Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23 Frank Lahey, M. D., yfirskurðlæknir við Lahey Clinic, Boston. Jeg er Osler sammála. Reynsla mín er mjög í samraemi við reynslu hans. Jeg minnist ekki neins sjúklings, sem ekki tók dauðanum með ró- semi, án skelfingar og jafnvel án alls ótta. Auk þess þekkjast þess varla dæmi að menn hafi þján- ingar í dauðanum. Jeg er alveg viss um það að ótti almennings við dauðann stafar af æsingi af skáldsagnalestri og áhrif- um leikrita og kvikmynda. Það er alt yfirdrifið. Johannes Nielsen, M. D. aðstoðarprófessor í lyflæknis- fræði og taugasjúkdómum við háskólann í Suður Kaliforníu og læknir við fylkisspítalann í Los Angeles. Fólk óttast dauðann vegna þess að það heldur að það fari skyndi- lega. En svo er ekki. Eftir því sem á veikina líður, hver sem hún er, skeyta menn minna um hvað er að gerast og hugsa jninna um sjálfa sig. Jafn- vel læknar, sem komnir eru í dauð- ann, eru með þessu marki brend- ir. Þeir eru ekki með neinar á- hyggjur út af því hvað við taki, nje út af ættingjum sínum. Hugs- anahringur þeirra þrengist stöð- ugt þangað til ekkert er eftir nema hin líðandi stund og það er orðið efamál hvort þeir nái andanum oftar. Og þegar hugsanahringur- inn hefir þrengst saman í ekki neitt, þá fara þeir til himna. Fæstir gera sjer grein fyrir því að þeir sjeu að deya, jafnvel þótt þeir viti það. Þetta á auðvitað sjerstaklega við þegar um lang- varandi veikindi hefir verið að ræða. Jeg ætla að segja hjer frá mág- konu minni þessu til sönnunar. Hún fekk að vita að hún var með krabbamein í maga, en hún helt áfram að vinna fyrir því. Svo var hún skorin upp, en það bar auð- vitað engan árangur. Upp frá því breyttist viðhorf hennar til lífsins svo að segja daglega. Áður hafði hún haft mikinn áhuga fyrri öllu sem gerðist út um heim, en nú hugsaði hún ekki um annað en það sem gerðist í Ameríku, svo um það sem gerðist í Kaliforníu og svo aðeins um það sem gerðist í Los Angeles. Seinast náði sjóndeildar- hringur hennar ekki út fyrir sjúkra stofuna og líðan hennar sjálfrar. Hún hugsaði ekkert um dauðann. Hún gerði engar ráðstafanir á eign um sínum. Að lokum fell hún i dvala og jeg hygg að henni hafi fundist lokastundin vera sjer óvið- komandi. Jeg held að fólk deyi ekki eins og hetjur. En þá þarf að útskýra hvað átt er við með hetjuskap. Það er hetjuskapur að stofna sjer vit- andi vits í hættu. En þessu er ekki til að dreifa um deyandi menn, og þeir eru því ekki hetjur í þeim skilningi. Þeir óttast ekki vegna þess að lungu þeirra og hjörtu hafa ærið erfiði. Hugsanahringur þeirra hefir þrengst svo, að þar er ekki einu sinni rúm fyrir hræðslu. Þeg- ar eilífðin blasir við, verða allir smámunir að engu, jafnvel óttinn. Francis Pottenger, Sc. forstjóri Pottenger Tubercu- losis Sanatorium, Monrovia, Kaliforniu. Af reynslu minni minnist jeg ekki eins einasta berklasjúklings, sem hræddist dauðann þegar þar að kom. Jeg minnist þó tveggja sjúklinga, sem risu öndverðir gegn hugsuninni um dauðann. Það var piltur og stúlka, bæði ung. Þau voru bæði sárgröm út af því að þau hefði ekki getað gert það sem þau ætluðu sjer að gera í lífinu. Þau sögðust ekki ætla að deya og ekki vilja deya. En þau voru ekki hrædd við dauðann. Það er tvennt, sem einkennir berklasjúklinga sjerstaklega. Ann- að er það, að þeir eru altaf vissir um að sjer muni batna, og hitt að þeir deya altaf ósköp rólega, sofna út af alveg þjáningalaust. Fyrra atriðið er mjög þýðingarmikið bæði fyrir þá sjálfa og læknana. Þessi bjartsýni um það að þeir sjeu aðeins veikir í bili, hefir á- kaflega góð áhrif á alt sálarlíf þeirra. Jeg reyni altaf að halda þessari bjartsýni við, hversu veik- ur sem sjúklingurinn er. Ef ein- hver sjúklingur spyr mig hvort hann muni deya, þá segi jeg hon- um að gera allar ráðstafanir, en hugsa svo um það eitt að láta sjer batna. Satt að segja hefi jeg ekki brjóst í mjer til þess að segja hon- um að hann sje á dauðans barmi. Og svo veit jeg þess dæmi að fár- veikum berklasjúklingum hefir batnað. Annars er það ekki stærsta áfall- ið fyrir berklasjúkling að frjetta það að hann eigi að deya. Hitt er miklu meira áfall er hann fær fyrst að heyra það, að hann sje berklaveikur. Þá yfirþyrma hann áhyggjur hins daglega h'fs og virð- ast ósigrandi. Og alís konar kerl- ingabækur geta líki drepið niður þrek hans. Á því stigi og síðar hefi jeg tekið eftir meiri ótta hjá þeim, sem eru innilega trúræknir, heldur en hjá öðrum. Sá, sem ekki er ofstækistrúar lætur skeika að sköpuðu hvað á eftir kemur. En of- stækistrúarmaðurinn fer að rifja upp fyrir sjer líferni sitt og hvað hann muni eiga í vændum hinum megin, og það gerir hann órólegan. Jeg minnist sjerstaklega upp- gjáfahermanns úr spansk-ameríska stríðinu, sem jeg hafði undir hönd- um. Það voru mjög litlar líkur til þess að honum gæti batnað. Áður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.