Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 30
594 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS .J jolc auenju Jólakertin. Nokkru fyrir jólin ljet móðir mín steypa mikið af kertum. Þann dag fór hún snemma á fætur til að tvinna rök- in; þau voru úr ljósagarni. Rökin voru látin á mjóar spýtur, tvö og þrjú á hverja, og stundum fleiri, eftir því hvað spýtan var löng. Þegar farið var að steypa, voru tvær árar látnar á kláfa í eldhúsinu; þar á milli var svo kerta- spýtunum raðað. Svo var strokkurinn látinn á gólfið hjá árunum og skorð- aður með grjóti, síðan helt í hann heitu vatni og tólg. Þá var rökunum difið ofan í, en þess á milli látin kólna á spýtunum. Þetta var endurtekið þang- að til kertin voru orðin nógu gild. Á aðfangadagskvöldið gaf móðir mín öll- um á bænum tvö kerti, og þegar allir höfðu fengið kerti, fjölgaði ljósunum í baðstofunni. Nú voru blessuð jólin komin. Lýsislampinn í dyrastafnum hætti nærri að bera birtu, kóngakertin á borðinu yfirgnæfðu birtu hans. Ljósa- fjöldinn hefur vafalaust mikið stuðlað að því að gera jólin svo dýrleg sem þau voru í hugum manna. Þessi smá- Ijós, sem lýstu í lágum híbýlum dauð- legra manna, mintu á stóra alheims- ljósið: barnið í jötunni. (Gamlar glæð- ur). Jólamatur. Sums staðar var það siður á bæum, og það um land alt, að ekki mátti taka upp eld á jóladaginn; þá skamtaði og húsmóðirin til jóladagsins hátíðamat- inn handa fólkinu á aðfangadaginn, til þess að þurfa ekki að gera það á jóla- daginn. Að loknum lestri á aðfanga- dagskvöld, var farið fram og borinn inn jólamaturinn: jnagáll, sperðill og ýmislegt hnossgæti, og einar 3—4 laufa- kökur. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi út á (rúsínu- grautur seinna meir). Hangikjöt var ekki borðað fyr en á jóladaginn. Þá var vant að skamta, þar sem vel var lagt til hátíðarmatarins, karlmönnum lang- legg eða vænan bóglegg, hálfan bringu- koll og brauð og flot og smjör við. Stundum fylgdi og góður síðubiti af góðri kind og hryggjarstykki. Kven- fólk fekk venjulega mjaðmarstykki, síðubita eða aftari part af bringukolli, en hitt sama og karlmenn, nema held- ur minna. (Isl. þjóðh.) Jólalestur. Eitthvað fanst mjer meira við jóla- lestrana en vanalegt var. Þá var meira sungið, og allir sungu, sem söngrödd höfðu. Ekki voru sungnir færri en fjór- ir sálmar, tveir fyrir og tveir eftir og stundum meira. Á meðan faðir minn las og söng sjálfur, hafði hann sungið fjórtán sálma á aðfangadagskvöldið. Jeg heyrði talað um, að á einum bæ í Bitru hefði verið sungnir fimtán sálm- ar á jólanóttina. Það held jeg lika að hafi verið hámarkið. Þessi viðhafnar- lausi sálmasöngur lyfti hugum og hjört- um jarðarbarnanna upp í hæðirnar. (Gamlar glæður). Jól á Hornströndum. Jólin — aðalhátíð vetrarins, voru haldin heilög með allri þeirri viðhöfn, sem hægt var að hafa. Á Þorláksmessu var skatan soðin, kæst og angandi. Þá var líka hangikjöt soðið, en ekki skamtað ,fyr. en á jóladag. Helgi jól- anna hófst á aðfangadagskvöld klukkan sex með hugvekjulestri, en eftir lest- urinn var kaffi og lummur. Seinna um kvöldið var lesinn lestur í Vidalínspost- illu og á eftir neytt máltíðar, var það venjulega saltkjöt og súpa. Allur bær- inn var ljósum skrýddur eftir því sem föng voru til, og hvergi átti að ganga í myrkri, þó að farið væri um bæinn það kvöld, og var nú brugðið öllum sparsemisreglum. Tólgarkertin lýstu upp baðstofuna og hún varð hlýrri og notalegri en venjulega. Á jólanóttina mátti ekkert aðhafast til skemtunar, nema neyta betra matar en venjulega og gleðja sig við ljósadýrð, guðsorð, sálmasöng og samtöl. Allir máttu vaka eins og þeir vildu og leggjast út af til svefns í fötum þegar þeir óskuðu. Ljós loguðu þá nótt alla. Morguninn eftir, þegar heimilisfólkið var vakið til helgi dagsins, loguðu enn ljós, og óvenjuleg birta mætti svefnþrungnum augum, svo að ljettara varð að vakna. Húsfreyja hafði kveikt undir katlinum, og þegar kamínur voru komnar á baðstofuloft, var kaffið venjulega hitað þar. Þá hófst ein hátíðlegasta stund jólanna. Hús- bóndinn brá sjer fram á rúmstokkinn og tók Vídalínspostillu niður af hill- unni. Hver maður tók sálmabók sína og söng jólasálminn með, ýmist uppi sitjandi eða liggjandi í rúmi sínu. Lest- urinn var lesinn við ljósadýrð og kraumandi kaffiketil á hlóðum. (Horn- strendingabók). Ofát. Á jólunum var margs konar sælgæti, sem ærið var sjaldgæft endranær, og ekki bar ósjaldan við, að á fátækum heimilum, þar sem menn lifðu við ljettmeti, væri borðað meira en menn höfðu gott af, og henti þétta einkum börnin, enda þótti fátæklingum þetta jafnvel eiga við, og enginn eða lítill hátíðarbragur að öðrum kosti. Eftir gamalli barlómskonu var það haft, þeg- ar hún var að lýsa vesöldinni heima hjá sjer: ,,Það er eins og annað hjerna í Skarði núna, að ekki gátu krakka- angarnir fengið kveisu um jólin, sem oft hefur þó hepnast endranær“. (Þor- kell Bjarnason prestur). Hraun og maltur fiskur. Á Þorláksmessu voru svonefnd ,,hraun“ soðin í hangikjötssoðinu og höfð til miðdegismatar ásamt reyktum bjúgum og kökum. Hraunin voru hryggur og haus og fætur af nautgrip- úm, sem slátrað hafði verið að haustinu. Fyrst var kjötið tekið af beinum eða hryggnum og tungan úr hausnum. Síð- an voru hraunin hengd upp í fjós, svo að þau úldnuðu og meiri fita næðist úr þeim síðar. Ekki man jeg hve lengi þau voru látin hanga svona, en síðan voru þau reykt í eldhúsi til Þorláks- messu. Sumir suðu harðfisk í hangi- kjötssoðinu. Var það helst maltur fisk- ur, en svo kallaðist fiskur, sem illa hafði gengið að herða og hafði komið ýlda í áður en hann harðnaði. Með hraunum og fiskinum voru gefnar soðn- ar rúgkökur, soðkökur. (Finnur á Kjörseyri).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.