilegast er ef til vill — að gráhærðir menn fá sinn upphaflega háralit. Það stuðlar og að því að sár gróa fljótar en ella, og gerir menn ónæmari fyrir sjúkdómum. Það flýtir fyrir bata sjúklinga og virðist lækna þunglyndi og áhj'ggj- ur. Það er mælt að Stalin hafi látið spýta þessu lyfi í sig með reglu- bundnu millibili, síðan 1943. Enn fremur er sagt að ýmsir franskir stjórnmálamenn hafi farið að dæmi hans. Hafa þeir orðið að nota hið smyglaða rússneska lyf. Það er að vísu nokkuð dýrt, því að hver inn- spýting mun kosta um 100 dollara. EINS og áður er sagt eru frönsku vísindamennirnir ekkert hrifnir af þeim tröllasögum, sem fara af lyf- inu. Þeir segja að það sje enn á tilraunastigi og verið geti að til- raunum með það verði ekki lokið fyr en eftir mörg ár, máske ekki fyr en kemur fram yfir næstu alda- mót. Þeir, sem nú eru komnir á efri ár, mega því tæplega búast við því, að þetta meðal verði þeim til hjálpar gegn Elli. í yfirlýsingum sínum hafa vís- indamenn Pasteur stofnunarinnar ekki neitað því, að sögurnar um lækningamátt lyfsins sje rjettar, en þeir segja, að fregnir blaðanna um þetta sje „ótímabærar og við- sjálar“. Og varaforstjóri stofnun- arinnar hefur látið svo um mælt: „Það er ekki hægt að tala um neinn ákveðinn árangur af tilraununum, hversu vel sem þær hafa tekist fram að þessu.“ Almenningur lítur á þetta sem hógværð og varygð vísindamann- anna, en þykist geta lesið milli lín- anna, að þess verði ekki ýkja langt að bíða, að menn geti kastað elli- belgnum og haldið heilsu og lík- amsstælingu þangað til þeir eru 120 ára. (Úr „Paris Match“). ^ V 4/ ^ I þagnargildi MARGT er það, sem liggur í þagn- argildi, og fáir eða engir vita um og margt rannsóknarvert, sem aldr- ei hefur verið rannsakað. Háleygsvatn. Á afrjetti Hraunhreppinga, aust- ur af Hítardal er vatn, sem heitir Háleygsvatn. Sumir kalla það Há- leggsvatn, þó virðist mjer hitt al- gengara. Vatnið er umlukt brött- um, gróðurlausum fjöllum, og er merkilegt að því leyti, að það er grænt. Vatnið hefur aldrei verið rannsakað af jarðfræðingi svo jeg viti. Finst mjer það engu ómerkara en Grænavatn í Krysuvík. Foxufell. Á sama afrjetti er móbergsfell með þessu nafni. Það liggur við austanvert Hítarvatn. Háir harmr- ar liggja að vatninu og í þeim hellir við vatnsborðið, sem eigi er fært í r.ema af bát. Annar hellir er í suð- urenda fellsins og eru grjótbekkir inni, en rúnaristur yfir dyrum og jafnvel víðar. Sá eini sem veit ná- kvæmlega hvar hellirinn er, er Bogi Helgason á Brúarfossi á Mýr- um. Heyrt hef jeg haft eftir Sig- urði tengdaföður sjera Þorsteins Hjálmarsen í Hítardal, að í Foxu- felli væri sprunga eða gjá, sem upp úr legði einkennilegan þef, og gust, bó að logn væri, og væri hún norð- vestan í fellinu. Sjera Þorsteinn Hjálmarsen var síðasti prestur í Hítardal, dáinn 1871. Fornmenjar á Kolbeinsstöðum. Eins og alhr vita voru Kolbeins- staðir höfuðból lengi fram eftir öld- um, bjuggu þar valdsmenn og höfð ’ngjar. Sturlunga segir um Ketil prest Þorláksson er bjó þar um miðja þrettándu öld, að hann „helt jafnan seka menn“. Fyrir tæpum 20 árum bygði bóndi sá, er enn býr þar, Björn Kristjánsson, íbúð- arhús úr steinsteypu, hið fyrsta sem bygt hefur verið þar úr því ofni. Var þá gamli torfbærinn rif- inn. Þegar gólf baðstofunnar var rifið, urðu menn varir við stóra hellu í einu horninu, (rjettar mun frásagt þegar veggir baðstofu voru jafnaðir við jörðu). Þar undir var jarðhús eða hellir. Hleyptu þeir þar niður 3 álna stiga, og lýstu niður. Sagði mjer verkamaður, sem við þetta var, að stiginn hefði verið í það stysta, og hann eða þeir hefði ekki farið niður, en sagðist hafa sjeð beinahrúgu á gólfi jarðhúss- ins. Síðan var holan fylt af rnold, og ei rannsakað frekar. í sambandi við þetta vil jeg geta þess að með- an gamli bærinn stóð, þá buldi í hólnum þegar frost voru eins og bar væri holt undir, um það bil 10 faðma í beina línu frá baðstofu- horninu. Hjer gæti verið um merki- legan fornleifafund að ræða ef rann sakað væri. Ingvar Frímannsson. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.