Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 13
ft LESBÖK ívIORGUNBLAÐSINS 201 HUNDRAÐ ÁRA MINNING MATTHILDUR Þorkelsdóttir var far- sæl kona, sem bar lífgras í hendi sier að kaunum mannanna í meir en siö- tíu ár. Hundrað ár eru liðin frá bví hún kom, en tíu ár eru síðan að hún hvarf af leikvangi þessa lífs. Margt er það, sem skilgreint er af vísum mönnum nú á dögum, en eðli mannsins og tilhneigingar hefur ávallt verið torvelt viðfangsefni og erfitt að setja því takmörk. Einhver sjerstæð eðliskend sýnist það vera, þegar fjöldi manna af sömu ættkvísl hallast að svipuðum viðfangs- efnum. Um aídaraðir hefur listhneigð og líknarþrá lifað með ættstofni Matt- hildar Þorkelsdóttur, og verður það ekki rakið hjer. Matthildur var fædd 8. mars 1848 að Ásum í Skaptártungu. Faðir henn- ar var síra Þorkell Eyjólfsson. Móðir síra Þorkels var Guðrún einkadóttir síra Jóns Þorlákssonar að Bægisá og Margrjetar Bogadóttur. Var Guðrún orðlögð gáfukona og ágæt ljósmóðir. Móðir Matthildar var Ragnheiður dótt ir Páls prófasts í Hörgsdal, en móðir hennar Matthildur Teitsdóttir frá Seli í Reykjavík og bar Matthildur nafn hennar. Matthildur Teitsdóttir þótti mjög fyrir öðrum konum um marga hluti og hefur nafn hennar haldist í ættinni. Matthildur Þorkelsdóttir var elst af tíu systkinum, þeim er upp komust, svo geta má nærri, að oft hefur hún þurft að taka stig af yngri systkinum sínum. Umhverfi hennar á bernskuárunum var hin iðjagræna Skaptártunga með vítt og fagurt útsýni til hafs og bygða. Þegar Matthildur var ellefu ára, flujt- ist hún með foreldrum sínum og syst- kinum að Borg á Mýrum. Eitt þeirra, Jón yngri, sem aðeins var nokkurra vikna gamall, var tekinn í fóstur þar Matthildar Þorkelsdó ttur Matthildur Þorkehdóttir eystra og bar fundum þeirra ekki sam- an fyr en hann var uppkominn og gekk í skóla. Æskuár sín átti Matthildur að Borg, því þar átti hún heima fram yfir tví- tugsaldur, Var því Borgarfjörður og Breiðafjörður hennar heimur alla tíð, eins og svo margra af ættmennum hennar fyr og síðar. Matthildur naut góðrar mentunar á uppvaxtarárum sínum, bæði til munns og handa. Natni hennar og hlýleiki gagnvart öllu, sem minni máttar var, kom snemma í ljós. Hún var því orðin ýmsu vön er hún hóf nám í ljósmóð- urfræði hjá Jóni Hjaltalín landlækni. Þar til fyrir skömmu var ljósmæðra skólinn sá eini skóli hjerlendis, sem konur gátu numið nokkra kunnáttu til líknarstarfa. Hafa margar þeirra orðið þjóðinni til ómetanlegs gagns og blessunar. Kjör íslenskra Ijósmæðra eru áþekk kjörum útigangshrossins, þær hafa einatt lagt nótt við dag án brauðs og 'auna. Þetta er minkun r'T~ii; j; þjcðfjelaginu, því eins og "klárinR', eru þær enn og verða altaí, þarfasti þjónn inn. Matthildur Þorkelsdóttir bjó- ðest sín starfsái á Sar.di. En ofTvá^ jhenn- ai viijað til nærliggjandi hrejjph.’At- hyglisgáfu hennar og stillin-gu varU’ið b. ugðið og handlægnin við lækhisaS gerðir var frarnúi skarandi. Minnist jeg þess er jeg var nemandi fyrir mörgum árum síðan og gfekk ásamt mínum ágæta kennara, til ungr ar sængurkonu hjer í bænum, að at- hygli mín beindist að stðfeú öri( sem maður þessarar konu hafði nýlega hlotið og var alt frá hársrótum óg niður á vanga. Hafði hanri orðið fyrir slysi um borð í skipi, og var farið í land með hann á Sandi. Lækhir var ekki til staðar og gerði Mátthildúr að meiðsli þessu eins og við átti, og var ekki talið að það bæri með sjer neinn viðvaningshátt. Oft hef jeg hitt fyrir fólk að vestan, sem samskipti hafði átt við Matthildi, og hnigu orð þess á einn vég ,,húri var nærfærin og örugg“. Jeg veit að ef hver sá, sem kynni hafði af starfi Matthildar segði sína sögu, ýrðú það fróðlegir kaflar, sem betur en nokkuð annað Jýstu einstaklingáeinkennum þessarar gagnmerku konu. ’ • Mjer standa fyrir hugskotssjónum nokkrar Ijósmæður fortíðarinnar sem lýst hafa fram á þennan dag. Sæti Matthildur vel á bekk með þeim og ætla jeg í stuttu máli að rifjá úpp sögu þeirra. Fyrir f jögur þúsund^ ár- um, bauð Farao konungur í Egyptá* landi ljósmæðrum þar, aðþær skyldú láta sveinbörn deyja, eri stúlkur mættu lifa meðal ebreskrá. En ljós- mæðurnar, sem hlýddu rödd guðs, gengu á fund Faraos og: sögðu Við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.