Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 4
192 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Liverpool og Glasgoiff að baki __________________________________ sem útsýni nálgaðist það að vera eins og úts>Tíi er nú úr turni Landakots- kirkju. Lyfta var í húsinu neðan úr kjallara og þótti fi^'ðuKg. Húsið sneri frá norðri fil suðurs. í h i rniðju var geisistór sölubúð, en skriístofur að sunnanverðú. Vestan við það var bygt annað stórhýsi, vö: ugeymsluhús 25 áína langt og 12 álr.ir á breidd. 1 Grófinni var gerð bryggja all- mikil og fram á hana lagðir járr.braut- arteinar frá húsinu, svo hargt var að aka öllum vörum af brygaju inn í kjallara, og þótti þaó einnig nýstár- legt. Hið innra var húsið b ið alls konar nýtisku þægindum. Henderson hóf nú þarna ve^slun og varð Jónas E. Jónassen verslunar- stjóri hjá honum, en Sveinbjöm Jac- obsen varð umboðsmaður efea fulltrúi (Manager) firmar.s og tók sjer þá bólfestu í Englandi, en var hjer með annan fótinn. Seinna tók Henderson enskan kaupmaiin í f jelag við sig. Hjet sá Anderson og firmað upp frá því kallað Henderson, Anderson & Co. — Áttu þeir þá verslanir víðar hjer á landi. Sveinbjörn k’osinn á þing og gerður þingrækur HAUSTIÐ 1864 (29. sept.) fóru fram kosningar til Alþingis í Reykjavík. Voru þeir í framboði Halldór Kr. Frið- riksson og Sveinbjörn Jacobsen. Þá voru á kjörskrá 110 kjósendur og var svo óvenju mrikill áhugi fyrir kosn- ingunni, að 72 sóttu kjörfund. I kjör- stjóm áttu þeir sæti Árni Thorsteins- son bæjarfógeti, Jón Pjetursjon yfir- dómari og Páll Melsted málfærslu- maður. Á fundinum var því þegar hreyft, að Sveinbjöm væri ekki kjörgengur, og færðar til ýmsar ástæður. Ein var sú, að honum hafði orðið það fyrir nokkrum árum, að bú hans í Dan- mörku var tekið til gjaldþrotaskifta. Önnur ástæða var sú, að hann ætti ekki heima hjer, heldur í Bretlandi. greiddi ekkert útsvar hjer, ætti hjer ekki fasteign o. s. frv. Meiri hluti kjörstjórnar taldi þessar ástæður ekki gildar til þess að svifta hann kjörgengi, en formaður (Á. Th.) leit svo á að á glæ væri kastað öllum þeim atkvæðum sem á hann fellu. Kosningin fór svo fram og var Sveinbjörn kosinn með 41 atkvæði, en Halldór Kr. Friðriksson fekk 26 at- kvæði. Risu þá upp miklar blaðadeilur út af þessu. Drógu margir taúm Svein- bjarnar og töldu mótbárurnar gegn kosningu hans af illkvittni sprottnar. Á Alþingi 1865 mætti Sveinbjcm, lagði fram kjörbrjef sitt og kraföist þingsætis. En þá hafði þinginu verið send kæra út af kosningunni og byrj- aði þingið með hörðum deilum út af henni. Þeir, sem fylgdu Sveinbirni heldu þvi fram að kæruatriðin væri röng. Hann hefði borgarabrjef hjer síðan 1840 og væri því þegn Danakonungs, því að hann hefði ekki fengið borgara- rjett í Englandi, þótt hann væri bú- settur þar. Ekki væri það honum að kenna heldur bæjarstjórn að ekkert útsvar væri lagt á hann sjerstaklega, en þó greiddi hann hjer útsvar, því að hann væri meðeigandi i Glasgowversl- uninni, sem væri hæsti útsvarsgjald- andi í bænum. Jón Pjetursson yfir- dómáfi sagði: ,Jeg get ekki skiiið að hann sje ekki fjár síns ráðandi, þeg- ar hann á part hjer í verslun og bú hans hjer stendur ekki undir neinurn skiftum. Mjer er líka með öllu ókunn- ugt um það að bú hans hjer á landi hafi nokkurn tíma verið tekið undir skifti, þó bú hans einhvern tíma kunni að hafa verið tekið til skifta sem þrotabú í Danmörku, því að það hefur enga lagaþýðingu utan Danmerkur. Alþingisskipunin 8. mars 1843 er ein- göngu gefin fyrir ísland og getur ekki náð til annara gjaldþrota en verða hjer á landi.“ Og Jón Hjaltalín land- læknir sagði: „Kjörstjóm sagðist ekki víta neina meinbugi á kosningu hans á kjörstað. Og vjer veljendur hans gát- um eigi skilið annað, en að sá maður, sem hefur svo mikið fje til umráða og svo marga menn í sinni þjónustu og veitir flestum hjer atvinnu, sje full komlega fjár síns ráðandi. Oss finst það skritið ef þingið ætlar að reka hann fyrir gjaldþrot".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.