Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [•89 löm Hallgrímur Pjetursson og vermennirnir SKÖMMU EFTIR það er sjera Hall- grímur Pjetursson var kominn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, komu þangað vermenn nokkrir um vetur og höfðu með sjer hesta. Þeim þótti erfitt að fá fóður handa þeim sums staðar, þar sem þeir gistu, því að heyskortur var mikill. Þegar vermennirnir komu nálægt staðnum, sáu þeir, að maður var að hýsa hesta. Hann var mikill vexti, glaðlegur í yfirbragði og ekki vel bú- inn. Þeir þóttust vita að þetta mundi vera hestamaður. Þegar þeir hittu manninn, köstuðu þeir á hann kveðju, en spurðu hann ekki að nafni. „Ertu hestamaður hjerna?“ spurðu þeir kompánlega. „Og stundum er það nú“, svaraði hann. „Hvernig er að fá hey hjerna?" spurðu þeir. Því miður fekk Jón ekki að vera lengi hjá mjer. Foreldrar hans fluttust í aðra borg. Okkur þótti báðum fyrir því að skilja. Þegar hann hafði tekið bækurnar sínar hneigði hann sig og ætlaði að fara. En jeg gat ekki látið hann fara þannig. „Verið þið róleg börn á meðan jeg skrepp út. Jeg ætla að fylgja Jóni á leið.“ Við gengum yfir skólagarðinn og út á þjóðveginn. Við gengum hægt og leiddumst. Fátt var talað. Við bugðu á veginum skildum við og jeg stóð þar lengi og veifaði honum á meðan jeg gat sjeð til hans. Ári seinna frjetti jeg það að hon- um gengi vel í nýa skólanum. „Það liggur nú ekki á lausu“, svar- aði hestamaður. „Steldu nú heyi handa hestunum okkar“, sögðu þeir. „Það má jeg ekki, því að það væri ótrúmenska við húsbændur mína“, svaraði hestamaður. „Það þarf ekkert að bera á því“, sögðu þeir. „Jeg veit ekki heldur hvort jeg get það“, helt hestamaður áfram. „Ja jú jú“, sögðu þeir, „þú hlýtur að geta það fyrst þú ert hestamaður hjerna. Við skulum gefa þjer bita af mötunni okkar í kvöld, þegar við för- um að borða, í staðinn“. Hestamaður færðist lengi undan að verða við bón þeirra, en þó fór svo að lyktum, að hann hjet að liðsinna þeim eitthvað og sagði þeim að koma með sjer; fóru þeir svo allir góðan spöl frá bænum, þangað til þeir komu að húsgafli nokkrum. Þar kom hesta- maður með nægilegt hey handa hest- unum. Vermennirnir fóru nú heim með hestamanni og báðu hann að umgang- ast við prestinn, að þeir fengi að liggja inni um nóttina. Hestamaður gekk inn, kom út aftur og sagði, að þeir fengi gistingu. Hann fylgdi nú vermönnum inn í baðstofu og í annan enda henn- ar. Þeir höfðu með sjer malsekki sína og fóru nú bráðum að snæða; buðu þeir hestamanni bita, eins og þeir höfðu lofað honum, en hann kvaðst ekki þurfa matar við, því hann hefði nóga fæðu. Þó varð það úr, að hann þá dálítinn bita hjá þeim. Hestamaður sat alt kvöldið hjá ver- mönnunum og skrafaði við þá um alla heima og geima; bar margt á góma, og voru vermennirnir ekki ætíð sem orðvandastir, svo að hestamaður setti stundum ofan í við þá. Þá furðaði mjög á því hvað hestamaður var skemtilegur og skynsamur í tali og frá- bærilega orðheppinn, svo að þá fór að gruna, að vera mætti, að þetta væri presturinn og enginn annar. Leið nú vakan, og undu vermennirnir hag sín- um hið besta. Eftir kvöldverðartíma kom kona fram úr húsi í hinum enda baðstof- unnar, stór vexti og sköruleg. Hún gekk að hestamanni og sagði, að það færi að líða að háttatíma. Hann stóð upp skjótlega og sýndist gestum hann þá vera með tignarsvip allmiklum Hann skildi eftir opið hús þeirra, opnaði hús í hinum enda baðstofunn- ar, tók þar bækur og hóf þegar hús- lestur. Nú þóttust vermenn vita fyrir víst, að þetta var presturinn; þóttust þeir hafa orðið ósvinnir og talað margt um kvöldið, sem þeir vildu fegnir hafa oftalað. Um morguninn voru þeir snemma á fótum, hittu prest, þökkuðu honum fyrir greiðann og báðu hann fyrirgefn- ingar á allri breytni sinni. Þeir tóku upp hjá sjer peninga og vildu borga honum heyið. Prestur vildi enga borgun þiggja og kvaðst ekki hafa gert þeim þetta bragð í þeim tilgangi, að hafa af þeim fje, heldur hefði hann ætlað að sýna þeim, hvernig þeir ættu að haga sjer, þegar þeir kæmi á bæi, þar sem þeir væri ekki kunnugir. Þeir ætti að gera boð fyrir húsbóndann og hitta hann sjálf- an, ef hægt væri; skyldu þeir tjá honum vandræði sín, ef nokkur væri, og biðja hann ásjár, en varast að biðja nokkurn mann að stela handa sjer, hve lítið, sem það væri; ;skyldu þeir reyna að koma fram eins og siðgóðir og vand- aðir menn, bæði til orða og verkn. Loks sagði prestur við vermenn, að hann skyldi ekki erfa hegðun þeirra við þá, og gæti þeir farið hvert á land, sem þeir vildu, fyrir sjer. Vermennirnir stórskömmuðust sín fyrir presti, kvöddu hann siðan með þakklæti fyrir sig og ljetu heilræði hans sjer aldrei úr minni líða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.