Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 5
SSJÍK «£. *>»V»ív ■ r- ’ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ;.*■ 241 Þetta er íangelsið. Og þarna er maður, sem enginn hefir áður sjeð. Hann er digur og hann talar sænsku og hann segir að maður geti farið heim! Þarna eftir veginum, sem maður hefir oft í huganum gengið, skref fyrir skref, burt frá hliðinu, án þess að líta við, beint áfram. Og með fram veginum standa laufguð trje. Og maður getur tekið á trján- unum og sett sig í grasið. Maður getur staðnæmst og talað við smá- krakka, stokkið áfram til þess ,að hitta aftur vini og kunningja — og sjeð norska fánann um alt. Hvílík himnasending eþ hann þessi maður. Konurnar verða að ganga til hans, snerta á honum, til þess að fá vissu sína. Allar hugsa það sama. Engin hefir tíma til að veifa til piltanna, þótt þeir rífi úr sjer öll hljóð. Þær bara þjóta til mannsins, konurnai*, hundruðum saman, snerta með einum fingri á frakkanum hans og hlæja við. Fá- einar klappa honum á kinnina eða hlaupa upp um hálsinn á honum. Hann roðnar, verður feiminn, og olnbogar sig út. Orðin ógleymanlegu, sem hann sagði eru kyrr í loftinu, verða að tórium, hrífa hugana. Það er frið- ur. Ættjarðarsálmurinn hljómar ekki eins og vera ber að öllu leyti. Tárin koma í veginn, sem áður áttu svo örðugt með að brjótast fram. .Röddin er hrjúf, kökkur í hálsin- um, hjartasláttur, vanmáttur. Jæja. Maður er þá veikur fyrir, þegar alt kemur til alls. Piltarnir bíða óþolinmóðir. Söng urinn þagnar. Nú koma þeir með gleðihrópum. Áður en varir streyma bláar fangaskikkjur inn j-fir girðinguna. Það eru piltarnir, sem gátu ekki beðið lengur. Þeir hafa rifið gaddavírsgirðdnguna og klifra yfir þök og alt. Þeir koma í hópum hundruðum saman. Glaðvær kliður dreifist brátt um, þar sem áður voru svipþung andlit. Menn skipta lit- um, fölna, rpðna, vita hvorki upp nje niður. Mæður hitta syni sína, faðma þá að sjer, systkini hittast hjón og elskhugar. Þarna sjást þau aftur eftir ára skilnað og þrautir og orð verða fátækleg til þess að lýsa tilfinningunum. Þarna hittist líka ungt fólk í fyrsta sinn, er kynst hafði á fingramáli yfir girðinguna og sparað hafði saman, skafið kart öfluhýði og sent hvort öðru í smá-pökkum, ásamt grunsamleg- um sígarettustúfum. Þetta fólk hafði ljett hvort öðru tálveruna í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.