Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS i\vi 199 Grunnplan. Hitaleiösla í gróðurreit. Brotna línan táknar loftleiðsluna ___ yfirhorStltilila. þvenK uróur Þverskuröur af hitakerfi i gróöurreit orku, sem við eigum í hveravatninu, er víða er hægt að ná til með h'tlum tilkostnaði, en sem við höfum ekki hagnýtt okkur, nema að svo örlitlu leyti, miðað við þá gnægð, sem af er að taka. Yfirgnæfandi meirihluti allra gróðurreita hlýtur því að verða hitaður með hveravatni á þeim svæð- um, þar sem jarðhitinn stendur okkur til boða. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa talið það borga sig að reisa plöntuuppeldisstöðvar og gróðurreita svo skiptir tugum þúsunda, sem vermdir eru með heitu vatni frá kola- eða olíukynntum kötlum, og ættum við ekki að vera eftirbátar þeirra á þessu sviði með þeim býsnum af ó- keypis hitaorku, sem móðir jörð læt- ur oss í tje, og við getum fyrirhafnar lítið beislað. Þar sem margir munu hafa nú orðið reynslu hjerlendis við upphitun með hveravatni, mun ekki að sinni farið út í nákvæmar lýsingar á þess- ari aðferð, enda ekki ætlunin að gefa tæmandi skýringar í þessari grein. Uppdráttur fylgir með, sem sýnir ' aðaldráttum hvernig rörakerfinu er komið fyrir í reitnum. Venjulega er talið nóg að leggja fjögur tommu rör langs eftir reitunum í 25 til 30 cm. dýpt, auk einnar leiðslu ofanjarðar með fram körmunum. — Nauðsynlegt er að koma stopphönum fyrir þannig, að hægt sje að tempra hitann eftir Útplöntun vild, og hafa útbúnað til að tæma rörin, þegar reiturinn er ekki í notkun yfir veturinn. Þegar kerfið er lagt, er gott að leiða aðrennslis-rörin í ein- angruðum stokk, og setja rauðamöl eða vikurlag undir rörin í gróður- reitnum, svo að sem minnst hitaorka fari til spillis. í Reykjavík og víðar, þar sem hveravatn er þegar, eða verður tekið til' almenningsnota, mun reynast mjög auðvelt og hagkvæmt að koma gróðurreitum í samband við hitakerfið á staðnum, og verður þá nýtt sú orka, sem afgangs er á þeim tíma sólarhrings, þegar hennar er ekki þörf til upphitunar híbýla og annara heimilisstarfa, þer sem reitana þyrfti ekki að verma nema að nætur- lagi, ef vel er hlúð að þeim. Hiröing gróöurreita MIKIL vandvirkni skal höfð við val gróðurmoldar í reitana. Mold ér vel ræktuðu túni eða mat- jurtagarði blönduð með nokkru af sandi og gömlum húsdýraábur&i, t.d. hrossataði, er oftast mjög góð. Þó skal gætt nokkurrar varúðar, e moldin er tekin úr matjurtagarði, þar sem hætt er við, að illgresi slæðist með, sem svo eðlilega dafnar vel við hin hagstæðu skilyrði í reitnum. — Ástæðulaust er að bera mikinn áburð í gróðurreita áður en sáð er, ef moldin hefur verið tekin á frjóum stað. — í gamla reita er þó rjett að setja lítið eitt af áburði. Ágætt er að bera á hús- dýraáburð, sem blandaður er til helm- inga með mómold. Útlendan áburð skal nota með gætni, ef hann er val- inn. í venjulegan jarðveg eru 70 til 120 gr. hæfileg í 8 til 10 m. langan reit af algildum áburði, en hánn ínnihéld- ur þau efni, sem nauðsynlegust eru: Köfnunarefni, Fosfór og Kali. Rjett er að bæta ofurlitlu af kalkefni í jarð- veginn á 2 til 3 ára fresti, ef kál og aðrar þurftarfrekar nytjajUrtir eru að staðaldri ræktaðar í reitnúm.' Kalk- steinsmjöl er hentugt, 300 til 350 gr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.