Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 4
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú var ekkert að óttast lengur, hjálpin hlaut að vera í nánd, og hún var nær en hægt var að gera sjer grein fyrir. Frjettirnar komu meiri og tíðari. „Kerlingarnar“ þutu um alt og söfnuðu saman fatnaði, sem hafði verið til við- gerðar hjá kvenföngunum. Þær reyndu að kaupa saumakonurnar með einni eða tveimur auka-brauð sneiðum, að keppast við nótt og dag. En saumakonumar brostu með sjálfum sjer, og fóru að engu óðs- lega. Nú komu frjettirnar aftur frá strákunum. Farið var að tala um friðarsamninga. Vopnahlje hafði orðið hjer og þar. En austur- og vesturherinn tekið hundruð þús- unda af föngum. Þýska gjallarhornið var nú þög- ult, enda kominn tími til. Það hafði verið nægilega hnarreist í fimm ár. Nú hafði óþolandi óróleiki gripið um sig. Frjettum var smyglað inn til okkar, jafnvel á næturþeli. Merki frá karlmannadeildinni og leynibrjef hjeldu öllum í sífeldum spenningi, svo að lokum var eng- inn frjettaflutningur nægilega hraður, nema fingramálið. Allir fengu glaðlegra yfirbragð. Nú var ekki lengur hægt að sofa. Söngfugl einn í hópnum *gaf gleði sinni útrás með því að syngja út um gluggann seint um kvöld, meðan aðrar lágu kyrrar í rúmun- um og á gólfum og borðum, og ljetu fögnuðinn festa rætur í hugskot- um sínum. ★ Maímánuður rann upp með heimsins yndislegustu frjett, frá þýskri útvarnsstöð. Hitler dauður. Og ringulreið ríkjandi í öllu, þar sem áður hjet þýskt skipulag. Rjett á eftir frjettist um fall Berlínar. Farið var að tala um Dan- mörk. Sagt að allir sjeu þar nú frjálsir, Þjóðverjar hafi gefist þar upp. Hvað skyldi verða um Noreg? Ekkert vissu menn um það. Hvað gerir Quisling’ Sagt er að hann haldi foringjafund. Enn koma ágæt ar frjettir. Quisling vill ekki að barist sje í landinu. En hvaða völd hafði hann? Það var kunnugt orð- ið að Þjóðverjar tóku ekkert mark ó okkar eigin nasistum. Nú vissu piltarnir í karlmannadeildinni hvorki upp nje niður. Nokkrar af þýsku kerlingunum höfðu þegar fengið krampagrát og höfðu fullvissað um, að nú væri breytingin í nánd. Alt í einu ósk- uðu þær þess, að styrjöldin væri úti. Eða öllu heldur: Þær vildu að fangelsið yrði tæmt og sjálfar gætu þær fengið litlar snotrar íbúðir í Oslo, farið í leikhús við og við, og verið allra vinir, ef þær að eins gætu fengið leyfi til að vera kyrr- ar í landinu. Nokkur raunatár og „hysteriskur“ hiksti leiddi greini- lega í Ijós, að þær litu ekki björt- um augum á framtíðina, enda þótt þær „altaf höfðu barist á móti þessu skipulagi“. Enginn gat unnið handtak. Allir voru órólegir og taugaóstyrkir. í nokkra daga höfðu frímiðarnir streymt inn. Nú var aðallega það fólk eftir, sem þeir álitu að hægt væri að sýna fram á, að ástæða hafði verið til að setja í fangelsi. Nú var rýmra um. Enginn þurfti lengur að liggja á gólfinu. Og spenningurinn varð óþolandi. All- ir væntu þess að rjettlætið skyldi sigra innan veggja fangelsisins, eins og úti í heiminum. ★ Nú kom skipun um „garðfund“ og allir fóru þangað. Á meðan gerð ust miklir hlutir í karlmannadeild- inni Konurnar stóðu í hópum og hlustuðu. Enginn gat sjeð neitt, hvað fram fór, en allir fundu á sjer, að mikil tíðindi lágu í loftinu. Hvað kom til! Kunnir, kærir tónar óm- uðu, bannfærðir tónar. Þeir syngja „Ja, vi elsker“! Þeir voga sjer að syngja þjóðsönginn hátt! Hvers vegna skjóta Þjóðverjarnir ekki? En engin skot heyrðust. Engin skot! Hvar voru varðmennirnir? Hvað var að ske? Bara að einhver vildi segja, hvað væri að gerast. En konurnar urðu að sætta sig við að sitja á hakanum til þess síðasta. Altaf voru þær olnbogabörnin. Alt kom fyrst til piltanna. Líka í þetta síð- asta sinn. Alt í einu varð sem þeir yrðu tryltir. Nú þyrpast þeir út að glugg unum í aðalbyggingunni, svo að þar eru margar raðir andlita í hverjum glugga. Þeir hrópa og hlæja. Þeir eru frá sjer numdir af gleði. Þeir láta sígarettum rigna niður yfir okkur, og fangahúfun- um, skitnum, ljótum druslum, sem þeir hafa haft á höfðinu langa lengi og slitnar eru af skyldu-ofnateikn- ingum. Nú er þeim hent. „Það er friður!“, hrópa þeir. „Heyrið þið ekki, það er friður“. Kvenfólkið í garðinum brosir kanske ofurlítið og horfir upp í gluggana til fanganna þar, bíða eftir einhverju. Nú kemur ókunnugur maður niður tröppurnar og bannsettar kerlingarálftirnar koma á hæla honum. Það er asi á honum. Hann hleypur út í kvennahópinn. En „kerlingarnar11 standa eins og stokk freðnar fyrir utan. Þær eru fölar og afskræmdar á svipinn. Maður þessi tekur til máls. Hann er sænskur. „Jeg heiti Södermann11, segir hann. „Jeg kem frá norsku lögregluliðsveitunum í Svíþjóð. Jeg átti bara að tilkynna ykkur“, segir hann, „að Þjóðverjar hafa gefist upp í morgun; skiý/rðiflaust, á öllum vígstöðvum. Þið eruð frjáls- ar og getið farið lieim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.