Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Síða 1
Arni Öla: KAUPMENNí GRÓFIMNI Fyrsti kaupmaður í Revkjavík MAÐUR er nefndur Johan Christjan Sunchenberg. — Hann var forstjóri konungsverslunar hjer og innrje*ting- anna. Fyrstu ár hans var verslunin úti í örfirisey, en eftir að innrjett- ingarnar voru komnar, þótti ekki hcntugt að hafa hana þar og voru verslunarh' sin, 4 að tölu, flutt til Reykjavíkur á árunum 1779—80 og sett niður norðan við hús innrjetting- anna, vestanvert við Aðalstræti, upp af Grófinni. Sunchenberg þótti all-harðdrægur í viðskiptum, og er það nefnt sem dæmi, að 1783 tók hann upp þann sið að taka af mönnum upp í skuldir peninga, sem þeir ætluðu að kaupa fyrir. Þegar stjórnin vissi þetta harðbannaði hún slíkt athæfi og áminnti hann um að gæta meiri sanngirni í viðskiptum. Sunchenberg hefur þó látið eftir sig betri minningu en þessa. — Hann kom fyrstur manna með uppástungu og ráðagerðir um það, að stofna skóla í Reykjavík. Ætlaðist hann svo til að í þessum skóla væri 20 fátæk börn. víðsvegar af landinu, 10 stúlkur og 10 drengir, og nytu þar fræðslu og upp- eldis frá 7—15 ára aldurs. Vildi hann hafa skólann í Hlíðarhúsum og gerði ráð fyrir að stofnkostnaður hans yrði Verslunarhús Sunchenbergs 1802 719 rd., en árlegur rekstrarkostnaður 620 rd. Fekk hann sóknarprestinn. sira Guðmund Þorgrímsson, til þess að semja reglugerð fyrir skólann. Fje til að standast útgjöld skólans bjóst hann við að fá með samskotum, bæði hjer og erlendis. Þetta var fimm ár- um eftir að konungsverslunin fluttist til Reykjavíkur. Setti hann nú upp guðskistu í sölubúðinni í því skyni að safna f je til skólans. En þegar Lewet- zow, stiptamtmaður á Bessastöðum, frjetti þetta, varð hann afar reiður. Sendi hann kaupmanni harðort ávít- unarbrjef fyrir að hafa dirfst að gera þetta án leyfis konungs, skipaði hon- um að taka guðskistuna burtu innan 24 stunda og láta sig fá skýrslu um hve mikið hefði gefist. Þannig fór þessi góða fyriiætlan Sunchenbergs út um þúfur.------ Reykjavík fekk kaupstaðarrjettindi 1786. Bjuggu þá ekki nema 18 fjöl- skyldur á kaupstaðarlóðinni og var Sunchenberg langfremsti virðingar- maður hins nýa. kaupstaðar. Þá gat ekki heitið að hjer væri neinir mennta menn nje embættismenn. Stiptamt- maðurinn sat á Bessastöðum, landfó- geti í Viðey, lögmaðurinn uppi í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.