Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 1
JAtorjgtfnMaifattM! 22. tölublað. Sunnudag'inn 5. júní 1938. XIII. árgangur. li*follUrpr<ntlBlð]> k.f. Guðmundur Friðjónsson: HVÍTASUNNA Mýmörg orð tungu vorrar eru svo kjarnarík, eða þá svo fögur, að hversdagslegri athvgli sjest yfir verðmætin. Það er að vísu þakka vert, eða viðurkenningar, að fleiri menn í landi voru eru nú laglega rit- færir en verið hafa nokkuru sinni áður og hafa þeir tunguna á valdi # ’f smu svo vel, að þeir mega heita andlega bjargálna. .En á hinn bóg- inn verður eigi breitt yfir þá sorglegu siaðreynd, að fjöldi manna, sem fengið hefir barna- skóla tilsögn og meiri en hana, skilja alls ekki til hlýtar vand- aða íslensku, forna nje tinga, og bera fram orð og setningar svo afkáralega, að furðu sætir. Sumir Vestur-Islendingar, sem koma hingað heiin, hafa fundið þetta og furðað sig á, enda mæla þessir menn málið betur en fjöldi fólks lijer heima. Sá ljóður, sem er mestur á framburði orða og setninga, er sá injálmandi seim- ur, sem dreginn er, ásamt óskýr- um framburði. Stíikostin fornsagna vorra eru m. a. fólgnir í orðavalinu. Tök- um t. d. jiessa setningu í Njálu um Kaupa-Hjeðinn liinn illa: „Eigi er þar hins verra eftir von, er slíkur ferr fyrir“. Eða málsgreinin í Eddn um mjólkur- lindina í Valhöll, sem brynnir öll-. um Einherjum: . Þat hlýtur at vera gevsi-hagleg geit“. í þeim setningum og ótal slík- um feist mikið efni, en þar að auk eru setningarnar orðaðar svo sem.best má verða. * Vegna þess, hve þorra manna sjest yfir kosti tungunnar, eiga þeir höfundar auðveldari aðgang að meginþorra manna, sem eru málrófsmenn, en hinir, sem leggj- ast djúpt. Fegurð sumra fornyrða nýtur sín þá fyrst, er þau eru vand- lega gaumgæfð. Þeir sem búa ná lægt fossi eða brimsjó, hætta að taka eftir fossniðinum og briin- ldjóðinu, þegar til lengdar læt ur — missa þá athygli. Á svip- aðau hátt fer fegurð dásamlegra orða fram hjá athyglinni — orða sem alkunn eru frá barnæsku, en enginn hefir lialdið á lofti, sjer- staklega. Eitt þessara dásamlegu mál- blóma, sem vjer svo að segja göngum á, í hugsunarleysi van- gæslunnar, er orðið Hvítasunna. Jeg skal játa það, að jeg var kom- inn langt yfir barnsaldur, þegar mjer varð Ijós fegurð og þýðing þessa orðs. Orðin hátíð og stór- hátíð eru mikillar náttúru — gefa í skyn að sú tíð sje há, þ. e. há- leit, sem um er að ræða. En meiri fagurfræði birtist í Hvítasunnu- heltinu. Nýlega aflaði jeg mjer vitneskju um þýðingu nafnsins með því móti að leita tiI fornra heimilda. Þær sögðu svo frá: Þegar skírnarathöfnin kom til sögunnar á Norðurlöudum var vortíðin valin, til þess að forðast kulda. sem annars varð ónota legur og jafnvel háskalegur heilsu, af því að fólkinu var gerð kaffæring, ungum og gömlum. Víð- ast hvar í Norðurálfu er vortíð in sest að völdum um það leyti sem Hvítasunnuhátíð er dagsett. Norrænan virðist liafa verið hænd að þeirri málfegurð, sem orðið sunna býr yfir — Sunnhörða land, Si nmriæri, Sunnefa, Sunnu- dalur o. s. frv. Hvíta-sunna dregrr nafn af * hvítavoðum. En svo hjetu þau línlök, sem nýskírðir menn voru færðir í. Hvítan er nátengd trúnni: Hvíta-Kristur, Baldur hinn hvíti; sá litur var á friðar- skildi. Líkklæði eru mjallhvít enn í dag. Fyrir 1000 árum þótti hvíta í yfirbragði Mýramanna fögur (Helga hin fagra), Þor steinn hvíti. Svo virðist sem nýskírðir menn hafi verið í hvítavoðum þó nokk urn tíma. Því að þess er alloft getið í fornum fræðum, að einn og annar nýskírður maður liafi andast í hvítavoðum, rosknir menn að vísu, en ]>ó eigi svo, að komnir værn að fótum fram. Einn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.