Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 18
582 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS kvenna. Þær fóru eigi aðeins fram á það að fá kosningarjett til jafns við karlmenn, heldur fullkomið jafnrjetti í öllu, að konan mætti eins og karlmaðurinn lifa og láta eins og henni sýndist, að elska þann sem henni sýndist og skilja við þann, sem hún elskaði ekki. Nú urðu konurnar æfar út af þess ari bók, og það varð ógurlegt uppi- stand í „Kvinnelig stemmerets- klub“. En skáldkonurnar Regine Normann og Nini Roll Anker skutu þar skildi fyrir Sigrid Undset. Og bókin seldist upp á svipstundu. Með „Jenny“ yarð Sigrid Undset fræg. Upp frá því blandaðist engum hug- ur um það, hvorki vinum hennar nje mótstöðumönnum, að hún var komin í röð fremstu rithöfunda í Noregi. ÁRIÐ, sem „Jenny“ kom út, giftist Sigrid Undset A. C. Svarstad list- málara. Þau dvöldust um htíð í London, síðan í Róm, en vorið 1913 kom Sigrid Undset aftur til Kristiania. Sumarið eftir samdi hún skáldsöguna „Vaaren“ í frí- stundum sínum. Nú kemur það glögt fram að hún er horfin frá hinum hlútlægu lýsingum. Nú fer skoðana hennar sjálfrar að gæta meira og siðavendni. Um þessar mundir flutti hún fyrirlestra og skrifaði greinir. f grein sem hún kallar „Fjórða boðorðið“ og út kom 1914, segir hún: „Það er sameigin- leg reynsla kynslóðarinnar um hvað er gagnlegt og hvað er til tjóns fyrir hana, sem hefir skapað hugtökin gott og ilt“. — „Mann- kynið þarf að rifja upp fyrir sjer hin gömlu fögru nöfn dygðanna — hugarþrek, viska, rjettlæti, sann- leikur, miskunnsemi, hreinlífi, hógværð — og mörg önnur fögur nöfn þarf það að læra“. Hugur hennar tók nú æ meir að hneigjast _að sögulegum viðfangs- efnum. Árið 1909 hafði hún gefið út „Fortællingen om Víga-Ljót og Vigdís“, en hafði þá ekki náð tök- um á efni og frásögn eins vel og síðan. En hún helt áfram að lesa og kynna sjer fornsögur. Árið 1915 kom út „Fortællingen om kong Arthur og ridderne af det runde bord“, bvgð á fornum enskum sögnum. Á fyrri stríðeárunum átti Sigrid Undset oft erfitt. Hún þurfti þá eigi aðeins að annast sín börn, heldur einnig þrjú börn manns síns af fyrra hjónabandi. Það er því næsta óskiljanlegt að hún skyldi geta gefið sjer nokkurn tíma til bók- mentaiðju. Á þessum árum fór hún að hugsa meira um trúmál en áð- ur. í „Jenny“ hafði hún þó þegar áður sýnt nokkurn áhuga íyrir kaþólskri trú, er hún hafði þegar kynst þegar hún dvaldist í Ítalíu. Það getur skeð að hún hafi framar öðru gert það af því að henni hafi þótt gaman að því að dekra ofur- Íítið við það, sem allir sanntrúaðir róttækir rithöfundar voru sammála um að fordæma. En nú fer hún af alvöru að hallast á þessa sveif, legg ur inn á þá braut er smám saman leiddi hana til guðstrúar. í grein, sem hún skrifaði haustið 1919 við- urkennir hún, að viðhorf sitt til kristindómsins sje nú annað en áð- ur var. Hún er komin að þeirri nið- urstöðu, að kristindómurinn einn geri þær siðakröfur, er sje hvort tveggja í senn, skjöldur og lvfti- stöng mannkynsins. Vegurinn til gæfu er ekki sá að krefjast rjett- ar, heldur fórna sjer. Og með helgisögninni um Maríu mey, hina heilögu og hreinu guðs móður, hafi kristindómurinn fengið konunni æðri heiðurssess en dæmi eru til. Sumarið 1920 er Sigrid Undset á búgarði sínum hjá Lillehammer, önnum kafnari en nokkru sinni fyr. Mörg börn eru á heimilinu, gestagangur mikill og í mörgu að snúast. Hún les öll blöð og bæk- ur. En um nætur situr hún við skriftir. Nótt eftir nótt vakir hún fram til kl. 2 og 3 og heldur sjer vakandi með kaffi og sígarettum. Á hverjum morgni verður hún að vera komin á fætur kl. 7 til þess að hugsa um börnin. En nú er hún að skapa höfuðskáldrit sitt, „Krist- ín Lavarnsdatter“. SKÁLDSÖGUR Sigrid Undset út af efni frá miðöldum, mega með rjettu kallast einstæðar í norræn- um bókmentum. Aldrei hefir þar farið saman slík söguþekking, mannþekking og skáldskapartilþrif hjá neinum öðrum rithöfundi. Um þær mundir töldu norskir sagnaritarar það svo sem sjálfsagt að tala mest um stofnanir og stjett- ir, efnahagsmál og valdastreitu. Og það var eins og einstaklingarnir væri að drukna í þessu nýtísku sagnritunarflóði. En það verður Sigrid Undset til ævarandi heið- urs, að hún sannfærði menn um að þetta yfirborð, sem skjöl, reikn- ingar og margir sagnritarar sýna, er ekki lífið sjálft, hvorki í íortíð nje nútíð. Það er aðeins umgjörð hins raunverulega lífs. En fyrir hug arsjónum skáldsins kom fólkið ljós- lifandi fram, ungir og stæltir menn, lotin gamalmenni, fólk í litklæð- um og lörfum, spakir menn og heimskingjar, alt þetta fólk, sem maður hafði aðeins sjeð nefnt á nafn í fornum skjölum, kemur hjá henni fram klætt holdi og blóði. Sigrid Undset kærir sig lítið um pólitík og sögulega atburði, heldur fæst hún við einkalíf manna og er það í samræmi við fornsögur og fornkvæði. Hún sekkur sjer niður í sálarlíf fólksins og hið drama- tíska. Og með því að leggja aðal- áhersluna á þetta, rita mest um menn og atburði, sem hún hefir sjálf skapað af hugmyndaauði sín- um, kemst hún hjá því að nokkur gagnrýni geti komið fram og sagt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.