Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBL 4ÐSINS 5C7 og eigi altaf í illdeilum við fjelaga sína. Ójá, það var fallegt eða hitt þó heldur. „Hefir ekkert verið gert til að reyna að laga hann?“ spyr jeg. „Jú, auðvitað. Alt hefir verið reynt. Það hefir verið farið vel að honum, það hefir verið talað um fyrir honum, honum hefir verið hótað og hann hefir verið hýdd- ur mörgum sinnum. Það er ekki um annað að gera en senda hann á heimili fyrir vandræðabörn11 „Hvernig er heimili hans“. „Verkamannsheimili, þar sem ekki er of mikil reglusemi. En for- aldrar hans og systkini eru þó heið- arlegt fólk“. ,Er enginn heima sem getur haft hemil á honum“. „Enginn. Hann kemur sjer jafn illa alls staðar“. „Þakka yður fyrir upplýsingarn- ar“. „Ekkert að þakka, en jeg vona að yður takist að laga hann“. Mjer fanst þessi ósk nokkuð kaldranaleg, því að á bak við var engin von um að hún mundi ræt- ast. En ung kenslukona, sem hefir óbifanlega trú á því að mildi og kærleikur geti bætt alt, lætur ekki hugfallast að óreyndu. Næstu daga reyndi svo á þessa trú að það lá við að hún færi for- görðum. Jón var slæmur, hann var verri heldur en hann var sagður. Hann átti sífelt í illdeilum við fjelaga sína, rjeðist að vísu ekki á þá að fyrrabragði, en stríddi þeim miskunnarlaust og dró dár að beim. I kennslustundum var hann ósvíf- inn og svo blóðlatur, að hann gerði aldrei neitt. Og hvað honum tókst upp að skrökva. Hann reyndi að snúa sig út úr öllu með augljósum ósannindum. Flestar kenslustundir sat hann aðeins og hímdi, fullur af þrjósku. Hvað eftir annað reyndi jeg að fá hann til að gera eitthvað, en það var þýðingarlaust. Jeg fann þó að hann hafði meðal gáfur. en ekki áhuga fyrir neinu. Jeg reyndi við hann öll þau ráð, sem uppeldisfræðingar kunna, en það var eins og að skvetta vatni á gæs. Eftir tvo mánuði var hann jafn hortugur og óskammfei'linn og í upphafi. Ef jeg talaði hlýlega til hans setti hann upp kuldaglott, og alveg eins ef jeg byrsti mig. Honum stóð nákvæmlega á sama hvort jeg ljet sem jeg sæi hann ekki, eða reyndi að vera honum eins góð og jeg gat. Að lokum gafst jeg upp. Jeg varð að viður- kenna með sjálfri mjer að jeg næði engum tökum á þessum dreng. Jeg varð að láta hann fara, þótt mjer væri það sárnauðugt. Jeg rjeði ekk- ert við hann og hann tafði fyrir hinum börnunum. Umhugsunin um þetta helt fyrir mjer vöku heila r^ótt, en svo hafði jeg afráðið að tala við yfirkenn- arann um það að honum yrði vís- að úr skólanum. Þegar kenslutími var úti þá um daginn, bað jeg Jón að verða eftir, jeg þyrfti að tala við hann andartak. Jeg ætlaði að segja honum frá ákvörðun minni. Þetta var kaldan rigningardag og rökkrið var farið að færast inn í skólastofuna. En jeg kom mjer ekki að því að kveikja. Jeg var í því skapi að rökkrið hentaði mjer best. Jeg einsetti mjer að tala af mynd- ugieika og leiða honum fyrir sjón- ir hve framferði hans væri ósæmi- legt. En haldið þið að það hafi haft nokkur áhrif á hann? Ónei, ekki fremur en þótt jeg hefði talað við borðið eða stólana. Þá var það að jeg gafst upp. Það hefir máske verið að kenna þreytu eftir andvökunóttina og margra vikna stríði við þennan dreng. En aðallega voru það vonbrigðin út af því að mildi og þolinmæði og kærleikur megnuðu ekki að bæta úr öllu. Það er sárt þegar hugsjón- irnar bregðast, þegar kjarninn í lífsskoðun manns reynist haldlaus Ótti og skelfing gagntók mig og jeg fór að gráta. Jeg gleymdi drengnum, virðuleik kennarans, skólastofunni, öllu. Jeg fann að hjer var enn meirn í h' ' -> • :og hafði gert mjer í hug .rlund. Ujer var ekki um mína baráttu að ræða, gagnslausa viðleitni mína, heidtir var þetta stærsta mál mannkvns- ins. Ef vald hins illa var meira og sterkara en vald hins góða, til hvers var þá öll þessi lífsbarátta? Var lífið aðeins skrípaleikur? Jeg hrökk upp úr þessum hug- leiðingum við það að lítil og ó- hrein hönd strauk mjer um kinn- ina. „Þjer megið ekki gráta, jeg skal sjá að mjer“. Þessu var hvíslað svo lágt að jeg aðeins heyrði orðin. En jeg sá á svip drengsins að honum var al- vara. „Jón minn, Jón minn, viltu reyna það?“ „Já“. „Þá verðurðu að sýna það í verk- inu. Það er ekki nóg að lofa. Sýndu mjer að þjer sje alvara með því að læra litlu margföldunartöfl- una áður en þú kemur í skólann á morgun, nei, þú þarft ekki að læra nema helminginn af henni. Og svo geturðu reynt að Vera svo- lítið þrifalegri, þú gætir til dæm- is þvegið þjer í framan og um hendur“. „Já, jeg skal gera það“. Hann var feiminn og fór hjá Sjer. Jeg skildi það vel. Svo kvöddumst við án þess að talast fleira við. Með mikilli eftirvæntingu beið jeg næsta dags. Guði sje loí, harin sveik mig ekki. Hann kom í skól- ann hreinn um hendur og andlit. Skórnir voru burstaðir og jeg komst við er jeg sá að hann hafði reynt að leyna götunum á treyju- ermi sinni með því að binda teygju um hana. Og þegar hann las svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.