Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS fi2 fastlega, að öllúm hugsandi mönn- um þótti mest um það vert á þeim tímum, sem hjer segir frá, að eiga sjer hugsjón — eina eða fleiri, sem hann var reiðubúinn að fórna tíma og kröftum, þótt lífsbaráttan væri hörð var hún ekki bundin við mat- inn eða magann einan. Auðvitað fóru menn misjafnlega langt í þessu, en það þótti þungur áfellis- dómur um hvern mann, ef sagt var með rjettu, að hann væri hugsjóna- laus. Guðmundur skólaskáld var mikill hugsjónamaður; sennilega allt frá bernsku. Og hann taldi, sem var, að það væri mesta hamingja sín í lífinu, að hann var stöðngt vax- andi í baráttu fvrir göfugar hug- sjónir. Og hverjar voru þá hugsjónir skáldsins? Sú hugsjónin, sem honum var í blóð borin, var aukning fegurðar og háttprýði. Sjálfur þoldi hann ekkert ófagurt eða ruddaiegt. Og var bæði í kvæðum sínum og háttum öðrum fyrirmynd um ]>essi efni. Næsta af hugsjónun) skáldsins tel jeg sjálfstæðishugsjónina, sem þá mátti heita sameiginleg öllum þorra Islendinga, utan lands og innan. Guðmundur skáld var mikill bar- áttumaður fyrir því, að Tsland yrði alfrjálst sem fyrst, og taldi ekki eptir lið sitt í því efni. Af öðrum hugsjnum skáldsins má nefna hindindishugjónina og friðarhugsjónina. Af eigin raun var Guðmundur dómbærari mörgum öðrum um krapt bindindisins til þess að bjarga. reisa við og skapa nýtt. Hann var áður ofurseldur oki Bakkusar og greip þá bjarghring trúar, vonar og kærleiga og sá bjarg hringur bar hann til nýrrar og bjart ari, haniingjuríkrar tilveru. Opnaði honum nýtt dásamlegt útsýni og dáðríkt starf öðrum til björgunar. Friðarhugsjónin varð einskonar kóróna yfir síðustu æviárum ljúf- lingsskáldsins. Hún gagntók hann svo, að hann vildi helst tileinka henni einni skáldgígju sína. Henni helgaði hann sjerstakan ljóðaflokk, sannan einlægan og vel kveðinn. Nefndi skáldið flokkinn: Friður á jörðu, og var það vel ljóst, að sumir myndu brosa að. En honum var frið arbaráttan ekkert gamanmál, en jafnframt fullviss, að hans litla lóð í vogarskálina með algerðum friði á jarðríki, myndi ekki valda nein- um tímaskiptum í vitfirringsæði styrjaldanna, sem drepa alla sanna menningu undir járnhæl sínum. En skáldið vildi ekki standa aðgerðar- iaus hjá í þessum efnum, heldur veita góðu og rjettu máli alt það lið, sem hann mátti. Og skáldið átti þá bjartsýnu trú, að hið rjetta og góða myndi sigra. Og við skulum líka trúa á þetta sama; annars verð- ur jarðtilvera okkar mjrrk og ömur- ieg. Eins og nú stendur virðist frið- arhugsjón skáldsins óralangt frá því að ná landi eða komast til hafnar. En hver veit? Máske hið ægilega styrjaldarbál verði nokkurskonar hreinsunareldur eða skírnarlaug frið arhugsjónarinnar, sem festi hana í sessi og veiti henni næði til þess að gróa fast í huga og hjörtum allra þjóða. Við vitum að það er svo um skáldin, að þeir eru sjáendur þess ókomna. Sumar sýnir þeirra eða drauinar rætast snemma, aðrar síð- i ar, en allar rætast þær seint um síðir á okkar einstaklingsmæli- kvarða, og ekki sízt friðarhugsjónin eða draumurinn, sem er mikilvæg- asti draumurinn. seni mannkynið getur gert að veruleika. Guðmundur skáld mun alla æfi hafa verið trúhneigður maður, eða svo var ]>egar jeg kynntist honum fyrst. En enginn var hann kirkj- unnar maður fremur en mörg önn- ur íslenzk skáld á þeim tímum — og síðar. En þetta átti fyrir sjer að breytast. Með lestri og sjálf- íhugun varð skáldið sannfært um annað líf og guðlega forsjón, og upp frá því átti hann samleið með kirkjunni, bæði í orði og verki. Er jeg ekki frá því, að hvarflað hafi að honum um skeið, að athuga möguleika til prestsstarfa, en víst er að eilífðarmálin tóku hug hans fanginn og einkum kenningar guð- spekinga, sem skáldið kynnti sjer af mestu kostgæfni.Hjer eins og ann arstaðar, vildi skáldið fræða aðra um-það, sem mikilvægt og heillandi var honum sjálfum. Ritaði Guð- mundur nokkuð um guðspekina og skáldgígja hans varð nú að mestu helguð trúarljóðum. Eru þau mörg dýrmætar perlur, bæði sökum feg- urðar, dýprar sannfæringarvissu og innileiks. Og hvernig mátti annað verða, ]>ar sem skáldið hafði eignast þá bjargföstu trú, að lífið væri guðleg gjöf, sem hver og einn ætti að gera ^em ávaxtaríkasta, ekki einungis fyrir sjálfan sig eða sam- landa sína, heldur að heimsins börn væru öll bræður og systur, sem sa*n- einast ættu í trú, von og kærleika. Skáldharpan var einnig guðleg gjöf, dýrmætur arfur, sem varð að skila miklum ávöxtum. Skáldið var á sama sjónarhól um viðhorf lífsins, sem hann túlkar svo í upphafi minn- ingarkvæðis um Jónas Hallgríms- son, listaskáldið góða: Huldusöng við ljúflingslag, listaskáldið okkar góða. heim í Gimli ljóss og ljóða líða hevrir þú í dag; þangað vfir þöglan geim, þýðust ljóðin óma á kveldi, helguð okkar hjartans eldi, hörpu þinnar tónaveldi, það var ekki af þessum heim. Framh. á bls. 72.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.