Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 16
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LJÓSM. MBL: ól. ic. magnússdn. VORBRAGUR Á AKUREYRI. — í Grófargilinu, beint niður undan sundlaug- inni, hafa Akureyringar gert dálitla tjörn, sem nefnd er „Andatjörn" eða „Anda- pollur“. Umhverfis tjörnina verður fegrað á allan hátt og verður hún bæjarprýði. Mynd þessi er tekin þar í hita og blíðskaparveðri um páskana og sýnir svani og nokkrar andir á tjarninni. ----------------------------------------------------------------------------- KRI3TJÁN SVARTIDAUÐI átti heima norður á Tjörnesi um mifja 19. ö!d. Auknefni siit fskk iiann al þvi að hanr. hafði kolsvait hár. — Einu sinni reri Kristján einn á báti, en hraklist þá norður í haf og náði Grímsey við illan leik. Grímseyingum leist ekki á gestinn, heldu hann illan anda og sóttu barefli og önnur vopn til að vinna á honum. Kristján gat þó gert þeim skiljanlegt að hann væri menskur maður, og tóku þeir honum þá vel og var hann þar um veturinn. En í landi var Kristján talinn af og var mikið mein að afturgöngu hans á Tjörnesi þá um veturinn. BJÖRN GUNNLAUGSSON langaði mikið til að læra þegar hann var ungur, en faðir hans mátti ekki heyra það nefnt og sagði að bókvitið yrði ekki látið í askana. Eitt ísavor skutlaði Gunnlaugur hvai í vök undan Vatnsnesi, en skutulfestin slitnaði. Þá segir karl við son sinn, að ef hvalinn reki með skutlinum, bá skuli hann hafa einhver ráð að kosta hann í skóla. — Lagðist Björn þá á bæn og bað þess heitt og innilega að hvalinn ræki. Varð honum að því. Hvalinn rak á Skagaströnd og stóð skutullinn í hon- um. Þá varð Gunnlaugi að orði: ,.Þú ert ekki alveg auðnulaus, greyið mitt, og er best að þú fáir vilja þínum framgengt". Daginn eftir sendi hann Björn til sóknarprestsins og bað hann að kenna honum undir skóla. FRÁFALL ESPHOLÍNS Þann 1. ágúst (1836) var vor heiðar- legi sagnaskrifari, Jón sýslumaður Espholín, um morguninn staddur á Víðivöllum í Skagafirði hjá þeim fræga öldungi sjera Pjetri prófasti Pjeturssyni og var á tali við hann. Fann hann þá á sjer svefnþunga mik- inn. Kona sjera Pjeturs bauð honum að leggja sig til svefns. Espholín af- þakkaði það. Reið síðan Ijeimleiðis með pilti, er hann hafði til fylgdar. En á leiðinni hneig Esphoiín af hestinum og andaðist hæglega litilli stundu síðar, 67 ára gamall (Daði fróði). MAGNÚS Á HOFSTÖÐUM Upp úr aldamótunum 1800 bjó sá J bóndi á Hofstöðum í Þorskafirði er Magnús hjet. Var hann einrænn í hátt- um og hversdagsgæfur, nema ef hann var við öl. Þá þótti hann ekki ein- hama. Einu sinni kom hann úr eyum og reri austur fyrir Reykjanes og bað að lenda í Húsey, fram undan Reyk- hólum. Hafði hann hevrt að í eynni gengi mannýgur hrútur gamall, sem Þórður beykir, faðir Jóns skálds Thor- oddsens átti. Fekst Magnús lengi einn við hrútinn og kom aftur til manna sinna með allmiklar ákomur. Síðan lenti karl, sótti heim eigandann og heimti bætur. En Þórður synjaði. Þá sagði Magnús: „Það er þó mikið högg, Þórður beykir, þegar mórauð skepnan skoppar skeið í pönnuna á manneskj- unni“. VELLANKATLA (upphaflega Vellandi Katla) er nafn á uppsprettum syðst og austast í Þing- vallavatni. Það er einnig nafn á upp- sprettu í Landbroti, sem Sæmundur Holm lýsir svo: „Vellinkatla er stærst uppsprettuauga sjeð hefi, hjer um 8 faðmar um sig og mjög djúpt. Vatnið vellur upp með mikilli <ákefð og boða- föllum". Á Melrakkasljettu voru tveir bæir, sem hjetu þessu nafni. Annar er nú kominn í eyði fyrir löngu, en h\nm hefur skipt um nafn og er kallaður Núpskatla. Þar halda menn að nafnið Vellankatla hafi ekki verið dregið af uppsprettu, heldur af svonefndum Katli í Rauðanúp og að þar hafi verið jarðhiti til forna. KONAN Á YRJUM í Landsveit var kot sem Yrjar hjet. Þar bjó einsetukona þegar jarðskjálft- arnir miklu gerigu yfir Suðurland árið 1896. Baðstofan fell i jarðskjálftanum og kerling komst nauðulega út og flýði að Skarfanesi. Þar sá hún éitt þil uppi standandi og er mælt að henni hafi þá orðið að orði: „Guð hefur þó verið í Skarfanesi, ekki var hann í Yrjabað- stofu“. VINDBELGUR heitir bær í Mývatnssveit og þykir mörgum það nafn undarlegt. Bærinn stendur undir háu toppmynduðu fjalli, sem Vindbelgur heitir, og hefur fengið nafn áður en bærinn var bygður, en bærinn síðan tekið nafn af því. Sumir nefna Vindbelgjarfjall, en það er rangt, og hefur komið upp þannig að menn hafa viljað aðgreina fjallið frá bænum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.