Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 1
V ÞEGAR VORIÐ KOM Eftir Rannveig Anders- son Rysst Höfundur eftirfarandi greinar, ungfrú Rannveig Anders- ron Rysst, var fangi á Grini frá því um haustið 1944 þangað lil Þjóðverjar gáfust upp. Hún er dóttir norsku sendiherra- i jónanna hjer. Hún varð stúdent í Oslo 1942, og les nú hjer við Háskólann. Hún hefir skrifað eftirfarandi grein samkv. tilmælum frá ritstjóra blaðsins. Vorsólin stafaði geislum sínum á litauðgar hæðir og hóla fjær og nær, yljaði akra og velli og boðaði þjóðinni vorkomu. Hver andblær bar með sjer dulmögn hins vaknandi gróðurs. Töfrar vorsins náðu jafnvel til þeirra, sem um- kringdir voru af háum gaddavírs- girðingum fangabúðanna á Grini. Til þúsundanna, sem þráðu frels- ið, barst ilmur vorsins, frá gró- andi mold, og vissan um vaxandi vor. Föl, sljó andlit leituðu út í gluggana, þó þeim væri það bann- að og teyguðu að sjer anda vors- ins, hvað sem það kostaði, þó hót- að væri hegningum fyrir tiltækið. Því heilsa skyldi sól meðan hægt var að draga lífsandann. í „garðfríinu“ settumst við niður, fórum úr sokkunum og settum smá- steina á milli tánna, þá kom hinn óþolandi fótsveppur í ljós, er fengið hafði að þróast þar í friði í rakanum og kuldanum yfir vet- urinn. „Unanstándiches Mádchen“! — hvein í varðmönnunum. Að hún skuli leyfa sjer annað eins fram- ferði! Hvað skyldu varðmennirnir í turninum segja, ef þeir fengju um þetta að vita! Voru engin tak- mörk fyrir óskammfeilni norska kvenfólksins?! „Verschwinden! — aber schnell! eða: Jeg skal kenna ykkur ...! En hvað sem tautaði gat varðliðið þýska ekki komið í veg fyrir það, að vorið yljaði okkur um hjartarætur, svo hljóma tæki í veik um strengjum, sem ala frelsisvonir. Svo langa langt var liðið síðan TIL GRINI Rannveig Andersson Rysst. frelsið var úti, endalaus röð af dimmum dögum blasti við sjónum þegar maður leit um öxl. Sljóleiki og drungi hafði grúft yfir sál og tilfinningum, sultur, kuldi og sjúk dómar höfðu orkað deyfandi á all- ar taugar. k HINN ofurlitli blettur af Noregi, sem maður gat sjeð fyrir utan gaddavírsgirðinguna var ekki stærri en stofugólf. Hann var um- kringdur gaddavírsgirðingu og hef ir verið* hulinn hvítum snjó, en trjen í kring þungbúin og dökk, himinninn yfir kaldur og tær, og næturnar svo ofboðlega langar og erfiðar að þrauka í gegn um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.