Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 2
? 206 fluttist þá alfarinn til Danmerkur og saknaði hans enginn. ,,Hann hafði komið sjer illa vegna framkomu sinn- ar, cnda var hann drvkkjumaður mikill." Hcnricb Kragh ilenrich Kragh hjet «á, sem kom í staðinn fyrir Noldte. Hann var klæð- skerasveinn að atvinnu, en kom hing- að sem þjónn Claus Bendiche kammer- ráðs, er sendur var hingað til að rann- saka embættisfærslu Ólafs stiptamt- manns Stephensens. Gegndi Kragh hjer lögregluþjónsstarfi í 22 ár, eða til 1827, og voru þeir Ole Biöm lengi saman. . Eitt af afrekum þeirra var það að stofna hinn svonefnda „Klúbb" hjer í bænum, sem seinna var nefndur „Gamli klúbburinn". Var það í raun- inni ekki annað en spila og drykkju- fjelag. Frydensberg bæjarfógeti var siðavandur maður og var hann mjög andvígur þessari klúbbstofnun, en fekk ekki rönd við rcist, því að lög- regluþjónarnir íengu ,ýmsa af helstu kaupmönnum í þann f jelagsskap með sjor. Það voru dönsku kaupmennirnir, sem þá settu svip sinn á bæinn, og mátti svo kalla að Reykjavík væri þá dönsk, því að hjer var mestmegnis töluð danska. Vakti það því ekki hneyksli að fyrstu embættismenn bæj- arins skyldu vera danskir. En hitt mætti aftur mótspymu þegar Frydens berg fór fram á það, að guðsþjónustur í dómkirkjunni skyldi fara fram á dönsku annan hvorn helgidag. Þá var w'tknarprestur hjer síra Brynjólfur Sívertsen. Iiann var enginn skörungur kallaður, en þó ofbauð honum þessi írekja. Skrifaði hann bæjarfógeta aft- ur og skýrði frá þvi, að í sókninni væri 879 manns, og þar af aðeins 63 danskir og margir þcirra heíði verið hjer svo lcngi að þcir skildu íslensku og hcfðu því mcira gagn af íslenskri guðsþjónustu heldur en utanbæjar- tuenn aí danskri guðsþjónustu. Þó LESBOK MORGUNBLAÐSINS vildi hann ekki skorast alveg undan þessu og stakk upp á, að messað yrði á dörtsku 6. hvern helgidag. Málið kom fyrir Cansellíið og skar það svo úr, að danskar messur skyldi haldnar „fyrst flm sinn“ 5. hvern helgidag, og helst þetta fram til 1882 og var fyrst numið úr gildi með konungsúrskurði 19. sept. 1894. Á lögregluskjölum frá þessum árum má glöggt sjá það að helsta viðfangs- efni lögreglunnar hefur verið að fást við ölvaða menn. Drykkjuskapur er hjer þá ákaflega mikill og var mörg- um laus höndin, og sjálfir kaupmenn- imir, sem áttu að vera öðrum til fyr- irmyndar í góðri hegðun, gáfu hver öðrum á kjaftinn og börðu viðskifta- menn sína, ef þeim líkaði ekki við þá. Var þá síður að taka til þess þótt sauðsvartur almúginn færi að dæmi þeirra og ljeti sjer slíkt sæma. En fyrir þá menn var sjerstök refsing. Úti fyrir búð Sunchenbergs (þar sem nú er Ingólfs Apotek) ljet Frydens- berg reisa gapastokk, og var það al- geng refsing fyrir allskonar óspektir, strákskap og drykkjulæti, aö menn voru settir í gapastokkinn 1—2 klukku tíma. Og ekki þurfti altaf svo mikið til. Stúlku var cinu sinni hótað því að hún skyldi sett í gapastokkinn, ef hún færi ekki úr bænum heim í sveit sína. Þetta var seinasti gapastokkurinn á íslandi. Þegar Ole Biörn ljet af lögreglu- þjónsstarfi, var Jón nokkur Benja- mínsson settur um hríð lögregluþjónn og varð fyrsti íslendingur, sem því starfi gegndi. Þetta var auðvitað neyð- arráðstöíun, og aðeins gerð þangað fil hægt væri að fá nýan lögregluþjón frá Danmörku. Hann fekst líka 1815 fyrir atbeina Frydensberg, sem þá var kom- inn af landi burt. Þcssi maður hjet Lars IVIoller Var hann kvæntur sænskri yíirsetu- konu, sem Elisabcth hjct og scttust þau að í litJu húsi, þar sem nú er líukaversiun Sigíúsar Eymundssonar. Konan var löggilt ljósmóðir hjer í bæ, og var húsið jafnan kent við hana og kölluðu það flestir á þeirrar tíðar reykvísku „Jordemoderhúsið", en sum ir „Nærkonuhúsið". Möllcr var hinn mesti drykkjumaöur, tn gegndi þó lögregluþjónsstöðunni í 22 ár, eða fram til 1837. Þá vjek Tvede bæjar- fógeti honum fyrir óreglu. Eftir Hendrich Kragh kom íslensk- ur lögregluþjónn (1827), Magnús Jónsson, ættaður frá Eiði á Seltjam- arnesi. Hann var stúdent ,en þótti undarlegur í háttum. Hann átti heima í Skólabænum og var jafnan sárfátæk- ur. Þótti hann heldur atkvæðalítill í starfi sínu og sagði því af sjer eftir 12 ár (1839). Hann dó árið eftir, í staðinn fyrir Lars Möller var tek- inn annar íslenskur lögregluþjónn, Þorsteinn Bjamason og vildi nú svo einkennilega til, að um tveggja ára skeið voru báðir lögregluþjónarnir fs- lenskir. Þorsteinn var ættaður frá Flekkudal í Kjós og hafði áður búið í Seli og Bráðræði, en síðan flust til bæjarins og bygt sjer hús við Suður- götu, sem nefnt var Brunnhús. Hann var smiður góður og hafði m.a. bygt „Doktorshúsið". Gegndi hann lögregluþjónsstaríinu í 28 ár, þótti fremur atkvæðalitill, en talinn valmenni. Kona hans var önnur ljósmóðir bæjarins og var þeirra son- ur Kristján, sem keypti Liverpool og byrjaði að versla þar, en varð skamm- lífur. Nú hefði mátt ætla að Reykvíking- ar hefði ícngiö nóg af því að hafa hjer danska lögrcgluþjóna, því að þeir höfðu reynst bæði drykkfeldir og sumir misindismenn. En það er ekki altaí að brent barn forðist eldinn og áttu Reyk\ikingar enn eftir að fá smjörþefinn af þvi. Stefán Gunnlaugsson varð bæjar- íógeti hjer 1838, hinn mætasti mað- ui’ i alla staði. Hafði hann brennandi áhuga fyrir því að uppræta allskonar óreglu og ómenningu í bænum, en varð raunalega lítið ágengt vegua

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.