Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 16
252 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ► Mynd þessi er tekin jyrir utan Hunter College í New York, þar sem Öryggisráðið heldur fundi sína. Sjóliðar halda vörð um húsið. Á miðri myndinni sjest Trygve Lie, ritari ráðsins. Versta syndin. — Það er ekki versta synd manns- ins að hata náunga sinn, heldur hitt, að láta sjer á sama standa um hann. Það er hámark mannúðarleysis. (Major Ernst Killander) Pcningalaust land. Ríkið Andorra í Pyreneafjöllum, sem altaf hefir verið sjálfstætt, hefir aldrei haft fyrir því að slá sína eigin mynt. Það hefir látið sjer nægja að nota myntir nágrannaþjóðanna. Avalt ný egg. Nú er hægt að geyma egg óskemd í heilt ár eða lengur, segir amerískur hænsabóndi. Og ráðið til þess er ákaf- lega einfalt. Eggjunum er aðeins difið andartak niður í sjóðandi vatn. Við það hleypur hvítan, sem er næst skurninu og myndar þar dálitla skán. Síðan eru eggin geymd þar sem ekki er meiri hiti en 6 gráður. Gott grænmetismauk. Nú er mikið talað um það, að ís- lendingar fari að hafa meira græn- meti á borðum en verið hefir. Er þá gott að kunna að matreiða það á ýmsan hátt. Hjer er ein forskrift um .það að búa til gott mauk (salad): Barmasljett matskeið af sterku sinn- epi er hrærð í % litra af súrum rjóma. 250 gr. af tómötúm og 300 grömm af flysjuðum gúrkum er brytjað smátt niður og látið í sósuna. Safinn úr grænmetinu blandast þá sjálfkrafa saman við sósuna, og þetta verður undra gott á bragðið. Bæta má það þó enn með því að hræra harðsoðið og smásaxað egg saman við sósuna. Tvcir fimtudagar í viku. Árið 1147 kom Eugen páfi III til Parísar, og var þá föstudagur. En þar sem þá átti að rjettu lagi að fasta, og ífiúar Parísar máttu því ekki gera sjer glaðan dag til þess að fagna komu páfans, gaf hann út þá skipun, að föstudagurinn skyldi vera fimtu- dagur. Þannig skeði það í fyrsta og seinasta skifti í veraldarsögunni, að tveir fimtudagar voru í eiríni viku. Og Parísarbúar voru glaðir út af því að mega eta og drekka eins og þá lysti páfanum til heiðurs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.