Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 13
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 249 Reykjavíkurhöfn og eyjarnar. I merkir staðinn þar sem ingvar fórst. II er strandstaður Laxfoss. X sýnir hvar björg- unarstöðin er. sjóslys ber að höndum hjer í ná- grenninu, þá eru miklar líkur til þess að hún geti komið að liði og hrifið menn úr heljargreipum. Og þegar um það er dæmt, hefir mað- ur aðallega tvö sjóslys í huga. Fyrra slysið er „Ingvars“-strand- ið. Þaulvanir sjómenn segja, að eins og þá var ástatt, hafi ekki ver- ið nein leið að bjarga, en ef þessi stöð hefði þá verið til, mundu miklar líkur hafa verið fyrir því, að einhverjum hefði verið bjargað. Björgunarbáturinn hefði ekki ver- ið nema nokkrar mínútur á slys- staðinn. Hitt slysið er þegar „Laxfoss strandaði hjá Örfirisey. Þar fór betur en á horfðist, því að það hefði getað orðið miklu stórfenglegra slys, en þegar „Ingvar" fórst, þar sem um borð í „Laxfossi" var víst um hundrað manns. Þó hefði hjálp in getað komið miklu fyrr, ef björgunarstöðin hefði verið komin. „Laxfoss“ hefði getað brotnað og sokkið, og manni óar við að hugsa til þess, hvernig þá hefði farið, vegna þess hve ilt var aðstöðu fyr ir þau skip, sem komu fólkinu til hjálpar. Björgunarbáturinn hefði bæði komið fyr á staðinn og haft betri aðstöðu. GULLEYJAR. Ein af Filipseyjunum er nefnd Mindoro, en það er afbökun á því nefni, sem Magellan gaf eyjunni á 16. öld. Hann nefndi hana Mina de Oro, en það þýðir gullnáman. Eyja þessi er mjög skógi vaxin, en þar liefir hvorki fundist gull nje dýrir málmar enn sem komið er. Suðvestur af Filipseyjum er önn ur eyja miklu stærri, sem var kölluð Isla de Oro (Gulley). Nafn- ið er gefið af Spánverjanum Saa- vedra, árið 1528. Seinna fekk eyj- an nafnið Nýja Guinea, vegna þess að íbúarnir þar líktust mjög íbú- unum á Guineaströnd Afríku. Ekki fanst þó gull á þessari ey fyr en eftir seinustu aldamót og var nokk uð af gulli unnið þar rjett fyrir stríðið og flutt í flugvjelum til Ástralíu. Salomonseyjar fengu nafn sitt árið 1568, og var því haldið fram, að þar hefði gullnámur Salomons konungs verið. En þrátt fyrir alda leit hefir ekki fundist neitt gull þar að ráði. FERÐALAG í KISTU. Það var árið 1919. Herlína Frakka var þá enn órofin. En enskur stjórnmálamaður vildi endilega komast að raun um það, hvort all- ir aðflutningar þangað væri í lagi. Hann skreið því niður í kistu og síðan var kistan sett í póst og merkt enskum manni, sem barðist í Maginot-línunni. Kistan var send ásamt öðrum farangri yfir Ermar- sund og síðan með járnbraut á á- kvörðunarstað, og ekkert óhapp kom fyrir. Sá, sem var í kistunni, bar mikið lofsorð á póststjórnina fyrir það, hvað samgöngurnar væri í góðu lagi, en ekki kærði hann sig um það að fara heim í kistunni. HVAÐ ER MILJARD? Setjum svo að þjer hefðuð lifað síðan á dögum Ágústínusar keisara og þjer hefðuð byrjað á því á ný- ársdegi árið 1 að eyða 1000 krón- um og síðan haldið því áfram á hverjum einasta degi í öll þessi ár, þá væri upphæðin orðin um 710 miljónir króna. Þjer yrðuð því að halda áfram að eyða 1000 krónum á dag í 793 ár enn, eða til ársins 2739, til þess að hafa eytt einum miljard króna. Hernám Grænlands. HINN 10. apríl 1941 tóku Banda- ríkin Grænland undir hervernd sína. Þann dag var gerður samning- ur milli stjórnarinnar í Washington og Henrik Kauffmans sendiherra Dana ,,í nafni Danakonungs“ um það að Grænland skyldi vera undir vernd Bandaríkjanna á meðan Dan- mörk væri hernumin. í samningn- um var líka tekið fram, að hann skyldi vera „í gildi þangað til það væri augljóst að hættan, sem vofði yfir Bandaríkjunum væri hjá iiðin.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.