Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 6
13 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS n a er óacj t mean leti KASTAÐ ELLIBELGNUM ÞEGAR á 18. öld höfðu menn tek- ið eftir því að maðurinn er skammlífari en dýrin, ef miðað er við það, hvað hann er lengi að vaxa. Þroskaaldur dýranna er sex sinnum lengri heldur en vaxt- artímabilið. Með sama hlutfalli ætti maðurinn hæglega að geta orð- ið 120 ára. Fyrir aldamótin vann prófessor Metchnikoff við Pasteur stofnun- ina í París. Hann veitti því athvgli, að safinn í beinum og brjóski rjeði miklu um það hvernig menn eltust, og hann var einhver besta vörn lík- amans gegn smitun og hjálpaði til að græða sár. Þá fór Metchnikoff að hugsa um það, hvort ekki gæti skeð að „serum“, sem gert væri úr þessum safa gæti hjálpað líkam- anum til þess að verjast ellihrörn- un. Gat slíkt serum gert menn ó- næma fyrir veikindum? Gat það lengt líf manna? Metchnikoff ljest árið 1916 og hafði þá ekki fengið þessum spurn- ingum svarað. En þá tók rússneski vísindamaðurinn dr. Bogomoletz við þar sem hann hafði hætt, og fyrir allmörgum árum kom frjett um það frá Moskva að honum hefði tekist að framleiða meðal, sem lengdi líf manna. Rússar segjast hafa notað þetta meðal mikið í seinni heimsstyrjöldinni og bjargað með' því lífi ótal hermanna, sem annars mundu hafa látist af sárum. ÞEGAR fyrsta frjettin kom um þetta undralyf, varð uppi fjöður og fit um allan heim, því að miklar tröllasögur gengu af ágæti bess. Það var sagt, að með því væri hægt að lækna ýmis vanheilindi, sem áður voru talin ólæknandi, og svo hefði það þau áhrif á menn að þeir yrðu ungir í annað sinn. Amerískir vísindamenn fengu þetta meðal til reynslu, en þeir þóttust ekki geta skrifað undir það, sem um það hafði verið sagt. Kulnaði þá nokk- uð áhugi manna fyrir þessu með- ali. En Bogomoletz helt áfram rann sóknum sínum. — Hann dó fyrir nokkru 74 ára gamall, og ekki hafði honum tekist að yngja sig upp með þessu meðali. Sonur hans hefur nú tekið við þar sem hann hætti. Meðan þessu fór fram var fransk- ur vísindamaður, dr. Michel Bar- dach, að fást við rannsóknir á þessu sviði. Hann byrjaði þar $em Met- chnikoff hafði frá horfið. Hann vissi um tilraunir Bogomoletz, en vegna einangrunar Rússlands gátu þeir ekki borið sig saman, og varð því hvor um sig að vinna á eigin spýtur. Árangurinn af rannsókn- um Baruchs hefur orðið mjög svip- aður og hjá Bogomoletz, en þó skil- ur nokkuð á milli. Rússneska meðalið er búið til úr merg og beinsafa heilbrigðra manna á meðan þeir eru lifandi. En það er ekki hægt að ná því nema því aðeins að mennirnir sje að dauða komnir vegna slyss. Segjast rúss- nesku vísindamennirnir ná þessu efni úr slösuðum mönnum svona sex stundum áður en þeir deyja. Safinn er síðan hreinsaður og blandaður með saltupplausn. Þess- ari blöndu er því næst dælt í æðar á hesti, sem blóðvökvinn (serum) er síðan tekinn úr. Franska meðalið er gert úr milt- is-safa, sem spýtt er í kanínur og úr þeim er svo blóðvökvi tekinn. Það tafði mjög fyrir vísindamönn- unum, að þau lög giltu í Frakk- landi, að ekki mátti kryfja lík fyr en sólarhring eftir látið. En eftir svo langan tíma var miltis-safinn orðinn ónýtur. En svo var þremur ágætum læknum í París veitt und- anþága, þannig að þeir mega taka miltissafa úr nýlátnum mönnum. En þetta er þó ekki nóg til þess að hægt sje að framleiða meðalið í stórum stíL í Rússlandi er útflutningsbann á meðali Bogomoletz. En það getur þó ekki komið í veg fyrir að með- alinu sje smyglað í stórum stíl til Vestur-Evrópu. Með því móti hefur tekist að bera saman árangurinn af því og hinu franska meðali. — Reynslan hefur sýnt að franska meðalið er betra, en það getur máske stafað af því, að rússneska meðalið hafi sætt óheppilegri með- ferð á sinni löngu smyglunarleið. ÝMSAR ótrúlegar sögur ganga af ágæti franska lyfsins, sem nú er framleitt í Pasteur stofnuninni. Það er að vísu enn á reynslustigi og fæst ekki keypt. En menn, sem hafa gefið sig fram til að láta gera tilraunir á sjer, hafa sett París á annan endann að undanförnu. Sagt er frá ljósmyndasmið, sem var orðinn heilsulaus af kyrset- um og löngum vinnutíma. Hann varð ungur í annað sinn og gráu hærurnar hans breyttust i hrafn- svart hár. Þá er sagt frá aldraðri leikkonu, sem ekkert komst fyrir gigt. Hún losnaði við gigtina eftir þrjár innspýtingar og var eins og hún hefði yngst um 20 ár. Þá er og sagt frá konu, sem komin var yfir þann aldur að geta átt barn. Hún fekk æskufegurð sína aftur og innan hæfilegs tíma ól hún manni sinum barn. Þessar sögur hafa borist mann frá manni, en vísindamennirnir við Pasteur stofnunina eru ekkert hrifn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.