Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 21
FORNLEIFAFUNDUR í TJARNARGÖTU - ELSTU MINJAR FRÁ REVKJAVlK HJER birtist mynd af elstu mun- unum, sem voru til sýnis á Revkja- víkursýningunni, sem nýlega er lokið. Allar líkur benda til, þó ekki muni vera hægt að fullyrða það, að svo komnu máli, að þessir mun- ir sjeu frá fyrstu tímum Reykja- víkur, jafnvel frá dögum Ingólfs, eða næstu eftirkomenda hans. Þarna eru þrjár kolur af mis- munandi gerð, ein með skafti, til þess ætluð, að þægilegt sje að hafa hana í hendi sjer, og bera hana log- andi um hin dimmu húsakynni. En hinar kolurnar tvær munu frekar hafa verið til þess ætlaðar, að vera kyrstæðar í hýbýlum manna, ann- að hvort hangandi eða standandi á einhverju undirlagi. Oft voru stein- kolur þannig, að auðvelt hefir ver- ið að hengja þær upp, eru þá með skorum í, fyrir böndin sem báru þær uppi, eða eyrum, sem hægt hefir verið að þræða í hengibönd- in. Steinkolur sem þessar, voru ljósa tæki víkingaaldarinnar. En þegar kemur fram um árið 1000, segir Kristján Eldjárn, að komið hafi málmkolur eða pÖnnur, sem ljósa- tæki. Kolurnar voru þannig notaðar til ijósa, að í þær var rennt lýsi, og settur fífukveikur í, sem látinn var hanga út af barminum. Lítið ljós hafa kolurnar borið. Og dauf bætti „spennan" hjá Rafveitu Revkja- víkur nú á dögum, ef ekki lýsti betur. Þó enn ljómi frægð landnáms- mannanna fyrir hugskotssjónum íslendinga, og það að verðleikum, þá minna þessi tæki þeirra á, að þrátt fyrir afrek þeirra og menn- ing á ýmsum sviðum, þá hafa þeir lifað að nokkru leyti við íslenska steinaldarmenning. Aflangi steinninn á myndinni. með farinu í, eftir endilöngu, er vaðsteinn eða sakka, eins og hún nú er nefnd, og mun hafa fundist í sama jarðlagi og kolurnar. En af lögun steinsins eða gerð verður minna ráðið um aldur hans. Eins og kunnugt er fundust mun- ir þessir, þegar grafið var fyrir grunni hússins Tjarnargata 4, þar sem nú er h.f. Steindórsprent. Það var vorið 1943, að tekið var fyrir þessum grunni. Meðar, á greftrinum stóð veitti Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur því at- hygli, að talsvert af beinum kom upp með greftrinum. Gerði hann starfsmönnum Náttúrugripasafns- ins aðvart um þetta. Eftir það fylgdust þeir Finnur Guðmunds- son og Jóhannes Áskelsson ,neð því, sem fram fór í þessu efni og hirtu það af beinum og öðru kenni- legu, sem upp kom úr grunninum. í nokkrum hluta gryfjunnar, sem tekin var, hafði verið ösku- eða sorphaugur, og komu þaðan beinin. Voru það fyrst og fremst húsdýrabein, þar á meðal áberandi mikið af svínabeinum, svo og fugla, fiska og selabein. Meðal beina þeirra, sem Guð- mundur Kjartansson hirti, þegar hann fyrst kom að uppgreftrinum, var heill neðriskoltur af geirfugli. Öll þessi bein, sem þarna fund- ust, eru geymd í Náttúrugripasafn- inu. Vegna þess að hjer er ekki til fullkomið beinasafn, sem hægt er að nota til samanburðar, er ekki hægt að ákvarða neitt um fund þennan. Dr. Magnus Dagerböl beinasjerfræðingur við Dýrafræði- safnið í Höfn, hefir lofað, að taka bein þessi til ákvörðunar og rann- sóknar. Svínabeinin í beinasafni þessu benda til þess, að sorphaugur þessi sje mjög gamall, þó ekki sje hægt að segja með neinni vissu, hversu lengi íbúar Reykjavíkur hafi haft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.