Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 2
170 LESBÖK MO’RGUNBLAÐSINS þeirra A'ar Bárður hinn digri á Upplöndum, sem •rlímt hafði í fullu fjöri við Þorvald tosalda. svsturson Yíga-Glúms, hreysti mann frækinn. * Sveitaharnið í mjer rumskast jafnan og vaknar. þegar líður að Hvítasunnu. Þá rifjast ]>að upp fvrir mjer, að jeg var fermdur á þeim degi. A þeirri hátíð var veðráttu þannig háttað, að um sveitina bl.jes og um Norðlend- inginn næddi kaldur heiðnvrð- ingur, sem Bólu-Hjálmar nefnir svo. Með öðrum orðum sagt: ,Jeg v .r úti á þekju, e. t. v. að hugsa um fmrla. sem áttu við kaldan gust að búa í dyngjum sínum og lambær föður míns — í auðri jörð að vísu, en gróðurlausri þó. ísa- árin gengu yfir landið á þeim missirim. fjenaður fjell víðsveg- ar, ekki þó í minni sveit, og fjöldi fólks varð laiulflótta . . . Eitt- hvert úrfelli hrökk úr auprum mín um við altarisskörina — regn eða hagl. Þá hafði jeg fvrir þrem ár- um lesið ..Kristilep: smárit“ sr. Jóns lærða í Möðrufelli, sem hót- aði eilífri útskvifun mannanna börnum með svo harkalegu orð- færi o<r grimmri raust, að jeg misti alla matarlyst það kvöld, er je<r' las þessar ógnir. Nú við ferm- ingnna var je<r nokkurnveginn búinn að ná mjer eftir það áfall. Grðræknin á þeim dögum var mislynd. Bóndi einn í grend v-ifS mig las eigi húslestra, þegar illa viðraði — hörkukarl, sem liafði valsaugu undir loðnum briinum og svo fóthvatur, að hann hljóp uppi stekkjarliimb á un<ra aldri. Svo sagðist honum frá, er Við ræddumst við. Jeg skil karlinn J>ann. Jeg er t. d. trúhneigðari maðrr þegar betri flöturinn snýr upp á náttúrunni. heldur en þeg- ar ranghverfan veit út á henni. Trúarbrögð allra þjóða hafa bor- ið blæ af náttúrunni, sem þær liafa átt í höggi við. Jafnvel kenn ing Krists grípur í streng náttúr unnar, svo sem í dæmisögunum. Og eilífð Múhameðs gerir ráð fyr ir pálmalunda farsælu og yngis- meyja dvrð, eða ásjálegum val- kvendum — þar efra. ★ Hallgrímur karlinn, sem ekki vildi lesa í harðindum, mun hafa haft veður af því, að Jave var forðum í storminum og í þrum- nnni. Því skyldi J>á eklci drott- inn vorra daga vera í stórhríð- inni — eða )>á a. m. k. lofa henni að láta sínum illu látim. 11 veð um það! Jeg húkti við gráturn- ar og gaut hornanga til mann- fjöklans, sem fylti kirk.juua, sumt úr ökðrum sóknuni, komið þangað af forvitni til að ,,vita hvernig börnin stæðu sig við staðfesting- t ija, er j>au væru tekin í krist- inna manna tölu“. Að kveldi Jiessa dags lagði .jeg Helgakver upp á hillu í baðstofu bæjarins, þar sem fermingin fór fram, og hefi eigi snert Jiað síðan. Jeg mundi hafa getað lært latínu á |>eiin vetrum, sem jeg neyddist til að læra kverið. Lífið rjettir sumum höggorm fvrir fisk. Vera má, að jeg hefði getað gefið Guði hjarta mitt á hátíðinni, Jiegar jeg var fermdur, ef betrr hefði blásið. Mótblástur auðmýkir sum iildur- menni, en varla börn. Hann set ur á þau skráp oftast nær, altjend drengi, sem verða að berjast við óblíða náttúru ,,upp á líf og dauða“. Veturinn áður en jeg var fermdur, Arai' jeg á ferð úti í ís- rekastórhríð og kól þá á kinn- arnar, svo að þær flögntiðtl á eft- ir. I slíkum barningi skapast eigi sunnudagaandlit. Og þegar lík- amann kelur, er hætt við að setji hroll að sálinni. Annars eru þessi mál órannsökuð. En ætla má, að hlýjuskorturinn í ræðu og riti flestallra íslenskra rithöfunda stafi frá }>eim kulda, sem um þá bljes á barnsaldri. Það er algeng trú og gömul í hettunni, að veður breytist um páska — tiI ills eða góðs. Sumir sjómenn hafa þá revnslu, að afli glæðist í }>eirri helgu viku. V.jer landkrabbarnir höfum }>á sögu að segja, að veður spillist |>á eða um'hvítasunnu, ef' gott hefir geng ið. Það er nefnt hvítasunnuhret, Aftur á móti batuar tíð, ef illa hefir viðrað. Eitt haust, undan miklum snjóavetri, dreymdi bónda í minni sveit undarlegan draum. Hann þóttist sjá illilegan karl með fúlgu mikla af sauð fjárgærum fyrir framan sig og hjelt hann á gæruhníf. Bóndinn spurði þenna karl, hvað hann ætlaðist fyrir með gærurnar. Hann svaraði á þá leið, að gier urnar ætlaði hann að raka. En því verki myndi hauii eigi geta lokið fyrri en um hvítasunnu, þó að liaun hefði sig allun við. Bóndi rjeði drauminn þannig, að |>á myndi batna veðrátta. Og }>að rættist. Þá hafði verið 30 vikna innigjöf í sumum sveitnm norð anlands. Þetta var um 1910. Þa kvað einn nágrauni minn þetta minnilega stefjamál: Þungt er að s.já og þramma mót þrjátíu vikna jeli. * Þetta vor var hvítasunnubat- inn kærkominn. Og hann brást eigi. Jeg held að engin hvíta- sunna hafi átt annríkara en liá- tíðin sii, síðan lan'dið bygðist, við að ski{>ulegg,ja og hefja þá leys- ingu, sem þörfin krafði og þráin lieimtaði. Hún byrjaði með sólbráð. Það orð er heil'aglega indælt og býð- ur af sjer fagurfræðilegan þokka. Sólbráð — hvítasunna — hvíta- sunnusólbráð. Og lóa komin upp úr kafinu. Stelkur við bæjarlæk- inn, eða lindina, veður þar í rauð- um sokkum. Og jörðin tekur til að ilma og anga, ef guð er í blæn- um. En ef hvítasunnuhret gerir, er öllu ungviði lífsháski búinn. Blómskrúð í görðum borgabúa I it verpast, verða hnípin og álút, og lömbin í haganum leita sjer skjóls. Jeg hefi fundið lóu á eggj- um eftir Hvítasunnu áfelli þann- ig stadda, að hún lá í hreiðri sínu, hálffent; barmur snævarins }>Arei’- handar þykkur kringum dyngj una. Æður hljóta samskonar bú- sifjar í vörpum. Þegar svo fellur, er heilagur andi nokkuð langt of- an við }>á jarðnesku Hvítasunnu. Svo finst þeiin a. m. k., sem veð- ur verjulaus krapann í heima- högum. Mjallhvíta áfellanna býð ur að vísn af s.jer þokka, en ekki góðan þokka nje hugljúfan. Þá andar fegnrðin köldu, og minnir }>á á líkklæði. * Vjer skulum nú ekki dvelja við mjallhvítu hátíðarinnar, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.