Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 8
572 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS steijí 3g fcnaimara. Bara að garður- iiii hans a óaefs frá Arímatíu væri kominn hjer aftur. Jeg loka aug- unum og revni að sjá hann fyrir mjer. Jeg veit hvernig landið fyrir utan múrána er núna og eitthvað svipað hefir þrð verið, harður leir- inn og smáklappir og eitthvað ræktað. Þarna rjett hjá hauskúpu- hæðinni er lítill klettur og inn í hanrl er höggvin ný gröf ...... Jeg hrekk úpp af hugleiðingum mínum við það, að jeg heyri skær- an og hljómmikinn orgeltón, rjett hjá mjer. Mjér verður litið upp og sjé jeg þá, að orgel er byggt infi í vegginn á móti, rjett hjá okkur. Pallur ér fyrir framan það, og þar er maður eitthvað að sýsla. Jeg held að hann sje að gera við hljóð- færið, því að allsstaðar um kirkj- una er hú Verið að smíða og gera við. En alt í einu og óvænt flæða tón- arnir frá orgelinu og bergmála í hvelfingum hinnar miklu kirkju. Og í sama bili heyrist söngur margra radda í fjarska. Við hætt- um nú við brottförina og stað- næmdumst hugfangir milli súln- anna. Sáum við nú skrúðgöngu mikla nálgast frá þeim stað, sem við höfðum heyrt sönginn áður. Fremst gekk klerkur einn, gamall og virðulegur í hvítu rykkilíni með stólu, en tveir klerkar í hvítum sloppum gengu sinn til hvorrar handar honum og veifaði annar þeirra reykelsiskeri. Þá kom mik- ill hópur munka í kuflum sínum og því næst hópur ungra stúlkna í hvítum klæðum. Sumir voru í tor- kennilegum búningum með geisi- lega háa hvíta höfuðbúninga. Allir gengu með logandi kerti í höndum og sungu við raust annarlegt og áhrifamikið lag. Það var víst í ein- hverri fornri tóntegund, einfalt og máttugt og var söngurinn borinn- uppi af þunga orgelhljómsins. Allur hópurinn staðnæmdist fyr- i^œnhúó Siameinu&u fijóÍ anna 1 HÖLL Sameinuðu þjóðanna, sem nú er verið að reisa, verður sjerstakt baenhús, eða kapella. Það er hringmyndað herbergi og á þvi eru engir gluggar. Þar er ekki heldur neitt áltari og ekkert skral/t á veggjum. Eini hluturinn, sern þar cr inni, er stór marrnarasteinn, til rnirmingar urn alla þá. sem látið hafa lífið í styrjöldurn lurtan kemur að ofan. sálargeisli, sem fellur skáhalt á steininn. Þessi sólargeisli er hið eina helgitákn þar. En urn hann geta allar þjóðir heims sameinast í b/en x/m frið. Hann er öllum. hverrar trúar sem þeir eru, tákn um handleiðslu og alrnœtti guðs. Við þennan hvíta marmarastcin, cr geislinn fellur á, geta kristnir menn, Gyöingar, Múhamedstrúarmenn, Búddhatrúarmenn og aðrir gert bæn til síns guðs. Hann er tákn og imyrul bræðralugs aNra manna, sanr.leika, kærleika, rjettlætis. Og hann er jafnframt viðvörun til allra þjóða urn að forðast stríð og styrjaldir. Geisli guðs náðar stafar á steininn og hrópar til allra: .,Þú skalt ekki mann deyða.“ Þetta herbergi er merkilegasl allra í hinni miklu höll. Þar á full- trúum þjóðanna, sem svo mikil ábyrgð hvilir á, að skiljast það. að án trúar og bænar er alt þeirra starf gagnslaust og hallarsmiðirnir hafa þá erfiðað til einkis. ir framan kapelluna og gekk prest- urinn gamli inn þangað, en hóp- urinn, eða flestir krupu á knje fyr- ir dyrum úti. Heyrðist nú brátt veikur ómur af tóni prestsins inni í kapellunni, en hinir svöruðu. Gekk þessi vígslsöngur um hríð. En loks kom presturinn út aftur og hófst þá skrúðgangan að nýju og stefndi beint til okkar. Vikum við til hliðar en hópurinn allur gekk syngjandi fram hjá okkur með kerti sín og sveiflandi reykelsis- ker. En þetta alt saman, staðurinn, skrúðgángan, söngurinn og hug- blær okkar frá komunni að gröf Krists var svo áhrifamikið, að jeg hef litla von um að lifa nokkru sinni framar jafndýrðlega stund á þessari jörð. ,i, ,y», ^oró íÉtt m tjncltn Mynd þessi er af likneskju í Þjóðminjasafninu, og er hún þang- að komin frá kirkjunni á Stað' í Grunnavik. Líkneskjan er úr trje og vel gerð, en um uppruna henn- ar er ekki vitað. í skrá safnsins er þessi skýring með henni: — Líkneski af Maríu mey með barnið, 1 alin og 10 þumlungar á haeð. María situr og er með slegið hár og einskonar kórónu á höfði. Hún er í víðum og síðum kyrtli, með belti um mittið. Kyrtillinn er ljósblár. Á herðum er bleik- rauð skikkja, er fellur mjög eðli- lega, hún er opin langt niður eft- ir, en um hnjen slær María henni yfir sig til hliðar og eru þar fell- ingarnar vel sýndar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.