Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Qupperneq 14
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SVARTA KONAN Smásaga þýdd úr esperanto A FERÐ, sein jeg tók mjer fyrir liendur, ekki alls fyrir löngu, milli Chicago og New York, fann jeg.uni morguninn er jeg vaknaði, að lest- in var stönsuð. Þjónninn sagði að hún hefði Jiegar staðið hálfa aðra klukkustund. Jeg klæddi mig, og sá er lit kom, að við vorum í litlum hæ á sljettunni. Jeg gekk inn í mat- salinn og fjekk mjer morgunverð. Síðan fór jeg að valsa um á stöðv- arpallinum. Eimreiðarstjórinn sat makinda- legur í eimreiðinni og beið jiess, að lagt yrði af stað. Jeg gekk til hans og fór að tala við hann um vjelina. Þegar jeg bauð honum vinilil, sem hann þáði með þökkum, bað liann mig að koma inn í komp- una sína. Vagnstjórinn, sem var hár og föngulegur maður um fertugt, tók nú að útskýra fyrir mjer ýmsa hluti vjelarimiar og hvernig þeir gengu. Alt sem hægt var að fægja, var glitrandi og glóandi, því eiin- reiðarstjórar eru jafn hreyknir af gljáandi vjelinni sinni eins og hús- freyja er af stofunum sínum, þeg- ar nýbúið er að laga lil í þeim. „Hverskonar djásn cr þetta?“ Spur'ðí jeg og benti á hlut, sem var líkastur flugu og hjekk á vegn- um í gullramma. Yagnstjórinn hló. „Þetta er öllu frcmur minjagripur, en til skrauts11, sagði hann. „Jeg festi það upp, af því að það bjargaði lifi mínu og 250 annara manna“. „Hvemig getur fluga bjargað mannslífum’“ spurði jeg. „Það skal jeg segja yður. Við höfum nægan tíma til þess, áður [ en lagt er af stað“. Jeg settist í sæti kyndarans, sem var fjarverandi, og bjó mig undir að hlusta á söguna. Vagnstjórinn hóf mál sitt á þessa leið: „Einu sinni ekki alls fyrir löngu — fyrir einu ári um vorið. fór jeg þessa sömu braut. Jeg var með sömu vjelina og jeg hefi nú hina kæru 499. Kyndarinn var einnig sá sami, Jim Móode. Jim er ágætur drengur, en mjög gjarn til að trúa á vofur, drauga og fyrir- boða. Fj’rst hló jeg að heimsku hans, en nú er jeg hættur því að mestu — síðan jeg sá svörtu kon- una. •Jeg átti að fara frá U. um eitt leytið eftir miðnætti og vera kom- inn til S. klukkan sex. Það var ofsarok um nóttina og regnið hafði fallið í stríðum straumum úr loftinu alt frá því að rökkva tók. Er ég kom að eimreiðinni, var veðurofsinn í alglcymingi. Þegar við Jim vorum að fara með eimreiðina á jámbrautarstöð- ina, sagði hann: „Þetta er óskcmti- legt veður Frank. Jeg vildi óska, að við væruin koinnir heilu og höldnu til S“. , Jeg brosti og spurði hví hann væri svona órór í kvöld? „Jeg finn að eitthvað kemur fyr- ir“, sagði hann. Satt að scgja var jeg ekki laus við að finna til hræðslu heldur. Lestin, sem jeg átti að stjórna, var löng og þung og í henni voru því nær eingöngu farþegavagnar. Mig óaði við tilhugsuninni um að bera ábyrgð á fleiri hundruð manns- lífum. Jeg hló að liræðslunni í sjálfum mjer, þegar jeg tengdi eimreiðina við lestina og fann að aflokinni rannsókn, að alt var í stakasta lagi. Merkið var gefið til brott- ferðar og við lögðum af stað út í myrkrið og fárviðrið. Alt var svo koldimt, að ekki sá út úr augum og ljósin framan á eimreiðjnni var það eina. sem varpaði geislum út í glórulaust myrkrið. Jim keptist við að nvoka á eldinn og hjelt svo miklum þrýstingi á gufunni, að við jiutum áfram eins og kólfi væri skotið. Þcgar staðnæmst var á fyrstu stöðinni, sem við fórum fram hjá, lil að taka vatn, athugaði jeg ná- kvæmlega hvort-alt væri í lagi og Jim gáði inn í lugtirnar. Alt var í röð og rcglu, og við lögðuin af stað aftur. Myrkrið virtist verða æ svart- ara og regnið streymdi úr loftinu líkt og helt væri úr fötu. Skyiidt- lega sá jeg gegnum þokuna að risa- vaxin svört konu mynd sveif á undan okkur. Hún var svéipuð síðri svartri kúpu, sem blakti fyr- ir vindinum og sveiflaði handlcggj- unum fram og aftur, uns hún livarf alt í cinu. Jeg varð máttlaus af urtdrun og gleymdi að kalla á Jim, sem var við eWstóna. Þcgar hann leit til mín. hropaði hahn. „Hvað gengur að þjer Frank? Það er crigu líkara en þú hafir sjeð drauga“. Jeg svaraði engu, því að luig- ur minn var allur hjá furðuvérk- inu, sem jeg hafði sjeð. Við vorum nú staddir skamt frá Rock Creek, þar sem brú cr yfir djúpa á. Jeg var erin órórri. Merki var geíið frá stöðinni í Roek Creek, sem er í aðeins einnar mílu fjar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.