Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 6
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS suiulur í stofu uieð timburgólfi og blóðaeklhús tneð torfgólfi, sem jafnfranit er eldiviðargeymsla, búr og bæjardyr. I stofunni eru söniu búsgögn og í |»eirri röð. sem l»au stóðu, þegar síðast var búið í þessu húsi — e.u j»að voru bjón með níu börn. Undir norður- veggnum standa t»ii rúm — í öðru þein-a sváfu bjónin, en í hinu þrjú elstu börnin, I tdfær- anlegum setubekk undir framhlið inni sváfu fjögur börn, í kassa undir reykofninunr (Bilæggeren) svaf einn drengur og í vögguuni framan við hjóuarúmið svaf yngsta barnið. Eitt þessara níu svstkina er enn á lífi, gamall maður — Peter Otto heitir hann. Leitaði jeg liann uppi og spurði, hvort það væri rjett, að liann hefði sofið sín bernskuár í kassanum undir ofn- inuni. Hann kvað svo vera, og um leið steig bann öðrum fæti upp á brunahana', er þar var í grend, fletti buxunum upp fvrir hnje og sokkunum niður á ökla og sýndi mjer svarblátt, saman- strengt brunaör framan á bá sköflungnum. — Þetta á jeg til minningar um dvöl mína þar, sagði gam:i maðurinn. Einu sinni var jeg að rjetta íir mjer í kassanum mín- um og rak fótinn upp í glóðheit- an ofninn. Þá fekk jeg þetta sár og svo gróf í því. Frainan við dvrnar á Fattig- mands Huset er spelkaskúr og er þakið gamall bátur á hvolfi. Þetta var peningshúsið. Þarna liafði fjölskyldan tvær ær til mjólkur og annara afurða. Aðra mjólk fengu þessi níu börn ekki á upp- vaxtarárunum. Þegar kalt var á vetrum voru ærnar fluttar inn í stofu, til þess að nienn og dýr liefðu vl hvort af öðru. ★ Suðaustan við lautina er þriðja og síðasta húsið r þessari ein- angruðu fortíð. Það er nefnt: Bedremands Huset, og á að sýna við liver kjör formenn og betur efnaðir borgarar bjuggu. Þar höfðu hjónin stórt og A'eglegt svefnherbergi, dagstofu, eldhús, búr, vinnustófu, svefnloft —- og loks gesta- og veislustofu. Einnig fjós fyrir eina kú út af eldhús- inu. Við veislustofuiia var tvent merkilegast. I fyrsta lagi er ann- ar gluggiim á einum björum og lokaður með hengilás. Er þetta útbúið með það fyrir auguni. að ekki þurfi að brjóta gluggatrjeð eða taka úr karminn, við bús- kveðjur og aunan flutning dauðra. Mikil er sú fyrirhyggja. I stofunhi er og gestarijm með liáum stuðlum ög tjaldað vfir það með hvttu Ijerefti. Þetta var nefnt englarúm, og var sjerstak- lega ætlað fvrir skipstjóra af strönduðum skipum. Það var bæði virðing og stundum hagur í því að hýsa skipstjórana — og stund um kom það fyrir. að bátsliöfnuin björgunarbátanna lenti í hár sam an, bæði á sjó og landi, út af því, hverjum bæri að bjarga skip stjóranum, því fyrir hann voru goldin hærri björgunarlaun en aðra inenn. Er sagt, að skipstjóri einn hafi spurt, hvort hann A'æri fallinn í ræningjaheiidur, þegar tvær bátshafnir flugust á um hann í flæðarmáliuu. Það ganga reyndar ýmsar sögur uin gamla skipstjóra á Skagen. Ein er þessi: Sænskt seglskip hrepti óveður undan Skagen og stýrimaður fór niður til skipstjórans og bað liann að koma á vettvang, því þeir væru í hættu. Skipstjórinn brá fljótt við og öskraði upp um lúgu- gatið: — Fari það í kolþreifandi, sót- svart helv... Fyr skal jeg drepast en stranda á Skagen! Er hann hafði þetta inælt varð honum fóta skortur í stigagatinu, svo bann fjell fvrir borð og sökk í hafrót- ið. Um leið tók skipið niðri og brotnaði. Þetta voru molar úr fortíðar- sögu þorpsins, sem ölduin saman var í dauðans greipum. — — S. B. íbúarnir í arabiska landshlut- anuin Vemen fá ekki leyfí til að ferðast til útlanda. Yfíirvöldin líta svo á, að ferðalög til útlands- ins eyðileggi siðgæði Arabanna. Fjaðrafok. Fyrir fjórum árum dó kona auðugs Grikkja í Píræus. Eiginmaðurinn ljet lækna smyrja lík konu sinnar og setti það í glerkistu. Það leit út eins og kon- an svæfi. I fjögur ár hefir Grikk- inn þannig haft konu sína hjá sjer á heimilinu, þar tiI fyrir skömmu að hann flutti kistuna í kirkju, sem liann liefir látið smíða í því augnamiði að geyma þar lík konu sinnar. A hverjum degi fer liiiin trúi eiginmaður í kirkjuna til að dvelja hjá líki konu sinnar. ★ talskur verkfræðingur, sem Am- adeo Tomassini heitir, liefir smíðað minsta mótor í heimi. — Mótor þessi er 0.16 grömm að þyngd, eða með öðrum orðiini 6520 slíka mótora þarf í kílóið! Yerkfræðingurinn var 200 klukku stundir að koma mótornum sam- an. Mótorinn er samsettur af 46 stvkkjum; snúningshraðinn er 25 þús. snúningar á mínútu og fram leiðir mótorinn 0.0008 hestöfl. ★ Fangarnir í ríkisfangelsinu í Kaliforníu gerðu nýlega verkfall og heimtuðu vinnutímann styttan. Töklu þeir frítíma sína altof stutta! Eftir miklar bollalegging- ar og fundahöld fór frain atkvæða greiðsla, þar sem fangarnir sam- þyktu að heimta lengra frí en þeir hafa haft um miðjan daginn. Verkfallsforsprakkarnir hafa ver- fð settir í eins manns klefa og fá fvrst um sinn „frí“ frá vinnu all- an sólarhringinn. ★ Nýlega varð elsta kona í Italíu 104 ára. Hún liefir verið ekk.ja í 57 ár. Þrátt fvrir aldurinn vinn- ur hún daglega alla algenga vinnu, og hún segir, að vandmn sje lítill, ef menn vilji ná liáum aldri. Menn eigi bara að borða það sem þeim sýnist. drekka lít- ið, en umfram alt vera í góðu skapi. því ekkert lengi lífið eins og gott skap. ★ MÁLSHÁTTUR: Nær hjartað fagnar styrkist all- ur líkaminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.