Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 Laval var þögull og eins og út á þekju. Það var eins og hann kynni hvorki að beita hníf nje gaffli. Hug ur hans er langt í burtu. Að máltíð lokinni fóru allir inn í aðra stofu og þar var framreitt kaffi. Yfir því barst talið að tæknislegum úr- lausnarefnum. Þá var eins og Laval glaðvaknaði og fengi málið. Hann fór að tala um greinina, sem hann var að lesa rjett áður. Hann benti á gallana á hugmynd Þjóðverjans, og hvernig hægt væri að bæta úr þeim. Hinir tóku þessu með sem- ingi, þeir höfðu ekki trú á því að hann vissi betur en reyndur þýsk- ur vísindamaður. Laval sárnaði. Hann reis á fætur og sagði: — Jeg er nú samt sem áður viss' um það, að miðflóttaaflið hagar sjer alveg eins í Svíþjóð og í Þýskalandi og jeg vona að jeg geti brátt sann- að það. Svo fór hann, en hinir sátu undr- andi eftir. Hann helt rakleitt til vinnustofu sinnar. Þar dró hann fram stóra bók, sem hann var van- ur að skrifa í sjer til minnis. Hann byrjaði að skrifa. Penninn dans- aði yfir pappírinn, rakst í, gerði klessur, og dansaði áfram. Hugs- anirnar sóttu svo ört að Laval, að hann hafði ekki undan að koma þeim á pappírinn. Stundum teikn- aði hann smámyndir til skýringar. Þarna sat hann og hamaðst alla nóttina, þangað til sólin slcein inn um gluggann hjá honum. Þá fleygði hann sjer út af stutta stund og ætl- aði að sofna. En þá dettur honum nýtt í hug, og hann stekkur á fætur til þess að skrifa það niður. Þá er hringt til morgunverðar. Hann lítur snöggvast yfir handa- verk sín, lokar vvo bókinni og stend ur á fætur. Hann er brosandi og ör- uggur. Umhverfis borðið sitja sömu menn og um kvöldið. Þeir voru í hrókaræðum, en þögnuðu allir er Laval kom inn. Hann leit á þá, og það var sigurgleði í svipnum: — Herrar mínir, jeg hefi leyst þrautina. Nú kom líf og áhugi í hina. Þeir báðu hann blessaðan að útskýra þetta fyrir sjer. Og svo hjelt hann langa ræðu og útlistaði með því að draga línur á borðdúkinn með hnífnum sínum. Þegar hann hafði lokið máli sínu, urðu hinir að við- urkenna það, að honum hefði tek- ist að leysa þá þraut, sem Þjóð- verjinn gafst upp við.---- Undir eins og Laval sá sjer fært, reyndi hann að koma hugmynd- um sínum í framkvæmd. Þá varð of þröngt um hann þar sem hann var, og fluttist hann því til höfuð- borgarinnar. En áður en honum tækist að ganga svo frá skilvind- unni, að hann væri ánægður með hana, var hann kominn í fjárþrot, og varð að fara að vinna fyrir sjer. En sá dagur kom að hann fekk laun hugkvæmni sinnar og þraut- seigju. Og það var merkisdagur í lífi hans er hann sýndi nokkrum boðsgestum fyrstu skilvinduna sína Þeir störðu á hana og ætluðu varla að trúa eigin augum. En hjer var ekki um neitt að villast. Út um tvær pípur kom mjólkin fossandi, und- anrenna úr annari, en þykkur rjómi úr hinni. Þannig varð skilvindan til, og nú hóf hún sigurför sína út um heiminn. Auðugasta kona í Bandaríkjunum og líklega auðug- asta kona heimsins, er Hetty Sylvia Howland Green Wilks, dóttir Hetty Green eins af miljónabarónum Woll Street fyrir aldamótin. Frú Wilks á meiri eignir en þær Doris Duke og Barbara Hutton samanlagt. — Eruð þið í nauðum staddir? — Nei, nei, við erum bara að vita, hvort við getum ekki fundið, hvar belgurinn lekur. — Já, víst er hún of stór. En held urðu að mjer detti í hug að láta fulla búð af fólki vita að jeg er gift öðrum eins afturúrkreistingi eins og þú ert. — Er það hjer sem maður fœr framlengt ökuskírteini sitt?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.