Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 8
1% LESBOK morgunblaðsins Nú er kominn tími til þess að gera gróöurreita og sá í þá í þessari grein gefur rœktunarráöunautur bœjarins upplýsingar og leiöbein- ingar utn - GRÓÐURRE Karmar. 1—2 þverskuröur, 3—4 þvcrstykki GRÓÐUR- eða vermireitar eru að mestu leyti notaðir til þess að íengja vaxtarskeið ýmsra plantna, sem t:.-p- lega, eða alls ekki, ná fullum þroska við venjuleg náttúruskilyrði viðkom- andi staðar og tryggja mjög, að við- unandi árangur náist í marg‘!:onar matjurta- og skrautblómaræktun á svo tiltölulega stuttu og köldu sumri, sem við íslendingar eigum við að búa. Plöntunum er þá fyrst sáð í þ^r til gerða kassa eða karma, og lausir gluggar lagðir yfir. Gerður er greinarmunur á svjköíl- uðum heitum og köldum gróðu'-reit- um, eftir því hvort sólin er eingöngu notuð sem hitagjafi, eða reiturinn er tæknilega vermdur. Kaldir gróður- reitar eru þess vegna stundum nefndir sólreitar, en þeir heitu vermireitar, og fá hæfilegan hita neðan frá vegna á- burðargerjunar, rafmagnshitunar, eða heitt vatn er leitt inn í þá. Vcrður síðar greint nokkuð frá þessum mis- munandi aðferðUm til upphitunar. — Venjulegast er sáð í gróðurreita seint að vetri eða snemma á vorin, þegar hæfilegt er að viðkomandi planta hefji þroskaskeið sitt, og geta þá fleiri hundruð einstaklinga rúmast fyrst um sinn í reit, sem er tiltölulega lítill að flatarmáli. Síðan eru jurtirn- ar fluttar á bersvæði, þar sem þeim er ætlað að þroskast, vanalega seint í maí eða júní mánuði. Gróðurreitar eru einnig notaðir við ræktun á linger^um jurtum, sem þá ala allan sinn aldur í reitnum, fyrir græðlinga og oít er tilvalið að varð- veita þar fjölærar jurtir yfir vetrar tímann. Staður fyrir gróðurrcita NAUÐSYNLEGT er, að gróðurreit- um sje valinn skjólgóður og sólríkur staður, helst þar sem landi hallar lít- ið eitt á móti suðri. Venja er, að lang- hliðar reitanna liggi í austur og vest- ur, þannig, að gluggunum halli t suð- u:-. Ekki er þó heppilegt, að halli glersins sje rnikill, þar sem hitinn í reitunum vill þá verða nokkuð ójafn, og loftræsting-eigi jafn góð. Einnig er erfiðara að skorða gluggana nægilega vcl, eí hahinn er úr hófi fram. Sje um að ræða halla i suðaustur eða suðvestur, er reitnum komið fyrir með Ianghliðarnar þvert á brekkuna, þar sem sólar nýtur nokkuð jafnt, hvort sem reitnum hallar litið eitt til austurs, eða vesturs. En ef um er að velja milli austur og vestur halla, er betra að láta reitinn halla í austur, þar eð morgunsólin er drýgri gróðr- inum að öðru jöfnu. Þess skal vel gætt, að grunnvatn ITA - nái ekki upp í reitinn, og ef svo er skulu vönduð lokræsi gerð umhverfis hann. Yfirborðsvatn getur einnig valdið ípjöllum og myndar oft for- æði umhverfis gróðurreita. — Hins vegar verður að hafa það i huga, að greiður aðgangur sje ávallt að nægu fersku vatni til vökvunar. Allir geta smíöaö sjer einfaldan gróöurreit VENJULEGA eru karmarnir, eða um gjörðin um gróðurreitana, gerðir úr trje. Góð fura er best, greni rifnar fyrr. Hæfilegt er að nota iy2"XS" borð í þessu augnamiði og bera á þau vökva, sem varna fúa, t.d. „Antipara- sit“, koparolíu eða annað slíkt. Ef reitinn á að verma með áburð- argerjun, eru karmarnir hafðir laus- ir, en að eins þrýst niður í jarðveginn um leið og reiturinn er gerður, og þá þannig, að þeim halli í sólar átt, 12 til 15 cm. Ef reiturinn er útbúinn snemma að vori, má hallinn vart vera minni en 15 cm. og efri brún þeirrar langhliðar, sem lægra er sett, látin nema lítið eitt yfir yfirborð jarðvegs- ins. Lengd gerjunarreits er hæfileg um 3 m. eða, sem svaí"ar karmi undir 3 glugga með því máli, sem gefið er hjer á eftir. Til þess að borðin hald- ist í rjettum skorðum er rjett að setja þverslár yfir karmana á milli hvers

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.