Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 10
246 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS sömu kortskissu). Má því ætla, að bærinn Fjall hafi legið nærri því sem enn heitir Bæjarsker undir Breiðamerkurfjalli. Samkvæmt skrifum ísleifs sýslumanns lá Breiðá skamt fyrir austan eða suð- austan Fjall. Örnefnið Miðaptans- tindur syðst í Breiðamerkurfjalli ákveður leguna nánar. Hefir fjalls- tindur þessi verið eyktamark írá Breiðá og verið í miðaftansstað frá bænum að sjá, þ. e. í hávestur. Það má teljast örugt, að landnáms býlið Fjall og kirkjusetrið Breiðá hafi ekki upprunalega verið bygt inn við jökuljaðar, því hið næsta jaðrinum mun þá sem nú hafa ver- ið gróðursnautt sand- og urðar- belti. Jeg tel nær fullvíst, að fram- an af þjóðveldistímanum hafi jök- uljaðarinn austan við Breiðamerk- urfjall legið a. m. k. 4 km. norðar en samkvæmt kortinu frá 1904 og að ekkert jökullón hafi þá stíflast upp sunnan undir Breiðamsrkur- múla. Tæming þessa lóns veldur nú árlega allmiklum hlaupum í Fjallsá og myndi eflaust hafa vald ið Fjalls- og Breiðárbændum þungum búsifjum. Fullvíst er, að Breiðamerkurfjall var ekki umgirt jökli. Örnefnið Hrossa- dalur sýnir, að hrossabeit var áður í fjallinu. í Breiðamerkurmúla, nyrst í Breiðamerkurfjalli, átti Breiðá skógarítök og hefir þar því verið birkiskógur. Það eru því ekki litlar breyting- ar (mynd 2), sem orðið hafa á suð- vesturhluta Breiðamerkurjökuls síðan á landnámsöld og þær breyt- ingar eru ekkert einsdæmi um þess ar slóðir. Um stórbýlið Fell í Suð- ursveit er svipaða sögu að segja og um Fjall og Breiðá, þótt ekki verði hún rakin hjer. Þá má og telja víst, að höfuðbólið Svínafell í Öræfum (mynd 3) hafi ekki í upphafi legið svo nærri jökulrótum og það gerir nú, er næstum má segja, að það hafi jaðar Svínafellsjökuls að tún- garði. Fullyrða má, að jökultung- ur Austur-Skaftafellssýslu hafi á síðari öldum breiðst út yfir tugi ferkílómetra lands er var jökul- vana og að meira eða minna leyti gróið á landnámsöld. Vatnajökull hefir því vissulega fært út veldi sitt á þessum slóðum og þjarmað allóvægilega að hinum einangruðu bygðum. Hvenær og hvers vegna þetta gerðist verður nánar rakið í næstu grein. MUNURINN Á ROOSEVELT OG TRUMAN. Einn af skrifstofustjórum ame- ríska ráðuneytisins hefir gert þenn an samanburð á Roosevelt og Tru- man: — Þegar maður talaði við Roose- velt sagði hann sjálíur sjö áttundu hlutana af því, sem sagt var; mað- ur fór frá honum í góðu skapi, en án þess að nein ákvörðun væri tekin. Truman segir ekkert, hann hlustar á. Maður fer áhyggjufull- ur frá honum, en með ákvörðun um hvað gera skal. Annar segir: Roosevelt skaut sjer undan því að taka leiðinlegar ákvarðanir, svo sem að segja mönn um upp starfi og þess háttar. Á hverjum morgni lögðum við leið- inlegu málefnin efst á blaðabunk- ann á skrifborði hans. Hann byrj- aði á því að stinga þeim undir, afgreiddi svo hin málin og ljek við hvern sinn fingur. En þegar hann kom að þeim leiðinl'egu, þá hætti hann að vinna. Truman hefir þetta alveg öfugt. Honum er það kapps- mál að afgreiða leiðinlegu málin fyrst. Elstu skráð lög sem menn þekkja eru frá árinu 2350 fyrir Krist og voru sett af Hammurabi konungi í Babylon. SANNSPÁ. í septembermánuði 1923 ritaði dr. Helgi Pjeturss grein, er síðar birtist í „Ennýal“, og segir þar m. a.: „í vor sem leið átti jeg í nokkur skifti tal við íbúa á annari stjörnu, fyrir tiistuðlan ungrar stúlku, sem hefir góða miðilshæfleika. Þetta er svo að skilja, að þegar stúlkan var sofnuð miðilssvefni, þá var eins og talaði af vörum hennar önnur vera, og kvaðst sú vera framliðin, og eiga nú heima á annari stjörnu. Stjörnubúinn, sem talaði af r.nunni stúlkunnar, sagði margt ótrúlegt, og eitt það, að mikil breyt ing til batnaðar á veðurfari væri ekki langt undan“. , Þótt þetta þætti ótrúlegt þá, get- ur enginn verið í vafa um að það hefir komið fram. Síðan 1924 hefir veðurfar farið batnandi ár frá ári, og er breytingin orðin svo mikil, að furðulegt má telja. HÚSNÆÐISVANDRÆÐI. Þessi saga gæti hafa gerst í Reykjavík: Jeg hlustaði á tal tveggja kvenna í strætisvagni. — Ertu búin að. ákveða þig, mamma? sagði önnur. — Ekki enn, svaraði hin. — Hvenær ætlarðu að gera það? — Maður getur ekki flanað að þessu, það er alvörumál að ganga í hjónaband á mínum aldri. — Ja, mamma, ertu nú ekki bú- in að hugsa nógu lengi um þetta? — Vertu nú róleg, jeg hefi lofað því að þú skulir fá íbúðina mína, ef jeg gifti mig, og ,við það stend jeg. StærÖ Afríku. AFRÍKA er svo stór að þótt Kína, Indland og Bandaríkin væru flutt þangað, þá væri samt enn nóg rúm fyrir öll löndin í Suður-Evrópu og Mið-Evrópu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.