Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 4
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ef úr þeirri fyrirætlan hefði orð- ið. En það bjargaði þeim, að þeir komust ekki að landi í Grænlandi hjema megin vegna hafíss og skip- ið varð að sigla með alla suður fyrir land. Hafísár. Nú vildi svo til að þetta var eitt hið versta ísár, sem komið hafði í manna minnum á Grænlandi. Var þar nú alt öðru vísi umhorfs en árið áður, er Shaffner var þar á ferð og mun hann hafa orðið fvr- ir miklum vonbrigðum, og þó sann færst um það, sem aðrir höfðu sagt honum, að siglingar við Grænland gæti verið mjög hættulegar vegna íss. Munaði og minstu að skipið færist í ísnum með allri áhöfn. Segir nú ekki af siglingu þeirra suður fyrir Horn, fyr en þeir voru komnir norður undir Einarsfjörð. Þar lentu þeir í borgarís og þorði skipstjóri ekki að leita lands vegna þess að dagur var að kvöldi kom- inn. Þeir bundu þá skipið við stór- an hafísjaka og ætluðu að bíða morguns. Veður var dásamlegt, blæjalogn og mikil norðurljós. Um nóttina breyttist veður skyndilega. Brast þá suðaustan ofsarok á og um hádegi var komið fárviðri. Engin segl voru uppi, en skipið rak á reiðanum með 10 mílna ferð undan vindi, þótt vjel- in væri í gangi. Hérti nú frostið og sýldi alt skipið, svo að innan stundar hafði hlaðist á það klaka- brynja frá þiljum að siglutoppum. Hvað eftir annað rakst það á ís- jaka, með heljarafli og mundu fá skiþ hafa þolað slíkt. Hvar sem auður sjór var, rauk hann eins og lausamjöll og ekkert sá út úr aug- unum fyrir særokinu. Nokkru eftir hádegi rakst skipið með heljaráfli á jaka. Þetta var lagís innan úr fjörðum og hann ér -miklu harðari, en annar ís. Jak- inn stóðst því áhlaupið og hrynti „Fox“ frá sjer. Brakaði þá og brast í hverju bandi, hinir klökugu reið- ar riðuðu og var engu líkara en að þeir mundu sprengja þilfarið. Mað- urinn, sem stóð við stýrið, kastað- ist langar leiðir og stórslasaðist og allir sem á skipinu voru hentust til eins og þeim væri kastað af hendi. En skipið dugði. Seinna um daginn varð annar árekstur, engu minni og þeim mun ískyggilegri en hinn, að nú hjó skipið sjer bás inn í ísinn og festist þar. En jafnharð- an dreif að því ís á alla vegu, braut stýrið og stöðvaði skrúfuna. Virt- ist nú óhugsandi að skipið mundi losna úr heljargreipum íssins. — Skipstjóri gaf þá skipun um það, að reyna að koma stórseglinu eitt- hvað áleiðis, þótt öll dragreip væri stokkfreðin, því að eina lífsvonin var að skipið gæti haft sig út úr ísnum. Allir hjálpuðust að þessu. en ekki var hægt að koma seglinu hærra en rjett upp fyrir hástokk skipsins. En svo var rokið ofboðs- legt, að þessi litla pjatla nægði til þess, að skipið fór að hreyfast, og eftir nokkra stund hafði það ýtt ísnum frá sjer á báða bóga og komst út úr honum. Um leið losn- aði skrúfan og var vjelin þá sett í gang aftur. En nú var kominn leki að skipinu og óx óðum austur í vjelarúminu þangað til vjelamenn- irnir stóðu í knje í vatni. Vegna þess hvernig skipið valt, skvettist hvað eftir annað inn í eldana og fyltist þá vjelarúmið svo af gufu, að ekki sá handaskil. Undir kvöld- ið náði austurinn að renna inn í eldholið og drap eldinn. Var skip- ið nú alveg ósjálfbjarga og nátt- myrkur að skella á. Skipið hrakti undan vindi, enginn vissi hvert, stýrið bilað og við ekkert varð ráðið, en hafísinn alt um kring. Bjóst þá enginn við því að líta næsta dag. Er þá haft eftir Arn- ljðti að hann hafi sagt með mestu rósemi, að það væri alls ekki sam- kvæmt ferðaáætluninni að farast hjer! Veðrið datt niður jafn snögglega og það hafði brostið á. Seint um kvöldið var komið logn en þá stærði sjóinn mjög. Veðrið hafði haldið öldunum niðri, en nú hófust þær í jötunmóði og viðbúið að þær fleygðu skipinu á einhvern jak- ann og keyrðu það þar í kaf. Á þessu gekk alla nóttina, og þegar lýsti af næsta degi, hafði skipið hrakið 63 mílur norður á bóginn. Eftir illan leik komust þeir að lokum til Frederikshaab viku seinna (2. október). Þarna voru þeir um kyrt í þrjár vikur, en sigldu svo suður til Júlianehaab. Rannsóknaför. Hinn 25. október sigldi „Fox“ inn Einarsfjörð til þess að mæla þar dýpi. Fjörðurinn er um 8 míl- ur á lengd og breiður. Inn úr hon- um ganga tveir firðir. Þar setti „Fox“ sjö menn á land til rann- sókna. Áttu þrír menn, þar á með- al Shaffner, að ganga inn að jökli, en fjórir og þar á meðal Arnljótur, voru sendir að hinu gamla biskups- setri Görðum. Segir Zeilau í ferðabók sinni, að hann vilji ekki taka fram fyrir hendurnar á Arn- ljóti, að skrifa um þann leiðangur, því Arnljótur hafi í hyggju að skrifa um hin fornu býh á þessum slóðum. Mjer er ókunnugt um það hvort Arnljótur hefir skrifað nokkuð um þessa ferð, en gaman hefði verið að eiga frásögn hans um hana. Ekki hefir hún birst á prenti og jeg hefi athugað brjef frá Arnljóti í Lands- bókasafni og ekki getað fundið þar neitt um þessa ferð. Máske ferða- sagan sje einhvers staðar geymd í handriti enn og væri þá óskandi að hún kæmi fram. „Fox“ skildi við leiðangursmenn 25. okt. og sneri aftur til Juliane- haab, því að skipstjóri þorði ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.