Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 að liggja þarna af ótta við að fjörð- inn mundi leggja og skipið fest- ast. Fór og svo að hann slapp með naumindum, en leiðangursmenn teptust vegna íssins og náðust ekki fyrr en 5. nóvember þegar ísinn var orðinn svo traustur að hægt var að fara um hann. Eftir þetta gafst Shaffner upp við það að leggja símann yfir jök- uhnn, en ekki gafst hann upp við fyrirætlan sína. Málið kemur fyrir Alþing. Sumarið eftir bar Arnljótur fram á Alþingi tillögu um að sam- þykt yrði frv. til laga um síma- lagninguna. í tillögunni segir með- ai annars svo: „í 2. grein leyfisbrjefsins scgir að Shaffner megi eiga von á að fá land það er hann þarf handa þræðinum á íslandi, Færeyum og Grænlandi, hvort það sje heldur konungseign eða einstakra land- drotna, með kostuip þeim, er síð- ar skuli til teknir. Eftir tilskipun 28. maí 1831 og kgl. auglýsingu til Alþingis 1847, verður að bera öll þau mál, er snerta eignarjett, und- ir álit Alþingis, áður þau verði að lögum ráðin. Konungur vor hefir nú eigi látið leggja frumvarp um rafsegulþráðinn fram á þessu þingi; en líklegt er að farið verði að lcggja þráðinn að sumri; og sjálf- sagt má telja að hann verði lagður hjer á land hitt sumarið (1863) ef þessu mikla f yrirtæki verður framgangs auðið, sem vjcr allir óskum og vonum, en jcg verð að fulltreysta, að því er mjer cr kunn- ugt. Það er því auðsætt að of langt er að bíða næsta þings, og er þá aðeins það eina ráð fyrir hendi, að Alþingi hefji máls á þessu og sendi konungi vorum frumvarp til samþyktar.........Efnið í þessum lögum veröur það að veita Sliaffn- er ofursta og fjelögum hans riett tll að leggja rualþraó eða malþraeði hjer á land og yfir land, og að nota hann um óákveðinn tíma, að svo fyrirskildu að þeir Shaffner samtengi ísland með málþræðin- um við önnur lönd, svo sem til- skilið er í samningum konungs vors og Shaffners og að hann eða þeir hafi lokið starfa þessum á til- teknum fresti. Þessu næst er að ákveða, að jarðeigendur á landi hjer verði að leggja land sitt til þráðarins og með hvaða kjörum það skal vera. í þriðja lagi að vernda þráðinn fyrir skemdum og ákveða sektir og bætur“. Konungsfulltrúi lagðist þegar i stað á móti þessari tillögu og sagði að til væri dönsk lög' um þetta efni. En Arnljótur svaraði því að þau lög næðu ekki til íslands. Umræður urðu miklar um málið, enda þótt allir væri sammála um að símalagningin mundi verða til mikillar blessunar fyrir ísland. En deilt var út af hinu að þessi tillaga kæmi of scint fram, því að mjög var liðið á þingsetu tímann. Þó hafðist það fram, aðallega fyrir harðfylgi Arnljóts og Jóns Hjalla- líns landlæknis, að kosin var 3 manna nefnd til að semja frum- varp um málið. í neíndinni voru þeir Jón háyfirdómari 'og Pjetur biskup og Arnljótur. Nefndin lagði brátt fram rök- stutt frumvarp í 3. gr., scm voru mjög samhljóða því cr Arnljótur hafði talið að í frv. ætti að standa. í grcinargcrð sagði svo: „Sjer nefndin cigi annað ráð. en þingið sctnji lagafrumvarp í mál- inu, samkvæmt rjetti þeim, sem því er hcimilaður í 59. og 69. gr. alþingistilskipunar og samkvæmt því, er þingið hefir áður gert. Nefndin verður að álíta það öld- ungis nauðsynlegt, að til sje lög í landinu um þetta cfni, áður en þráðurinn er lagður; hún verður að áhta þetta sjalísagða nauðsyn, hvort sem litið er til eiganda euilía- leyfisins, eða til landsrjettar vors“. , Frumvarpið var samþykt lítið breytt, og síðan var samþykt í einu hljóði að senda konungi bænar skrá um staðfestingu. Tæpum tveimur árum síðar, eða hinn 8. maí 1863 gaf konungur út svolátandi tilkynningu til Alþing- is: „Þar eð ætla má eftir skýrslum þeim, sem fyrir hendi eru, að það sje næsta óvíst, hvort áform þetta verði framkvæmt, hefir eigi þótt ástæða til að láta nú sem stcndur koma út lagaboð um þetta efni fyr- ir ísland“. Málið lognaðist út af. Shaffncr var óheppinn. Afturkippurinn, sem kom í þetta mál stafaði af því að í báðum þeim ríkjum, sem áttu að vcra enda- stöðvar símans, braust út ófriður, stríðið milli Dana og Þjóðverja hjer í álfu og Þrælastríðið í Bandaríkjunum. Ekki gafst hann þó upp að held- ur. Hinn 31. júlí 1863 segir Jón Guðmundsson frá því í „Þjóðólfi“ að sjer hafi borist brjef frá Shaffn- er og segi hann þar, að sjer hafi ekki enn tekist að koma á föstum fjelagsskap til þess að leggja sæ- símann — „kennir um hinni blóð- ugu styrjöld í Bandaríkjunum. Hygst þó að koma upp fjelagi í októbcr og þar mcð liafa næg fjár- tillög svo að byrjað vcrði á verk- inu á sumri komanda“. En þessar vonir hans munu ekki liafa ræst og þctta stórmál lognað- ist út af og olli það íslendýigum sárum vonbrigðum. Á. Ó. V V V Ö0ÍÍ7 EKKI helt ieg að jeg mundi liía það að stúlkur gæti orðið sðlbrendar nær alls staðar. (Bernlxard Sha'.v).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.