Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 16
{,220 LESBÖK morgunblaðsins ljósm. mbl: ól. k. magnússdn. Útsýn frá Akureyrarkirkju yfir Grófina, Pollinn og Oddeyri. Vaðlaheiði í nak- sýn. Fremst á myndinni sjest á stigann mikla, sem nær frá jafnsljettu upp á há- melinn þar sem kirkjan stendur. ÞORLÁKURJÓNSSCN hjet maður 03 var skipstjóri á „fiski- jal.t" hjer syðra, „reglu- og atgjarvis- maður og hvers manns hugíjúíi", 36 ára að aldri. Hinn 1S. nóvernber 1855 var hann við annan mann að flytja sjóveg úr Hafnarfirði ýmsan flutning er sjera Snorri Norðfjörð 1 Sviðholti átti. Lentu þeir á Álftanesi. Þeir fóru báðir út í lendingu, sinn hvoru megin bátsins og teygðu sig með fæturna á fjörusteina til þess að vaða ekki. Jafn- framt seildist Þorlákur með annari hendi til byssu, sem var í bátnum, tók um hlaupið og ætlaði að draga hana að sjer. En lásinn hefur þá komið við, því að skot hljóp úr byssunni. Sjera Snorri sá manninn standa eftir sem áð- ur og spurði: „Meiddirðu þig ekki? Kom ekki skotið í þig?“ — „Ekki nema í gegn um mig“, svaraði Þorlákur og stóð þá enn og studdi bátinn. En í sömu svipan tók hann að riða á fót- unum. Þá voru menn komnir að og báru hann heim, en Þorlákur lifði að eins tæpa eykt eftir það. Skotið hafði komið í brjóstið vinstra megin, rjett ofan við hjartað, en ekki farið út um bakið. V - t—>—r*':"'-"7Tr:rr VANSKÁPNINGUR Fyrir tæpum hundrað árum bar kýr í Narfakoti syðra 4 vikur fyrir talið og eignaðist mjög vandskapaðan kálf. Höfuðið var fjarska digurt, líkast sels- haus og stinnir kampar fram úr grön- unum; hálsinn mikið stuttur; belgurinn sömuleiðis fjarska digur; fæturnir stuttir og á öðrum atturfætinum voru tvenn liðamótin um hnjeð og svaraði þumlungi í milli. Rófan stóð upp úr bak inu, hjer um 5 þumlungum ofar en vanalegt er, var hún 9 þumlungar, íík- ust sem á rottu, með hörðum smákört- um út úr; allur var haus og búkur hár- laus nema eyrun að innanverðu og lít- ill bugur fyrir ofan klaufirnar, en þær voru miklu líkari sauðarklaufum en kálfs. Skinnið var þunnt, en holdið var líkast hildum eða soðhlaupi. Innýflin fyrir framan þind voru öll með venju- legu sköpulagi, en lifrin var fjarska stór og nýrun óvanalega lítil, og utan um þau var harður mór, hvítur, hálfur fjórðungur að vigt og voru % hans að vigt utan um hægra nýrað. — (Eftir skýrslu Jóns skipstjóra Norðfjörðs, sem skoðaði skepnu þessa ásamt 2 mönn- um öðrum). STURLA SIGHVATSSON var ekki heima þegar Vatnsfirðingar komu til Sauðafells, drápu og særðu heimafólk, bæði konur og karla, og rændu öllu er hönd á festi, svo sagt er að „þeirVa híbýla væri mestur munur, hversu gnógleg voru og góð fyrir klæða sakir cg annars, áður þeir komu um nóttina, og hversu órækileg og fátæk voru, er þeir fóru á brott“. Sturla var að Reykjum í Hrútafirði og voru send- ir menn að segja honum tíðindin. „Þá var Sturla í laugu, er þeir sögðu hon- um tíðindin. Sturla spurði hvort þeir gerðu ekki Solveigu; þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einkis“. SÍRA NARFI GUÐMUNDSSON var prestur í Berufirð^654—57. — Þaðan sigldi hann til útlaSra og dvald- ist þar í 14 ár við ýmiskonar nám: heimspeki, náttúrufræði og læknis- fræði, að því er talið er. Þegar hann kom heim aftur, gerðist hann prestur að Möðrudal á Fjalli og stundaði jafn- framt lækningar. Hann safnaði grösum og steinum, en það safn er týnt fyrir löngu. — Þessi vísindamaður flosnaði þarna upp. Hann var mjög frjálslynd- ur, og er til marks um það, að einu sinni er hann átti að ferma börn, sagði hann: „Sum ykkar vita mikið, önnur nokkuð, en sum ekkert. Jeg læt það jafna sig og fermi ykkur öll“. SKORIÐ OFAN ÚR Á Gvendarstöðum í Skagafirði bjó eitt sinn kona er Málmfríður hjet. Hún átti í illdeilum við Jón sterka á Hryggj- um í Göngustöðum. Deildi hún eitt sinn svo hart á Jón, „að hann tók það ráð að rista ofan úr henni, sem kallað var. Var trúað, að með því móti mætti slæva skapvarga. Átti að rista með beittum knífi ofan úr hálsmáli baka til og ofan fyrir pilshöldin, svo klæðin felli utan af þeim, en svo alleina átti að snerta likama þeirra beran, að rauð rák mátti sjást eftir hnífsbakkann. Sagt er að Malmfríður skánaði við þetta (Gísli Konr.). HEYKJA „Það er heykja í honum“, sagði Indriði gamli Indriðason á Skarði við mig, er við ræddum um veðurútlit. — Hann átti við að bera mundi til beggja vona um þurkinn. Þetta nafn á veður- fari hefi jeg hvergi heyrt annars stað- ar, og ekki er það í orðabók Sigfúsar Blöndals (Á,Ó.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.