Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBL ABSINS 591 geti því engin brjef lagt fram, enn síður „heilan bunka“, þá á hann að gera opinberlega játningu fvrir það, og fellur hann þá á ósönnum áburði sem ómerkur maður; en hvernig sem þetta er, hvort sem brjefin eru til eða eigi, þá er von- andi, að yfirstjórn skólans gefi skólastjóranum tilfinnanlega á- minningu og enda hótun um af- setningu fyrir þessa aðferð, sem einungis er til að æsa lærisvein- ana upp til enn meiri óreglu þótt varla sje unt að koma skólanum í meiri fyrirlitningu en hann er kominn út um alt land. Skólastjóri fór sjer hægt. Því má svo sem nærri .geta að skólapiltar hafa espast við það að Gröndal tók þannig í málið, og það hefur orðið til að stappa stálinu í þá, því að Gröndal var vinsæll af lærisveinum sínum, eins og sjest á því, að haustið eftir færðu þeir honum heiðursgjöf, „dýrindis sig- urverk, sem hefur kastað alt að 200 kr.“ Það sýnir annars glögt hvílíkt ólag var á skólanum, að annað eins og þetta skyldi geta orðið að æs- ingamáli. Þess ber þó að geta að ekki voru allir skólapiltar með í þessum æsingum. Þeim, sem stilt- astir voru, þótti alt of geist íarið, töldu að snúið hefði verið út úr orðum rektors og þess vegna alt bygt á röngum grundvelli. Út af brjefi Gröndals skrifaði yfirstjórn skólans rektor brjef og bað um upplýsingar. Svaraði rektor því um hæl og varð svo ekki meira úr því að sinni. Gröndal gefur lít „Skólafarganið“. En Gröndal var ekki af baki dottinn. Hinn 23. júní 1883 gaf hann út prentaðan pjesa, sem hjet „Skóla farganið“ og segir sjálfur svo frá, að hann hafi runnið út. Byrjar hann þar á þessu brjefamáli og segir þar meðal annars: — Hvað yfirstjórn (skólans) hef- ur ritað skólastjóranum, er mjer ókunnugt, þótt jeg þykist ha.fa á- stæðu til að halda að hún hafi einungis S'purt hann að, hvort hann hafi talað þessi orð, sem í mínu brjefi standa; en hitt veit jeg, að skólastjórinn skrifaði yfirstjórninni aftur fáeinar línur og bar á móti því undir eiðs tilboð (hann býst til að sverja fyrir stiftsyfirvöldunum á móti hjer um bil hundrað vitn- um!) að hann eigi hafi talað þetta þannig, heldur sagt: „ef jeg nú hefði“; hann hefur og borið á móti því að hafa nefnt „skammarhrjef“ — en þetta frelsar hann engan veg- inn, því í orðunum „ef jeg nú hefði“ liggur einmitt það, að hann mundi hafa lesið brjefin, ef hann hefði haft þau, og þar með gjört sig brot- legan samkvæmt 224. gr. hegning- arlaganna með 200 króna sekt eða fangelsi í 3 mánuði, ef hann hefði brjefin; en hafi hann eigi haft þau, heldur sagt þessi orð til að hræða piltana, þá mun slík hótun varla vera leyfileg, þar sem hún stendur í sambandi við svo þunga refsingu. En.... skólameistarinn hefur búið svo í haginn fyrir sjer með venjulegum klaufaskap og ráðleysi, að svar hans til yfirstjórnarinnar er ónýtt. Daginn eftir hreyfðu pilt- ar þessu máli við skólameistara og þá sagði hann að hann hefði meint gömul brjef frá piltum, sem nú eigi væri lengur í skóla — hvað kemur það þá þessum piltum við, sem nú eru? Þetta brjefamál stendur í sam- bandi við alt skólalífið yfir höfuð. Það er sorglegt að vita til þess, að piltar skuli hafa þetta og alls konar óreglu fyrir aðalumhugsunarefni; því nærri má geta hvaða verkun þetta gjörir á ungar sálir; það er eigi um annað talað en þetta og um skólann; hvar sem menn hittast, þá er farið að tala um skólann og aldrei í öðru sambandi en við ó- reglu og stjórnleysi. Þetta vita all- ir, en „leben und leben lassen“ — það er nóg að jeg er frá.--------- í bæklingnum er saumað að rektor fyrir margt annað en þetta. En Gröndal iðraðist þessa seinna, og í ævisögu sinni viðurkennir han« að sjer hafi skjöplast. „Hall- dór Friðriksson var altaf að æsa mig' til að gefa þetta út, því að hann vonaðist eftir að rektor vrði látinn í 'ra írá,“ segir hann, og eins að Halldór hafi búist við að fa þá rektorsembættið. „En í rauninni var þessi mín ritgjörð órjettvís og bygð á röngum grundvelli, þar sem jeg kendi rektor um alt; jég hafði þá ekki gripið undirróður Ólsens og ódrengskap,“ segir hann enn frem- ur. „En alt þetta bitnaði raunar seinna á rektor sjálfum, því það var sögn manna, og hefur sjálfsagt verið satt, að af undirrót Ólsens var rektor látinn segja af sjer.“ ■i. :l .. Jon Sieingrnnsson segir frá málinu. Einn þeirra skólapilta, sem ekki þóku þátt í æsingunum gegn rektor út af brjefamálinu, var Jón Stein- grímsson, síðar prestur að Gaul- verjabæ. Hann ritaði síðar sögu málsins og er hún á þessa leið: — Brjefamálið er eitt af hinum stórvægilegustu málum, er fyrir skólann hafa komið. Það hreif ekki eingöngu næstum alla skólapilta, sem voru annars vegar, og rektor, sem var hins vegar, heldur gaf það og tilefni til, að um rektor var farið svívirðilegum og ástæðulausum skammarorðum á prenti, eins og Gröndal gerði í „Skólafargani“ sínu um það leyti, þó að auðsjeð væri, að framreiðin hjá Gröndal væri sprottin af því, að honum var vísað frá kenslu sökum drykkjuskapar og trassaskapar, en það var full- komnasta og brýnasta embættis- skylda rektors og ætti að vera hon- um til heiðurs, en einkis vansa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.