Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 28
f 592 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En brjefamálið var svo vaxið, að þegar raðað var í skólann í byrjun aprílmánaðar, sagði rektor eir.- hvern veginn á þessa leið, begar hann var að vanda um við þá og sýna þeim og segja hversu ósæmi- legt það væri fyrir þá, að tala eða skrifa nokkurt það orð, er svítúrti skólann eða kennarana; því að þá var nýkomið brjef Jóns stúdents Þorkelssonar um ástandið í latínu- skólanum, og þar í voru tilfærð brjef, sem allir vissu, eða gátu vit- að, að var frá pilti í skóla: „Þið hljótið að sjá, hversu sví- virðilegt þetta er“, sagði hann, ,.þeg ar þið gætið þess, að skólinn veitir ykkur svo mikil hlunnindi, til þess að þið getið orðið hans aðnjótandi og fært ykkur í nyt það, sem hann vinnur að og á að vinna að, en það er að gera ykkur siðaða og mentaða menn, og undirbúa vkkur til ein- hverrar sjálfstæðrar stöðu siðar meir. Kennararnir stuðla að þessu, og því eiga kennararnir og skólinn yfir höfuð skilið, að þið sýnið þeim virðingu og hlýðni. Þið megið því ekki ófrægja þá í neinu, og bið get- ið ekki treyst því að það sem þið skrifið þeim til vansa, komist ekki upp. Og hvað ætli þið segðuð, ef jeg gæti sýnt ykkur bunka — dávænan bunka af brjefum írá skólapiltum, þar sem væri í skammir um kenn- arana?“ Hann fór svo nokkruin íleiri orð- um um þetta. En þetta tók meginþorri þeirra pilta, sem við voru, svo sem hann hefði sagt, að hann hefði skamma- brjef frá þeiin um kennarana. Urðu sumir óðir og uppvægir, svo sem Arnór Árnason frá Höfnum. Þeir leiddu ótal getum um, hvernig rektor hefði getað náð í þau, og voru flestar þcirra hvorki vitlegar njc góðgjarnlegar, svo sem sú, að hamt heíði latið taka brjef á póststofunni o. fj. c. íí. Sumir komu með þa goðspá fra Magnúsi Stephensen yfirdómara, að það lægi löng fangelsisvist við því að stela og halda privatbrjefum. Alt þetta vakti enn meiri æsing og óánægju, og það var nú afráðið meðal hinna svæsnustu, að kalla skyldi saman skólafund að tala um þetta mál, og skyldi þar svo sam- þykt að skora á rektor, að tilgreina nöfn þeirra pilta, er hann hefði brjef frá, og var svo sjálfsagt að það endaði með embættismissi og fangelsi fyrir hann. Til þess að fá einhver úrslit máls- ins á fundinum — en þau vilja oft verða í molum á skólafundum — þá þótti forvígismönnunum tiltæki- legast, að skrifa uppkast til brjefs þessa efnis. Og það gerðu þeir, og var inspector scholae, Bjarni Páls- son þá einna mestur hvatamaður þess og samdi mestmegnis brjefið. Hafði hann þó ekki verið viðstadd- ur translocationina. í brjefinu var það beint borið upp á rektor, að hann hefði sagst hafa brjef frá piltum núna í skóla, og síðan skorað á hann að gefa nöfn þeirra upp. Þetta brjef var samþykt á fundinum óbreytt. Þó vildi Sigurður Hjörleifsson eigi bera þessi orð beinlinis upp á rcktor, heldur segja, að piltar þætt- ust samkvæmt orðum hans sjálfs, hafa hann grunaðan fyrir að hafa brjcf o. s. frv. En þcssa þótti ekki við þuría. Enn fremur báru nokkrir það fram, að rektor hefði ekki sagt þetta beint, heldur aðeins tekið þetta sem dæmi, — en þetta vildi enginn heyra. Og þá var það meira að segja, sem Arnór Árnason sagði við Jón Steingrímsson o. fl, sem höfðu á móti brjefinu í þessu formi, að það væri merkileg þrák°lkni og vitleysa að vilja ekki trúa því, scm næstum allur skólinn scgði, og Iieldur vilja halda við það, sem maíur fcattUst sjatfur rnima. en myndx skakt Brjef þetta var síðan sent rektor með undirskriftum flestra af pilt- um og það margra þeirra, sem ekki höfðu verið við röðunina, svo sem dimittenda. Þeir voru aðeins undan skildir, sem þótti brjefsformið og brjefið óhæft, og voru um 20. Nú er að segja frá rektor. Hann hafði verið klagaður af Gröndal, sem þotið hafði upp við sögusögn pilta. Um þetta gat rektor í tíma við 4. bekkinga þá, og nokkru síð- ar fekk hann hið áðurnefnda inn í tímann, og brást þá vel við og sagðist skyldu þegaf svara okkur því, að hann hefði aðeins „ fing- erað“ þetta sem dæmi, til að vara við að treysta ekki því, að brjefa- skammir kæmust ekki upp. Þetta báðu 4. bekkingar hann að svara öllum skólanum við bænir daginn eftir og því lofaði hann, en efndi aldrei, og var alla næstu tíma reiður mjög út af þessu brjefi og kvað það þá fara með ósann- indi og frekju. Nú leið og beið og ljet rektor ekkert til sín heyra. Þegar piltum þótti örvænt um svar frá honum, sömdu þeir annað brjef til stiftsyfirvalda um að þau hlutuðust til, að rektor svaraði. Skrifuðu mjög margir piltar undir það, en þó höfðu allmargir liætt við, og þeir, sem þegar í fyrstu ekki vildu skrifa undir rektors- brjefið, voru ekki látnir vita af stiftsyfirvaldabrjefinu, og áttu ýmsum aðköstum að mæta af hinna hálfu. En svo fór, að stiftsyfirvöldin svöruðu brjefinu engu, og við það sló öllu í dúnalogn. Þetta hafði þó átt áhrif að mörgu leyti, meðan það stóð yfir, og eink- anlega tók það rektor sárt, sem um það leyti var mjög veikur, þótt hanu fylgdí fötum, cnda lagðist haim fundaí-t'jr uokkrú irðar og Ja Jengi, 0íi ékJu A ^* það fco crsdkin, en b^tti binsfcgiq^. ekt t_L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.