Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 13
LESBOK MORCiUNBLAÐSINS ’\1 NÝn BYGGINGAREFN! Um allan hcim cru menn að reyna aö finna hcntug og ódýr byggingarefni t.il þesa að byggja upp þaö, sem brotið var niður í stríðinu. Enshur maður hefur fundið nýtt byggingar- efni, sem menn vœnta mikils o/. — MAÐUR er nefndur Samúel Clipsam og á heima í Lancashire í Englandi Þar hefur hann gert margar tilraunir að gera leirflögur, er nota mætti í þök og til þess að þekja hús að utan. Hann stundaði þessar tilraunir í húsa- garði sínum og nágrar.narnir hentu drjúgum gys að honum fyrir það að halda að hann gæti gert nothæfar flögur úr venjulegum leir. En þessar tilraunir hafa nú samt sem áður borið þann árangur að kom- ið er fram algjörlega nýtt byggingar- efni, sem nefnt er Pyroc. Það hefur meðal annars þann kost að vera ör- uggara í eldsvoða heldur en cement- steypa. Við tilraunir, sem gerðar voru með það í New York, þar sem það var sett á stálgrind, kom í ljós að hálfs þumlungs þykt lag af því þoldi eld jafn vel og nokkurra þumlunga þykk steinsteypa. Clipsam hafði upprunalega hugsað sjer að sprauta leirnum, eins og þegar málningu er sprautað á hús. En til- raunir um það báru ekki góðan ár- angur. Leirinn rann bókstaflega nið- ur veggina, sem honum var sprautað á, alveg eins og krakkar hefði kastað leðju á þá. Svo var það einhverju sinni að Clip- sam var boðið að reyna að blanda leirinn með efni, sem kallast vermi- culita, og komið var frá Afríku, úr- gangur frá námum. í rauninni er það „glimmer“ og hefur þann eiginleika að það flagnar alt þegar það er hit- að, og vex þá fyrirferð þess 16 falt því að alls staðar kemst loft á milli flaganna. Verður það þá fjaðurmagn- að og er hægt með fargi að þjappa því saman aftur, svo að það verði lítið meira fyrirferðar en upphaflega. Clipsam tók nú nokkuð af þessu efni og blandaði því sarnan við cement og kalk. Leðjunni sprautaði hann 'svo á vegg, og nú loddi hún við án þess að breyta sjer eða renna t’l. Þegar þesti le'ija harðnaði reyndi Clipram hana með því að berja á hana með harmi. Gerði hún hvorki að springa nje molna. Á þennan hátt var Pyroc fundið upp, segir enska blaðið „News Chronic!e“. Nú var farið að steypa veggplötur úr þessu efni. Átta þumlunga þykt lag þjettist svo á 50 mínútum, að hægt var að fergja það svo að fram komu alveg sljettir fletir. En þessar plötur vógu ekki nema þriðjung á móts við aðrar steyptar plötur af sömu stærð. Það gerði glimmer-efnið í þeim. Og eftir 3 klukkustundir voru þær orðn- ar svo harðar að óhætt var að mála þær. En nú hafði Clipsam fundið nýa eiginleika þessarar steypu. Hún brotn- ar ekki og verpist ekki. Hún festist við járn og timbur engu miður en við steinsteypu eða múrsteina. Ekki þari annað en sprauta henni á þjettriðið net, og þá er fenginn sterkur veggur. Prófessor Bernal, sem er vísinda- legur ráðunautur bresku stjórnarinn- ar um byggingarmál, hefur látið þannig um mælt: „Langsamlega mesta framförin í byggingarlist er sú að nota Pyroc og vírnet. Það þýðir að vjer getum bygt framtíðarheimili vor úr steypu, sem er svo ódýr, að byggingarkostnaður- inn verður ekki nema brot af því, sem nú er. Hermannaskálar gæti jafnvel orðið bestu íbúðir, ef sprautað væri á þá lagi af Pyroc. — Auðvitað verður reynslan að skera úr því hve endingargott þetta nýa byggingarefni verður.“ Sá er einn kostur á þessari nýu steypu að hægt er að reka nagla í hana, festa skrúíur í henni og saga hana sundur eftir vild. örþunt lag af henni innan á eldhús og baðherbergi kemur algjörlega í veg fyrir raka. Þá er og steypan mjög gott einangr- unarefni. Hús úr henni munu verða hlý á vetrum og hæfi’ega svöl í sum- arhitum. H n er ágæt til þess að haida hænsahúrum hlýjum og varna hita- tapi iitungunarvjela. Og svo er hún örugg gegn eldi. Tilraur. var gerð um það á þann hátt, að 1 cm. þykku lagi af henni var sprautað á timbur, og þepar það var orðið hart. var logsuðu- blorsa beint þar á. Eftir sex klukku- stundir byrjaði timbrið að sviðna und- an hitanum, en ekki gat kviknað í því. Pyroc verður ódýrayi en stein- steypa. Það er aðallega gert úr kalki og vermiculite, en það eru úrgangs- efni, sem nóg er til af og hafa verið verðlaus fram að þessu. Tilraunir með þetta byggingareíni hafa farið fram um tveggja ára skeið. Og nú hefur byggingarefna-rannsók.i- arstofa breska ríkisins tekið að sjer rannsóknirnar, og það er búist við því að þær leiði það í ljós, að breyta þarf öllum byggingasamþyktum lands ins með tilliti til þess, að nú verður hægt að byggja á alt annan hátt en áður. Farið er að framleiða bygging- arefnið í stórum stíl og er búist við að miklar birgðir af því komi á markað- inn innan skamms. En Clipsam segir að menn verði að læra að nota Pyroc. Ekki þýði að fá það í hendur byggingamönnum, nema þeir kynni sjer áður hvernig á að fara með það. Er jafnvel búist við að stofna verði til námskeiða eða skóla fyrir þá byggingamenn, og að þeir verði að hafa sveinsbrjef í höndum áður en þeir fara að byggja úr því. Blöoin segja að Pyroc sje líklega fyrsta uppgötvunin eftir stríð, sem muni lækka verulega útgjöld almenn- ings, án þess að það sje gert á kostnað hins opinbera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.